Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 7
ÞÓR'HALLUR BJARNARSON — biskupinn i Laufási, sem vildl ná burtu súrnum og kuldanum úr þjóðfélagsakrinum, og gat líka sem bezt skrifað um túnyrkju 04 áburðarnýtingu í Kirkjublaðið. il og vegleg bygging, og raest var þó um vert, að við það voru þær vonir bundnar, að herhlaupi hvíta- dauðans yrði hnekkt. Það var orð- in lenzka að tala heldur háðulega um kransana, sem hrúgað var í líkkisturnar, og víða viðkvæðið, að nær væri að verja andvirði þeirra til minningargjafa til þarflegra fyrirtækja. Þess hafði Vífilsstaða- hæli notið. Ártíðaskrá heilsuhælis- ins var mikið áhugamál Gruðmund- ar Björnssonar landlæknis, og því barst orðið talsvert af minningar- gjöfum. En ekki voru bændur úr hinum gróðursælu sveitum Suðurlands alls kostar sáttir við Vífils- staði. Þeim fannst þar æði bert og naikið og óyndislegt. Þess vegna varð gildum bónda að austan það að orði, er hann var staddur í Svínahrauni, að sér fyndist ,,-eitthvað svo heilsu- hælislegt" þar um slóðir. Það fylg- ir sögunni, að þetta væri orðtak eystra um blásið land og gróður- vana. En lí'klega hefur fleiri þótt berangurslegt á Vífilsstöðum í þá daga, því að minningargjöfunum var þegar í upphafi varið til þess að græða og prýða í kiringum hæl- ið og gróðursetja þar hríslur. Berklaveikin var mikill vágest- ur, sem nú hafði verið snúizt gegn fyrir ötula framgöngu Guðmund- ar Bjömssonar 0g margra liðs- manna hans, er ekki gátu lengur horft upp á það hvernig liún kvist- aði niður landsfólkið og sló þar breiðasta skárama, er sízt skyldi: Meðal æskuifólksins. En annað mál var líka að kom- ast á dagskrá: Slysfarirnar. Við at- hugun kom á daginn, að nálega 2100 íslendingar höfðu drukknað síðustu þrjátíu árin, að meðaltali um sjötíu manns á ári. Það var ferfalt meira en gerðist í Noregi. Hættulegust virtust þilskipin, því að fimm fyrirfarandi ár höfðu fimmtán menn af hverju þúsundi sjómanna á þilskipum drukknað ár hvert tiT jatfnaðar. Það var að minnsta kosti tífalt meira en á þilskipum Norðmanna. Árabát- amir vora viðsjárverðir, en þó ekki nándarnærri eins hættulegir og þilskipin. „Þáð er ægilegt, hversu marga menn hefur tekið út af þeim“, sagði Guðmundur Bjömsson um skúturnar, „og enn ægilegra, hversu margar þær hafa farizt í rúmsjó“. Hann neitaði því, að stormarnir við strendur landsins ættu alla sök á þessu, heldur héldu menn að sér höndum í þeirri blindu örlaga- trú, að fiskveiðarnar yrðu ekki stundaðar án mikils mannfalls, og hirtu þess vegma ekki um að leita orsakanma. Og enn varð þess nokk- uð langt að bíða, að farið væri að gefa slysavörnum, s©m að haldi komu, verulegan gaum. X Og svo voru eilífðarmálin á dag- skrá. Vestur á ísafirði var James L. Nisbet og hafði komið þar upp ofurlitlum söfnuði skírara. Hanm sagði, að bamaskírn væru ógild og ætti sér enga stoð í helgri skrift, og yfirleitt kæmi skím ekki öðr- um að gagni en trúuðu fólki, sem væri rækiTega kaffært. Þetta þótti prestunum, sem aldrei höfðu iát- ið leka nema fáeina vatnsdropa úr holum lófa sór á koll ómálga barna, hastarleg kenniing — það hefði aðeims verið á fyrstu tímum kristninnar, að „þeim, sem skíra átti, var dyfið niður í vatn“. Norður á Akureyri var Gook og gaf út tölusett rannsófcnarrit ura veru Jónasar í kviði hvalsins, sól- ina í Gíbeon og tunglið í Ajalon- dal. Þann dag, er drottinn gaf Am- óríta á vald ísraelsmönmum, talaði sem sé Jósúa í áheyrn ísraels: „Sól, statt þú kyrr í Gíbeon, og þú, tungl, í Ajalondal. Og sólin stóð kyrr, og tunglið staðnaði, unz lýðurinn hafði hefnt sín á óvinum sínum“. Trúðu menn þessu — eða trúðu þeir því efcki? Þar á valt, sagði Gook. Sóknarpresturinn á ísafirði vest- ur gat ebki orða bundizit. Hann kom athugasemdum sínum á fram- færi í Kirkjublaðinu, sem biskup •landsins gaf út. „TJmdrið það er svo prófsteinninn. Sé farið að efa þá frásögn eða það undur, þá er allt farið — allt lygi og svik Fraitvhald á 212. síðu T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 199

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.