Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 13
in hjá þyrninum: „Æ, drettinn, aldrei hef ég málsnjall maður ver- ið, hvorki áður fyrr né heldur síð- an þú talaðir við þjón þinn, því að mér er tregt um málfæri og tungutak.“ Tvíhöfðinn. Ekki leið á löngu, unz menn- irnir höfðu sannfærzt um vizku Salómós, en konungur andaheima, Asohmedai, gekk eitt sinn fyrir Salómó og spurði: „Mun það rétt, að speki þín sé meiri en speki allra austurbyggja og öll speki Egyptalands?“ Og Salómó svaraði honum og mælti: „Það mun rétt vera. Drottinn strengdi þessa heit.“ Asohmedai sagði: „Ef þú æskir, skal ég sj'na þér nokkuð, sem augu þín munu aldrei litið hafa.“ Og Salómó svaraði: „Það vildi ég gjarnan." Asrhmedai stakk þá annarri hendi djúpt í gegnum sal- argólfið og dró upp mannveru frá iðrum jarðar. Bar vera þessi tvö höifuð og horfði fjórum augum, svo að Salómó skelfdist og mælti: „Lokið hann inni og látið hann aldrei út komast.“ Salómó kvaddi nú á sinn fund Benajahu, son Jehojada, og sagði við hann: „Er þér kunnugt, að menn byggja undir jarðskorp unni?“ Og hann svaraði: „Ekki er mér það kunnugt, yðar tign, en hinn vitri Aehitofel segir menn byggja fleiri veraldir en þessa.“ Og Salómó spurði Benajahu: „Hverju munt þú svara, ef ég sýni þér mannveru frá iðrum jarðar?" Ben ajahu sagði: „Hvernig má yðar tign sýna mér slíkt undur, þar sem iður jarðar íiggja svo djúpt, að þangað verður ekki gengið á skemmri tíma en fimm hundruð- um ára, og sérhverja iðurveröld skilja fimm hundruð ár?“ Kon- ungur lét nú senda eftir tvlhöfð- anum. Þegar Benajahu sá hina kyndugu mannveru, kastaði hann sér til jarðar og bað: „Lof sé þeim, er svo lengi hefur varðvedtt líf mitt, að nú auðnast mér að líta slíkan mannskapning.11 En Salómó spurði tvíhöfðann: „Hverjir eru feður þínir?“ Og hann svaraði: „Ég er af ættlegg Kains.“ „Hvar eru heimkynni þín?“ „Land mitt nefnist Tebel.“ „Lýsa þar sól og tungl?“ „Já.“ „Og hvar kemur sólin upp og hvar hníg ur hún til viðar?“ „Sólin kemur upp, þar sem þér nefnið í vestri, og súlin hnigur til viðar, þar sem þér nefnið í austri.“ „Og hvað hatfast landar þínir að?“ „Við yrkj- um jörðina og gætum kvikfjár." „Þið tignið guð?“ „Já.“ „Og hvern ig gerið þið bæn ykkar?“ „Hversu mörg eru verk þin, Jahve, þú gjörð ir þau öll með speki,“ (Sálm. 104. 24). Og enn spurði Salómó tvíhöfð- ann: „Langar þig að hverfa niður til fyrri heimkynna?“ Og er hann svaraði: „Ger mér þann greiða, að ég komist aftur til Tebel,“ sendi konungur boð eftir Aschmedai og mælti: „Lát þú hann fara til Teb el.“ En Ascmedai kvaðst ekki geta komið honum aftur í iður jarðar. Á miðnætti fór Salómé í muster- ið og gerði svo bæn sin»: „Ó, þú drottnari jarðarinnar, er þú opin beraðist mér í Gíbeon og sagðir: „Bið mig þess, er þú vilt, að ég veiti þér,“ þá bað ég hvorki um silfur né gull Ég bað einungis um guðlega speki, svo að mér auðnað ist að fella réttláta dóma.“ Og drottinn sagði við Salómó í must- erinu: „Á morgun skal ég veita þér djúpsæi andans.“ í dögun kvaddi Salómó ráð- gjafa sína á dómþing, og er þeir voru saman komnir, bauð hann tvíhöfða barninu að ganga fram og mælti: „Skynji annað höfuðið Og er tvíhöfðanum bárust orð Asch medai, tók hann sér konu og gat við henni sjö börn. Sex höfðu börnin rétt sköpulag móður sinn- ar, en hið sjöunda hafði lífci föð- urin-s, tvö höfuð og fjögur augu. Og tvíhöfðinn yrkti jörðina og safn aði fé. Er hann andaðist skyldu börnin erfa eignir hans, en þau urðu ekki á eitt sátt um deilingu erfðafjárins. Sex sögðu börnin: „Við erum sjö bræður, og fær því hver okkar einn sjöunda hlut erfðafjárins." En tvíhöfða barnið mælti: „Við erum átta bræður, og tveir áttundu hlutar heyra mér til.“ Bræðurnir gengu nú fyrir Saló- mó konung og báðu hann ákvarða skiptingu erfðafjárins. Salómó stefndi saman ráðgjöfum sín- um og innti eftir úrskurði þeirra, en þeim varð fátt til svars, og kvaðst Salómó þá sjálfur mundu segja upp dóm hinn næsta dag. það, sem ég geri hinu, er barn þetta einn bróðir, en skynji annað höfuðið ekki það, sem ég geri hinu, er barn þetta tveir bræður.“ Saló- mó skipaði nú þrælum að færa sér sjóðheitt vatn, og er vatnið var honum til reiðu, jós hann kraum- andi vatninu yfir annað höfuð barnsins, og að bragði kvein- uðu bæði höfuðin: „Minn herra og konungur, við deyjum.“ Þannig varð Salómó ljóst, að höfuð- in kenndu bæði sársaukans, er sjóðheitt vatnið brenndi vanga annars, og hann dæmdi barn- ið einn bróður. Og ísrael heyrði dóm konungs í máli þessu, sem var einsdæmi, og lýðurinn tignaði Salómó og ótt- aðist hann. í höll Nebúkadesars. Ekki létti ferð ísraels- manna, fyrr en komið var að Babelfljóti, og sá fólkið þá, hví- T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.