Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 13.08.1967, Blaðsíða 19
þær eru uppseldar, og auk þess þyrfti þessi útgáfa okkar að spanna víðara svið: dóma, sem hafa laga- gildi, orðabók, orðaskýringar og tilvitnanabók auk lögbókanna Grágásar og Jónsbókar, tíundar- laga og kristniréttar. Útgáfunni þyrfti svo að ljúka með íslenzkri réttarsögu, sem einnig kæmi út á ensku. Það er nefnilega svo, að hlutur alþingis í alþjóðlegri réttar- farssögu er æði merkilegur. Vitaskuld felst óhemjuvinna í öllum þessum útgáfum, og þarf Sögufélagið aukinn fjárstyrk. En ég er bjartsýnn á, að við fáum aukið fé, ef við getum hrint af stað skipulegu starfi. Við höfum nú setið í garðinum drjúga stund og göngum til skrif- stofu Björns. Þeim, sem þar kem- ur inn, dylst ekki áhugi húsbónd- ans á Grænlandi og grænlenzkum málefnum. Afskræmislegar tré- skurðargrímur grænlenzkra gald- ramanna glotta móti gestinum, selaskutlar, merktir Joohum Egede afkomanda Hans trúboða, hanga yfir dyrum, kamíkur, grænlenzk- ur skófatnaður, liggja á gólfi, myndir, skornar í búrhvalstennur, standa á hillu, og höfuð hvíta- bjarnar hvílir á stólbaki. Og það kemur upp úr kafinu, að Björn er nýkominn heim úr Eystribyggð á Grænlandi, þar sem sól skein alla daga og hiti var jafnan yfir tuttugu gráður, meðan hennar naut. — Hvað veldur ástfóstri því, sem þú hefur tekið við Eiríksey? — Það er ekki óeðlilegt, að ís- lendingi verði landið kært, eink- um þeim, sem gluggað hefur í sögu miðalda, auk þess sem mér þykir gaman að ferðast og fer vestur á vegum Flugfélags ís- lands. Ég kann vel við mig þar vestra, og menning Eskimóa er heillandi viðfangsefni. Þeir hafa lagt sinn skerf að mörkum til þeimsmenningarinnar: kajak, full- komnasta eins manns bát, sem til er, hettuúlpuna (anórak) og orðið nunatak (jökulsker, núnatakkur). — Hvaða tíðindi eru helzt af þessum grönnum okkar? — Síðastliðinn vetur varð íbú- um Eystribyggðar þungur í skauti. Snjóalög voru afskapleg, því að svo óvenjulega brá við, að hnjúka- þeyr kom aldrei um veturinn, og fs hindraði siglingar um Eiríks- fjörð afar lengi eða fram i júní- mánuð. Gífurlegur skepnirfellir varð, og hallæri ríkir hjá sauðfjár- bændum. Þá hitti ég einn gamlan kunn- ingja minn vestra, og gæti sá fundur kannski kallazt frásagnar verður. Þegar kynni okkar hófust, fyrir nokkrum árum, boðaði hann Grænlendingum kaþólsku, jafn- framt því sem hann stundaði forn- minjagröft í Brattahlíð á sumrum, en hann er bæði lærður trúboði og fornleifafræðingur, amerískur þegn. Trúboðið sóttist honum illa, og skorti þó ekki, að landsmenn vildu hlýða á hann. En þeim var ómögulegt að geta talið sér nokk- uð til syndar, þegar til skrifta- mála kom, skildu ekki það hugtak. Og nú hefur Michael Wulf lagt trúboð á hilluna og prests- skap, er kvæntur og orð- inn leiðsögumaður fornleifafræð- inga vestur á Grænlandi. Þannig snúast hlutirnir stundum við handan Grænlandsjökuls. — Þú hefur unnið að ferðamál- um? — Ég hef skrifað leiðarlýsing- ar, bæði fyrir Ferðaskrifstoí'u rík- isins og Flugfélag íslands og stað- ið fyrir fararstjóranámskeiðum á vegum Ferðaskrifstofunnar. ÖIl ferðaþjónusta hér er í bernsku og ýmsum örðugleikum háð. Þannig liggja hvorki fyrir samræmdar kröfur frá ferðaskrifstofunum til kunnáttu og hæfni leiðsögumanna né kröfur um ákveðið ,kaup frá fararstjórum, svo að það er mjög erfitt að starfa að þessum málum. Þá er komið að kveðjustund, og ég geng á ný út í sóldaginn sumarlangan. I.S. Thorvald, þáverandi hreppstjóri f Kulnsuk á Austur-Grænlandi, aS skera út brúðargiöf handa Önnu Maríu, núverandi drottningu Grikkja. Seppi dáist aS snilli húsbóndans. Ljósmynd: Björn Þorsteinsson. T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 691

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.