Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Blaðsíða 7
klæd'dur mógráum vormeldúksföt- uim. Poka hafði hann bundinn um öxl. í honum hafði hann hversdags iklæði sín og nærfatnað. Staf hafði hann úr askviði með hnúð á efri enda og hvössum broddi. HeOigi var hverjum manni þrifniari og sáust aidrei á honuoi óhreinindi. Hring bar hann gildan á baugfingri hægri handar iir gull- blendinigi, sean einhveir kunningi hans hafði gefið honum, og var hann ætíð skínandi fágaður. Væri hann spnrður, hver væri kærastan, svaraði hann jafnan: „Gröfin og moldin". Vandaðri mann hef ég aldred þekkit. Hann talaði aldrei lastyrði um nokkuirn mann, og blótsyrði kom aldrei úr hans munni. En væri honum þungt í skapi, sigu brúnir hans, og djúpar og margar hruikkur rákuðu hans breiða og mikla enníi. Bænrækinn var hann langt um- fram aðra menn, sofnaði aldrei fyrr en hann hafði haft yfir marg- ar bænir, Sigm-di sig, þegar hann fór í hreina slkyrtu. Og ekki var hann fyrr kominn út á morgnana en hann tæki ofan húfurna, liti í sólarátt og signdi sig og hefði yfir bænarorð. Aldrei neytti hann svo flnatar, að hann signdi sig ekki áð- ur og bæði guð að blessa matinn. Þetta var barnsvani og honum fylgdi trúara'Tvara. Hann fann mjög til vanimiáttar síns, og hann lifði í þeirri öruggu trú, að fyrir handaii gröf og dauða þyrfti hann ekki að dragast með þennan lasburða lík- ama. HeTgi var einkar barngóður. Ég heyrði hann aldrei tala styggð- airyrði tifl nokkurs barns. Hjartans barn, var mijög venjulegt ávarps- orð, þegair hann talaði til harns og gerði sig þá mjög blíðan í mál- rómi. ÖlTum börnuim, sem tekin voru að vitkast, svo að þau hefðu yndi af sögum, var hann mjög kær, því að hann kunni fjölda sagna og ævintýra: Útilegumanna- sögur, huldufólkssögum og trölla- sögur. Var þetta sótt að mestu lieyti í Þjððsögur Jóns Árnasonar. Aldrei heyrði óg hann se-gja börn uim draugasögur, þvi að hann viídi eldki velkja hjá þehn ótta. Sögurnar sagði liamn í rökkrinu og á sunnudögum, og mátti enig- inn fuliorðinn ve-ra áheyrandi. Einu sinni kom faðir minn inn frá skepnuhirðingu í röbkrinu, og þegar hann heyrði, að Helgi var að segja sögu, fór hann hljóðlega. rtlUINN SUNNUDAGSBLAÐ 847

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.