Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 14
I líkur þrældómur biði þess í land- inu ókunna. Sumir ísraelsmanna hugsuðu einungis um munn sinn og maga, en aðrir voru niður- dregnir af harmi og gátu ekki gleymt hörmungum þjóðar sinnar. Og Nebúkadnesar mælti við þá: „Hví heyri ég eigi frá yður annað en volæði og víl?“ Og hann lét kalla á Levíta og sagði við þá: „Meðan vér etum og drekkum skul uð þér slá gígjur fyrir mig, eins og þér gerðuð fyrir guð yðar í helgidóminum.“ Levítarnir litu hver á annan, og þeir sögðu: „Næg ir eigi, að vér vitum syndir vorar hafa tortímt helgidómnum. Skul- um vér nú einnig slá gígjur fyrir hrakmenni þettn?“ Og þeir réðu með sér að hengja gígjur sínar upp á pílviði, sem uxu umkringis höllina. Þá settu þeir í sig kjark, og allir stungu þeir sigghörðum þumli í munn sér, bitu saman tönn um, neyttu aleflis og limlestu fingur sína. Og þá gátu þeir svar- að Nebúkadnesari eins og skrifað stendur, (Sálm’, 137,4): „Hvernig ættum vér að syngja Jahve-ljóð í öðru landi?“ Þeir sögðu ekki: „Vér viljum eigi slá gígjur," en þeir sögðu: „Hvernig gætum vér slegið gígjur?“ og um leið fórn- uðu þeir höndum, svo að Nebúka- dnesar sá limlesta fingur þeirra, sem megnuðu ekki framar að seiða hljóm úr strengjum. Góður sonur. Unglingar spurðu Elíeser rabb- ína, hversu stranglega skyldu þeir halda boðorðið „heiðra föður þinn og móður þína,“ og hann svaraði: „Kanína rabbíni sé yður fordæmi. Einhverju sinni stóð hann í flokki rómverskra fyrirmanna, klæddur hinum fegurstu skartdúkum. Og móðir hans gekk þar að honum, reif sundur skikkju hans, lúskraði honum og hrækti á fætur hans. En Kanína átaldi hana ekki. Hann gerði hið gagnstæða. Er hún missti af sér ilskó, laut hann niður og rétti henni skóinn, svo að móðir hans særðist ekki f mölinni með- an hún hnjaskaði son sinn. Akíba rabbíni. Fyrrum bönnuðu rómversk yf irvöld Júðum að leggja stund á gyðingleg trúfræði, en Akíba rabb- íni hélt eigi að síður söfnuð og kenndi fólki lögmálið. Papos ben Jehuda sótti slíka sam komu og sagði við hann: „Óttast þú eikki reiði stjórnvaldanna?“ Og Aikíba rabbíni svaraði hon- um og sagði: „Mér er sagt, Papos ben Jehuda, að þú sért gáfumað- ur, en reyndar ertu flón. Leyf mér að segja þér stutta ’misögu: Refur sprangaði meðfram á nokkurri og sá fiskana þjóta og skjótast milli bakka. Refurinn spurði þá: „Hvers vegna eruð þið á sífelldum þeytingi?“ Ij'iskarnir svöruðu: „Við reynum að forðast net veiðimanna, sem þeir kasta út á ána.“ Refurinn sagði: „Þá skuluð þið heldur koma hérna upp á bakkann, og við munum búa í sátt og samlyndi eins og forfeður mín- ir og ykkar gerðu forðum.“ Fisk- arnir svöruðu: „Okkur er sagt, að refurinn sé vitrasta dýrið, en reyndar ertu flón. Hér í heimkynn um okkar óttumst við ásókn veiði- manna, en hversu fremur mund- um við ekki óttast á bakkanum, þar sem við deyjum.