Tíminn Sunnudagsblað - 24.12.1967, Qupperneq 2
Wwmmmn ■ H —.■ |.! i.«i ■■■ ■■■■■■■ ■■'flK.J'*WHBSin JL-1LI '■'■■JiigWPWWWSB-. ■. I --■! '■
Er ísland að gliðna
sundur að endilöngu?
Árið 1912 birti Þjóðverjinn dr.
Wegener rit mikið um uppruna
heimsálfanna og heimshafanna og
leitaðist við að styðja landfræði-
legum, veðurfræðilegum og líf-
fræðilegum rökum þá kenningu,
að breið höf aðskildu nú megin-
lönd, er eitt sinn hefðu verið sam-
föst, og væru þau enn á reki.
í síðasta tölublaði norska tíma-
ritsins Naturen er fjallað um
þessa kenningu og sitthvað það,
isem fram hefur komið yið nýj-
nstu rannsóknir á þessu sviði.
Greininni fylgja margar myndir,
meðal annars af íslandi, og undir
henni stendur: „Er ísland að rifna
sundur í tvennt?“ í sjálfri grein-
inni er komizt svo að orði, eftir að
vikið hefur verið að því, að það
er á Mið-AtlantshafShryggnum,
þar sejn gllðnunin er talin eiga
sér stað, og lýst sprungusvæðinu
frá Reykjanesi norður í Þingeyjar-
sýsiu:
★
Þannig lítur Rauðahafið út, þegar
horft er yfir það úr gervitungli. Vinstra
megin er Eritrea, en Arabía til haegri.
Og nú spyrja vísindamenn: Er þarna
nýtt veraldarhaf að skapast með sama
hættl Atlantshafið varð til endur fyrir
löngu:
„ísland er í raun og veru að
rifna að endilöngu, og gliðnunin
þvert á sprungusvæðið er um
einn sentimefri á ári“.
Þessi uppdráttur sýnir þau svæði á
íslandi, þar sem eldsumbrot hafa verið
mest. Á það eru merktar gjár og
sprungur, sem yfirleitt liggja frá norð
austri til suðvesfurs, jarðhitasvæði,
hraun, eldstöðvar og annað slíkt.
J
I
★
Með sama hraða þarf því heila
öld til þess að gliðnunin nemi ein-
um metra. Það munar því litlu á
hjverri manmsævinni.
En náttúrunni liggur ekkert á.
Hún getur gefið sér tíma til þess
að skapa, þvi að fyrij henni eru
„þúsund ár dagur, ei meir“. Og
sé sú kenning rétt, að heimsálf-
urnar hafi slitnað sundur endur
fyrir löngu og mjakazt s-vo langt
hvor frá annarri, að nú eru þar á
milli breið úthöf, verður henni
auðvitað ekki skotaskuld úr að
skipta íslandi í tvennt með tím-
anum. En jafnví-st er hitt, að harla
margar kynslóðir íslendinga verða
komnar undir græna torfu, áður
en sundið tekur að myndast.
Þess vegna getum við væntan-
lega sofið róleg.
1130
X t M i N N - SUNN UDAGSBLAÐ