Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Blaðsíða 13
er kvæði, Kantata verzlunar.skója- kandídata. Þar rifja ég upp eitt og annað — stundirnar í skólanum, feimnina þegar við komum fyrst í skólann, húfuna, tímana og loka- prófin. Stundirnar liðu. Og stofan varð björt af stöfum, sem kennarinn harla ört teiknaði á töfluna svarta. Margföldun, deiling og x + y, útkomur, brotabrot, geislar og pí skelfdu margt hrifnæmt hjarta. — Voru hagyrðingar í ættinni? — Faðir minn og móðurafi voru báðir hagyrðingar, ég hef ef til vill erft frá þeirn löngunina til að yrkja. — Var mikið af bókum á heim- ili þínu í Grindavík? — Því miður var lítið um bæk- ur. Á mínu heimili voru lesnir húslestrar. Þrjár bækur voru til á heimilinu: Péturspostilla, Péturs- hugvekjur og Passíusálmarnir. Þeg ar ég fermdist, eignaðist ég Nýja testamentið. Ég má segja, að ég hafi lesið það — ja, eins og þeir, sem höfðu Kapítólu undir hönd- um, iásu hana. Allt lesmál var mjög kærkomið, það var svo lítið um það á þessum árum. Fólk hafði lítil efni, og úti á landi var erfitt til fanga. — Voru skemmtanir haldnar í Grindavík? — Stundum var slegið upp balli. Pabbi og mamma spiluðu bæði á einfalda harmónikku, og svo var dansað til morguns. Þá var farið heim og skipt um föt. Karlarnir fóru í skinnklæðin og reru tii fiskjar. Fólk skemmti sér sjálft. Við, sem ættaðir erum úr Staðar- hverfi í Grindavík, höfum með okkur félagsskap, Staðhverfingafé- lagið, og þar höfum við þá reglu að kaupa aldrei skemmtikrafta. — Hvernig hefurðu unnið að yrkingunu-m? — Áttu við, hvenær dagsins? — Já, og hvort þú sitjir við eða bíðir eftir því, að andinn komi yf- ir þig? — Sannleikurinn er nú sá, að þegar ég var suður í Keflavík með bókabúðina mína, var lítill tími til ljóðagerðar. Það voru mest stoln- ar stundir. Að vísu var lítið að gera á sumrin, eins og gengur í verzl- unum úti á landi. En ég var árum saman að koma yfir mig húsi, svo segja má, að næturnar hafi orðið drýgstar. Það er nú þannig, að ljóðin sækja á mann, og maður neytir allra bragða að koma þeim á pappírinn. Stundum getur mað- ur verið hamhleypa til yrkinga, en oftast er með það eins og önnur verk: Þau gera sig ekki sjálf. Það þarf að sitja við. — Hvert ljóða þinna er þér hugþekkast? — Ég á ákaflega erfitt með að gera það upp við mig. Þau eru orð- in svo mörg. — Stuðlar þú öll þín ljóð? — Einhvers konar stuðlasetn- ingu er að finna í öllum ljóðun- um. Hins vegar vantar oft enda- rim. Stuðlasetningin veldur hrynj- andinni í ljóðinu, en það má svei mér vara sig á ríminu. Það getur verið svo gaman að sjá það hrúg- ast upp, að efnið falli í skuggann Þegar rætt er um ljóðagerð finnst mér oft deilt um aukaatriði. hvort ljóðið sé rímað eða órímað Aðai atriðið er vitanlega, hvort utn skáldskap sé að ræða. Skáldið er eins og bóndi, sem stækkar túnið — Hefurðu ferðazt mikið? — Ég hóf ungur að kanna mitt land. Áður en ég byrjaði í verzl- unarskólanum, fórum við nokkrir strákar í útilegur, hvenær . sem færi gafst. Við fórum ýmist gang- andi, hjólandi eða aftan á mjólk- urbílum. Við héldum þessu svo áfram í mörg ár. Eftir að verzlun- arskólanáminu lauk, fór ég að vinna í verzluninni Vísi hjá Sigur- birni Þorkelssyni, þeim mæta manni. Um hann orti ég hálf T t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 853

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.