Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 10
gekk mínar götur í þessu, þrátt fyrir allt, og hóf meSal annars aö skrifa smásögur, ®em prentað- ar voru í blöðum og ollu gaura- gangi í sveitinni sökum óvægi- legrar gagnrýni, sem í þeim var fólgin. Sumar það, sem hér kemur við sögu, var yndisleg árstíð. Vor- ið kom snemma undan- álögum snjóavetrar. og sveit og afréttir tóku að ljóma. Inni yfir háfjöllum bryddi stundum á bliku, sem þó aldrei varð annað úr en gróðrar- skúr. Hrein og tær féllu hin höfugu tár himinsins yfir jörðina, og næstu stundir brostu gegnum þau, hlýjar og bjartar. Vötnin sungu. Og ljóð og lag voru hin sömu og ég hafði heyrt innan úr silfraskógum vetrarins. Þótt um- hverfið tæki breytingum, var hörpustrengurinn alltaf einn. En hann átti til ýmiss konar tónbrigði. Þvi var hægt að hlusta á hann með fleiri en einum geðblæ. Og snemma það vor voru öll vötn runnin, það er leysingavexthium lokið. Störf bóndans eru skemmtileg á slíku vori. Göngur við fé og tún vinnsla eru hátíðar, þegar vel geng ur. Og jafnvel þótt maður halli þreyttur höfði að kvöldi í hrör- legum torfbæ, kemur svefn- inn ekki með neina dapurlega drauma. Að minnsta kosti ekki til þess manns, sem er ungur. Úti fyr ir litlum súðarglugga bærast ný- gróin stráin fyrir hægum nátt- blænum. Og á sumum nóttum, þeg- ar dalalæðan dreifir örsmáum drop um á maríustakkinn í hlaðvarpan um, getur það komið fyrir ungling að una ekki værum svefni, heldur læðist hann út úr bænum, til þess að horfa á umhverfið stækka í þok unni. Mér er í fersku minni ein júni nótt, morguninn og dagurinn, sem á eftir kom. Það mun hafa ver ið um lágnættið, að komið var upp á baðstofuþekjuna og tekið að bíta gras. Ég klæddist og gekk út. Hundurinn hafði llka orðið einhvers var og varð svo óður og uppvægur, að ég sá þann kost vænstan að halda á honum i fanginu, meðan ég læddist að bæj- arbaki. Þar kastaði ég seppa upp á baðstofuvegginn. Augnabliki síð- ar sá ég á eftir tveimur kindum og gjammandi hundi hverfa á bak við næsta leiti. Vornóttin hvíldi Ijúf og kyrr yfir dalnum. Aðeins örfáir ský- hnoðrar sáust á himni. Miðnætur- sólin var enn eigi komin fram úr skjóli hnjúkanna á vesturfjöllun- um norðar í dalnum, en á þessum tíma árs skín hún yfir allan dal- inn langa stund, unz hún hverfur bak við klettabríkurnar í austri. Ljósleitt rökkur hvíldi yfir hólum og hlíðum, en sýndist dimmgrænt, þar sem það bar yfir gróið tún og engjar. Langa vegu mátti heyra nið lækja, sem virðast þegja að degi til en kliðuðu nú 1 kapp við meginelfi dalsins. Blátær flaug á- in flúð af flúð. Ein bylgjan söng af annarri, í samfelldri hljóm- kviðu frá upptökum að ósi. Á svona stundum langar mig alltaf til þess að rekja spor liðinna tíma. Sunnan við bæinn reis gam- all og gróinn hóll, þar sem voru fornar bæjarrústir, sokknar í jörð. Og á fjölmörgum stöðum vítt um landareign þessa bændabýlis mót- aði fyrir ýmsum gömlum mann virkjum. Allt voru þetta gamal- kunnar stöðvar, margskoðaðar á ótal gönguferðum mínum á spóa- fótum bernskunnar. Margoft hafði mig lángað til þess að grafa upp allar þessar öldnu rústir. Ég bjóst jafnvel við að finna eitthvað