Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Síða 9
Inni þyirfti að vera, svo sem sög og öxi, til að ná sundur timbri í eld- inn. Þrjá hesta æitlu-ðuim við að hafa í föri-nni, þar af einm undir farangri okkar. Við ákváðum að fara Krýsuvíkurleiðina, fremur en Grindaskarðaleiðina. Krýsuvíkur- leiðin var mér, fyrrum heima- manni á þeim slóðum, bæði kunn- ari og fegurri. Þótt allgóður vegur væri á köfl- um, gátum við aðeins farið venju- íegan lestagan-g. Við ko-mum því síðari hluta dags til Krýsuvíkur og höfðum þar klukk-ustundar töf hjá fyrrverandi húsbændum og vin- um. Farið var að bregða birtu þegar við komum í hlað í Herdísarvík. Þegar við höfðum losað hestinn við bag-ga sína og hafurtask, tók ég fram lykilinin að bænum, og bárum við farangur ofckar í bæj- ardyr. Bærinn var vitanlega auður og tómur, en prýðilega viðskilinn. Við opnuðum glugga á báðum stöfnum baðstofunnar, því að loft- ið var þungt eftir meira en mán- aðar innilokun. Eftir að hafa litið yfir innan-bæjar, lokuðum við gluggum og bæ og ákváðum að fara austur til Stakkavíkur og fá að liggja þar um nóttina. Er sú leið um þriggja stundarfjórðunga lestagangur, einkanlega eftir að birtu er tekið að bre-gða. Þegar við kom-um til Stakkavíkur, var fólk þar gengið til náða. Við gengum því frá hestum okkar, án þess að gera vart við okkur, og héldum svo til heyhlöðu og bju-ggum þar um okkur í dúnmjúkri töðunni og sváfum vel um nóttina. Þegar við sá-um reykinn ko-nia upp á bænum, gerðum við fyrst vart við okfcur, og þarf ek-ki að lýsa fögnuði hjón- anna yfir, að við vorum komin til að verða nágrannar þeirra næstu árin. Mér er það enn í minni, að þeg- ar við komum í hlað í Herdísar- vík þennan morgun, sagði ég við konu rnína, að ekki vantaði nema fjóra daga upp á, svo að rébt tíu ór væru liðin frá því við fyrst stig Sm fæti á þetta sama hláð, og mér aug í hug, hver yrði til að búa ihér næst, að Þórarni hættum, lífs éða liðnum. Þá h-efði mér líklega fundizt það alger fjarstæða að Iáta ijnér detta í hu-g, að eftir svo til irétt tíu ár stæðum við á þessu Sama hlaði ábúendu-r þessarar ja-rð ar. Svo skammt sjáum við fram. Þar „skyggir skuíld fy-riir sjón“. Þegar við komum heim að Her- dísarvik, fór ég að leysa upp far- angur okkar og Sigirún að talka upp el'dinn, hita kaf-fivatn og sjóða mat. Við bárum í bæinn fatnað ok-kar, rúmföt og eldhúsáhöld. Að máltíð lokinni gengum við austur og vest- ur að sjó á nálæga staði og hirt- um sprek upp af rekanum. Hestar okkar voru hinir spökustu í góð- uni og kjarnmiklum högum, og nóg var vatnið. Við fórum í öll útihús, svo se-m geymsluhús fyrir kornmat og fleira af. forða heimil- isins, svo og smíða'hús í öðrum enda, fjós, hesthús, heyhlöðu, fjár- hús og fleira. Öll voru hús þessi mjög vel frágengi-n og lýstu þrifn- aði og snyrtimennsku viðskiljenda. Við litum inn í fjárhúsin á Gerð- i-nu, svo og sjóbúðir, sem bændur í Selvogi áttu — þeir gerðu þaðan út fyrrum, en þegar við komum þangað var öll útgerð niður lögð, það er ekki hafði verið gert út frá Herdísarví-k síðustu fimm árin. Uppi af lendingunni