“ „Hlutskipti vort er hið sama og fiskanna, Papos ben Jehuda. Vér óttumst margt, þegar vér leggjum stund á trúfræði vor, sem líf vort er undir komið og langgæður ald- ur, -- en hversu fremur mundum vér ekki óttast, ef vér létum af að nema þessi fræði “ Úr Píslarvottasögu. Þegar Símon ben Gamalíel rabb íni, höfðingi Ísraelíta, og ísrnael rabbíni, æðsti prestur, voru út leiddir til aftökustaðar, þá grét Símon rabbíni, þar eð hann var enn á unga aldri ísmael rabbíni sagði við hann: „Ungmenni, hví grætur þú? Gakk tvö skref, og þú munt sitja mitt á meðal guð- hræddra." Símon rabbíni svaraði honum: „Hjarta mitt skelfist, þvi að ég veit ekki til, hver muni vera dauðasök mín.“ Þá sagði ísmaei rabbíni við hann: „Ef til vill hefur maður nokkur einhverju sinni gengið á fund þinn og leitað hjá pér úrlausnar, en þú hefur látið hann bíða, meðan þú neyttir matar eða klæddist skikkju þinni. í þetta skipti hefur þú ef til vill sýnt náunga þínum ójöfnuð og brotið gegn lögmálinu. Því lög málið hefur þú brotið, hvort sem þú sýndir náunga þínum ójöfnuð í smáu eða stóru.“ Þá svaraði Sím- on rabbíni honum: „Fræðari minn, þú hefur friðað sál mína.“ Þeir grátbændu böðulinn báð- ir. Annar mælti: „Ég er æðsti prestur, og faðir minn var æðsti prestur af kynkvísl Arons. Deyð mig á undan honum, svo að ég horfi ekki upp á kvalastríð bróður míns.“ Og hinn mælti: „Ég er höfð ingi Ísraelíta, og faðir minn var höfðingi af kynkvísl Davíðs konungs. Deyð mig á undan hon- um, svo að ég horfi ekki upp á kvalastríð bróður mí.ns.“ Böðull inn svaraði þeim: „Varpið hlut- um.“ Þeir gerðu svo, og hlutur Símons ben Gamalíels kom upp. Böðullinn skildi nær samsjtundis höfuð hans frá herðum, og fsmael rabbíni tók höfuðið, lagði það við brjóst sér, táraðist og sagði hárri raustu: „Helgu varir, þið, varir hins trygga og trúlynda. Þið, helgu varir, mæltuð til oss orðum, er leiftruðu sem perlur og eðalstein ar. Nú munuð þið kyssa ryk göt- unnar, og þeir, sem enn lifa, verpa yfir ykkur mold og ösku. Hvar mun lögmálið? Hvar munu laun þessa?“ En er nann grét, gekk dóttir keisarans að glugga á dyngju sinni, sá ísmael og varð snortin af feg- urð hans. Því ísmael var talinn í hópi sjö fegurstu manna verald- ar, og hann bar svipmót engil- veru. Og dóttir keisarans fékk sam úð með ísmael og gerði föður sínum orð: „Veit mér ósk rnína.1* Keisarinn lét sendimanninn flytja dóttur sinni þetta boð: „Gjarnan vil ég uppfylla sérhverja ósk þína nema þá að gefa þér ísmael rabb- ína og hans líka.“ Enn bað hún föður sinn um að þyrma ísmael, en hann svaraði: „Ég hef svarið að deyða hann.“ Og enn sendi hún boð til keisarans: „Úr því að ísma el rabbíni verður að deyja, bið ég þig að láta böðulinn flá höfuð hans og færa mér húðina. Hún hefur slíkan gljáa, að þar get ég séð speg ilmynd mína.“ Og keisarinn gerði sem hún bað, og bölullinn fló höf- uð ísmaels. Þegar hann hafði fleg- ið höfuðið þangað niður, þar sem skal hafa orð Jahve sem minn- ingabönd milli augnanna, veinaði ísmael sáran, svo að skulfu him- inn og jörð. Og enn veinaði hann, svo að hásæti drottins nötraði. Og englarnir báðu til guðs og spurðu: „Hvers vegna skal góður og guðhræddur maður deyja svo smánarlegum dauða, þar sem þú hefur sýnt honum alla fjár- sjóði á himni og jörðu?“ En þá heyrðu þeir raust himinsins, og hún mælti: „Heyri ég kveinstafi oftar, glata ég heiminum, og jörð 686 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ J

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.