merki legra en það, sem ég þekkti úr eig- in lífi, og hugmyndaflugið spar- aði ég ekki. Vafalaust liggja þarna enn í dag nokkrar smáperlur úr festi genginna kynslóða, þótt mik- ils háttar séu þær varla. Og þeirra nennir enginn að leita framar. Eitt er víst. Á þessu leiksviði hafa gerzt margar sögur. Blámóða ald- anna hvílir yfir öllum þeim gleymdu minningum. Og það er að eins á vornóttum sem þessari, að vel gengur að geta í eyðurnar. Hingað hefur margur dregizt að kyrrlátri fegurð fjallafaðmsins, rakið vef örlaga sinna í blíðu og stríðu og lagt héðan upp í sína hinztu göngu. Tjald tímans er fall- ið milli mín og þeirra. En snemma ævinnar tók ég að óska þess að geta lyft því tjaldi um stund og séð allar myndirnar kvika. Hinum megin við ána, beint á móti bænum, stóðu beitarhús á grónum klifhjalla. V^r þeim vel við haldið í þá daga og iðulega not- uð á vetrum. Þau tilheyrðu ná- grannabænum, sem stóð að hóla- baki, litta norðar í dalnum. í framhlaupshrauninu norðan við beitarhúsin standar Karl og Kerl- ing, tveir miklir steindrangar. Skuggi vesturfjallsins varpaði á þau dimmari blæ en umhverfi þeirra. Það var eins og hin gömlu nátttröll, sem þarna hafði dagað uppi, drægju að sér sem mest af rökkrinu til þess að njóta líðandi stundar sem bezt, áður en miðnæt- ursólin tæki að hrekkja þau úr norðri og breyttist síðan í ársól yfir austurbrúnum með dauðadóm tröllanna skráðan í ljómandi auga. Mér þótti alltaf vænt um þessi tröll. Þau höfðu verið leikfélagar margra ættliða. Faðir minn'var uppalinn í nábýli við þau, og sjálf- ur sleppti ég engu tækifæri að ganga á fund þeirra, þótt í annars manns land væri að fara. Daglega hafði ég þau fyrir augum, en áin var á milli og þess vegna lagt upp í færri ferðir en ella að klífa drangana. Nú freistaði vornóttin til stórræða. Annars er það lítill vandi að fara ferða sinna í kyrrlátum fjalldal, þar sem allir sofa allar nætur, þótt bjartar séu, og sérvitr- ingur getur hagnýtt einveru sína eftir geðþótta. En ég var ekki nema rétt kominn yfir í hraunið, þegar ég breytti um áætlun. Uppi yfir reis fjallið, hátt og hlíðabratt, með sólroða á efstu brúnum. Hvernig væri að sjá miðnætursól- ina einu sinni þaðan frá? Sjá alla sveitina í miðnætursól! Af hárri bergöxl ofan við bæinn minn, hafði ég séð þá sjón, en þarna mundi um að ræða alveg nýja yfirsýn, sjónarhæðin önnur og lengra frá. Bezt var að fara hlíö- ina norðan Skarðagilslækjar, beint upp af Nauthúsum Þóris snepils, sem reist voru þarna á árbakkan- um á landnámsöld en eru nú að vísu mestu horfin í grassvörðinn, beygja svo suðvestur Flár og kom- ast upp undir Beinadal. Þetta var löng ganga, en ekki eins erfið og ef farið væri beint af augum upp úr hrauninu. Þar gnæfðu líka Hraunskálarklettar í miðri hlíð, ófærir með öllu nema á einum stað, og hnykluðu brýnnar inni í svörtum skugga. Þaðan komu Karl og Kerling endur fyrir löngu. Og hver vissi nema enn sætu þar heima nokkrir ættingjar þeirra. Upp með Skarðslækjargilinu flögruðu sólskrikjur stein af steini og sungu smálög, sem hljóm uðu í næturkyrrðinni. Sunnan við 682 TtmiNN - SUN NUD AGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.