Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Blaðsíða 19
örfláar vísur og vísnabrot úr gaman- forag, sem hann mun hafa ort um frændkonu sína, Guðrúnu Björns- dóttur frá Heiðarbæ. Braginn heyrði ég á barnsaldri, líklega um 1909—1910, en mun aldrei hafa heyrt eða lært hann allan. En upp- hafið hygg ég vera þetta: „Sæll vertu nú Siggi minn, seint viil koma borgunin tfrá þér, svo ég firrist pín, fyrir handarvikin mín. Lömbin sendir þú mér þrjú, þau voru ei í skammti drjúg. Þegar þau gengu hingað heim, hreint var enginn mör í þeim. Og skelfing voru skinnin ljót, skæði fékk ég ein og bót, hverju þeirra aðeins úr, ónýt hreint í flökkutúr.“ Guðrún Björnsdóttir lifði alla ævi ógift og barnlaus, lengstum í húsmennsku á ýmsum stöðum í Tungusveit, en hafði uppeldi sitt af nobkrum kindum, sem hún átti, auk kaupavinnu á sumrum og handavinnu á vetrum. Hún mun hafa verið sérlunduð nokkuð, en þó ekki ógreind og vel verki far- in. Mælt var og ekki að ósekju, að í sjálfmennsku sinni lifði hún mest á kaffi, og fiskbita þurfti hún líka að eiga handa ketti eða köttuan sínum. Tilefnið að fyrrnefndum glettnisbrag var sagt það, að Guð- rún hefði verið í kaupavinnu hjá bónda þeim, er Sigurður hét, en kaupgreiðslan eitthvað dregizt eða verið öðruvísi úti látin en Guðrúnu líkaði, og hún haft kvörtunarorð um. En öðrum eins æringja og Valdimar var slíkt nóg efni í gam- anvísur, þess heldur sem margir hentu góðlátlegt gaman að Guð- rúnu, fyrir lifnaðarhætti hennar og sérsinni. 5. E'lín, yngsta barn séra Jóns. giftist 17 ára gömul Ormi Odds syni frá Kjarlaksstöðum á Fells- strönd, og var hún seinni kona hans. Þau bjuggu lengi í Miðdals- gröf. Ormur var smiður mikill og hinn vaskasti drengur, en alldrykk- felidur. Hann drukknaði á Stein- grímsfirði árið 1888, 64 ára að aldri. Meðal barna þeirra, Elín ar og hans, var Þuríður kona Samúels Guðmundssonar, sem oft- ast var kenndur við Miðdalsgröf (Samúel í Gröf). Hér hafa þá verið talin börn sr. Jóns og Guðrúnar konu hans, og einnig litillega ver- ið sagt frá nokkrum afkomendum þeirra. Verður nú aftur vikið að ættföðurnum sr. Birni og síðustu árum hans, en síðan stuttlega get- ið systkina sr. Jóns og fáeinna af- komenda. VI Eftir andlát séra Jóns, sem áður getur, vígðist aðstoðarprestur til sr. Björns, Halldór Jónsson frá Kleifum í Gilsfirði. Bjó hann fyrst á hálfum Steinadal og þjónaði FeHssókn, en flutti tveimur árum síðar að TröHatungu og bjó þar á móti sr. Birni hin næstu ár. Séra Halldór var orðlagt valmenni og óhugamaður um menningarmál. Móðir hans var Halldóra Ólafsdótt ir prests í Saurbæjarþingum, Gísla sonar. Séra Ólafur sat í Hvítartal og átti langa ævi í margs konsr málaþrasi, enda kaHaður Mála- Ólafur. Hann var dóttursonur Lár- usar lögmanns Gottrups og þótti vel gefinn á yngri árum, en gerð ist snemma ofstopamaður og að líkindum geðbilaður á köflum. Af tiltektum sr. Ólafs er alkunnugt svonefnt „merarmál,“ sem frá ér sagt í Strandamannasögu Gísla Konráðssonar. Ennfremur líkams- árás hans á Ólaf stiftamtmann Stefánsson og tillaga um að stofna nýjan biskupsstól að Helgafelli, þar sem tillögumaður yrði biskup. Vorið 1843 flutti sr. Björn að Klúku í Miðdal, en lét sr. Hall- dóri eftir allan staðinn til ábýlis. Fjórum árum síðar, eða vorið 1847, sagði sr. Björn af sér prestskap með þeim skilmálum, að hano nyti þriðja parts fastra inntekta, en einskis af bújörðinni. Segist hann gera það í því skyni, að fátækt sinni yrði þá fremur vægt við út- tekt kirkjunnar, sem þá var aftur hrörleg orðin. Sr. HaHdór hafði þá byggt upp önnur staðarhús mjög prýðilega og í því formi, sem þá var farið að tíðkast, svo að sr. Björn þurfti engu ofanálagi á þau að svara. En kirkjuhtvsið varð hon- urn þyi gra í skauti. Ofanálagið á það na' v fast að 300 rd., er hann hafði er ;in tök á að greiða að fullu fyr;t um sinn. Efcki er auð- velt í fljótu bragði að geta sér tH um hverju þetta næmi í þeim pen- ingum, sem nú gilda, en e.t v. mun láta nærri, að 300 rd. hafi um miðja 19. öld samsvarað 1C kýr verðum eða þar um bil. Með hjálp sona sinna, tengdasona og annarra gat sr. Björn þó strax greitt 178 rd að meðtöldum vlði gömlu kirkj- unnar, sem virtur var á eina 24 rd. Segir hann að sér hafi orðið það til óhagnaðar, að kirkjan var ekki virt uppistandandi, heldur spækj- urnar úr henni, þegar búið var að rífa hana. Er sr. Björn hafði þjónað prests- embætti í 50 ár, sótti hann til kon- ungs um eftirlaun eða náðargjöf, sem hann hlaut upp frá því til dauðadags, 25 rd. árlega. Skuld sína við kirkjuna greiddi hann svo smám sarnan af þeim peningum. í æviágripi sínu víkur sr. Björn að því, að svo hafi sóknarfólk hans borið hann á höndum sér, að því hafi hann löngum verið lystar- o; framkvæmdarlaus að brjótast fri Tröllatungu í annað brauð. sem sýnzt hefði álitlegra, þótt kost h el't < átt að fá. Heilsuhraustur kveðsi hann jafnan hafa verið og sjaldan í stórsóttum legið, en ætíð krafta- lítill og léttur á fæti. Telur hann sig einkum hafa verið hneigðan fyrir sjó, en með jafnaði ekki þurft á því að halda. Tröllatunga er daljörð og ferðalög sr. Bjöins um prestakallið því yfirleitt öll á landi, en sem ungur maður og þau ár, er hann bjó á Kirkjubóli, hefur hann efalítið eitthvað stundað sjó- róðra á haustin. Um miðjan vetur 1848 andaðist Valgerður kona sr. Björns, hartnær 81 árs að aldri. Hann var þá orðinn heHsulinur og dó rúmum finnm árum síðar, haust ið 1853, hjá Birni syni sínum á IGúku, langt til 85 ára gamall. Þeir sem senda Sunnu , dagsblaðinu efni til birtingar, eru vinsam- lega beðnir aS vanda til handrita eftir föng- um og helzt að láta vél- rita þau, ef kostur er. Ekki má þó vélrita þéttar en í aðra hverja línu. r f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 859

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.