Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Page 17
Krákuvatn Hvern gæti núna, gamla vatnið mitt, rennt grun í það, hve fagurt ríki þitt var áSur, þegar bylgju, lita leir, að löndum færði blíður sunnanþeyr. Þitt fuglalíf var fjölskrúðugt og glatt, úr felum andamóðir synti hratt, og niður bakkann þutu oft til þín úr þéttu grasi álút keldusvtn. Þá aldan kvik við hola bakka hló og hver ein leyniglufa froðu spjó, um bakkans vik ég gekk og heyrði hljóm, sem hefði jörðin tungu slett í góm. Og mýrin allt um kring þér féll í fang. Hún fann og þekkti hvern þinn undirgang. Hvert lækjardrag og rás, sem til þín rann, í rauðum hyljum þínum legstað fann. Sem barn ég lagði lóðir fyrir ál, og löng var stundum veiðin min og hái. Enn man ég giöggt, hvar veiðitanginn var. Oft veiddi mamma stórar bleikjur þar. Þín undirdjúp ég oft í huga leit, þar aldinn nykur standa hlaut á beit. Hún Inga gamla út með bökkum sá, hvar eins og keraldsbotna ferill lá. Um haustkvöld dimm ég stundum úti stóð. Frá ströndum þínum barst til eyrna hljóð. { bland við niðinn glöggt þá heyrðist gól, sem gréti ungbarn fram við Stangarhól. En nú er vatn þitt horfið, botninn ber, þar bárur aldrei framar vagga sér. í bæn þú starir upp til himins hljótt með hola, blinda, þurra augnatótt. Gísli Halldórsson í Króki. íi ' ' S —- _ T 1 M 1 N N — SUNNUÐAGSBLAÐ 209

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.