settumst við niður og virtu-m -fyrir okkur vík- in-a. Stafalogn var á og heiður himinninn, en þó var stórveltu- brim á víkinni og með öllu land- i-nu. Ég held, að í annan tíma hafi ég ekki séð meira brim í Herdís- arví-k í þau ár, sem við bjuggum þar, enda mun logn-brim verða þar stórfenglegasta brimið. Á Eyrar- bakka hafði ég Tíklega einu sinni áður séð svo mi'kið hrim, en síðar aldrei. Við hjónin sátum þarna lan-gar stundir, undrandi yfir hinu mikla hafróti. Þegar að hænum kom aftur, var dagur langt að kvöldi kominn. Ég tók fram ljái og klappaði þá, bjó imig þannig undir næsta dag. Þar eð þá var laugardagur, bárum við út um kvöldið — losuðum bæinn úr grasinu. Eldsnemma á mánudagsmorgun var Kristmundur kominn með sitt iið, son sinn ellefu til tólf ára og kaupamanin, Jón að nafni, fyrrum bónda í Litla-Leðri í Selvogi. Jón vair þá orðinn allroskinm tnaður, bagaður á fæti, og lá hann því við hjá oklkur, þótt Kristmundur og sonur hans færu heim að kvöldi. Jón var fróður rnaður og skemmti- legur og alllesinn. Bezta verk Jóns var að slá, bilaður fóturinn bagaði hann við aðra heyvinnu, og bagaö- uir var Jón við slátt, en varnn þó undravel. Og nú stóðu fjórir að slætti á Herdísarvíkurtúniniu og Sigrún mín sú fimirut-a, þar eð sýnilega var þurrfcur flramundíip. 1 Þessar heyannir okkar í Rer- dísarvík stóðu í tvær vifcur, >á var túnið sl'egið, alhlrt og í hlöð- ur komið. Vorum við öll hln ánægðustu. Túnið hafði sprottið undaravel, þegar þess er gætt, að ald-rei hafði verið unnið á túninu, utan það, að fráfarandi hafði lát- ið róta vel úr öllum hlössum, sem honum bar þó ekki skylda til. Við Sigrú-n bjuggumst til ferð- -ar heim að Hvaleyri daginn eftir túngjöldin. Heima á Hvaleyri var vinnustúlka okkar og tveir ung- lin-gar, dóttir okka-r, fimmtán ára, og drengur litlu yngri, sem stúlk- an átti. Þau voru þar með tvær eða þrjár kýr og mjólkin se!d til k-aupstaðarins. Á heimleið lá leið o-kkar ekki um Krýsuví-k sem í austurleiðinni. Völdum held-ur hina fornu alfaraleið Selvogs- manna, Grindaskarðaleið, norð- vestur yfir fjölli-n um Kerlingar- skarð. Eftir útliti lofts var sýni- legt, að þerrikaflanum, sem svo lengi hafði varað, myndi lokið í svipinn, og var sannarlega búinn vel að gera. Mest af því, sem við flubtum með okkur austur, svo sem rn-at- ar- og kaffiáhöld, skild-um við eft ir, svo og annað, sem við mátbum án vera, en þurftum að nota við haustsmalanir og í rétturn, því hvað sem um fé Þórarins yrði, þá varð að hreinsa heimahagana. Um dagmálaskeið fórum við úr hlaði í Herdísarvík, litu-m aðeins inn í Stakkavík til þess að kvéðja og þa-kka fyrir samveru og sam- vinnu. Veður var úrkomulaust, -en drunga-legt. Kristmundur gekk með okk-ur upp að Selstíg, sem liggur upp fjallið. Við vorum ekki komin langt norður á fjallið, er fór áð rigna og hvessa. Svo skyndi- lega kom rigningin og var mikil, og rokið eftir því, að við urðum næstu-m gegndrepa áður en við komum hlífðarfötunu-m uban á okk-ur, og ekki bætti það úr Skálc, a-ð þokan varð svo hnausþykk, að yarla sá fram af eyrum hestanna. Ég hafði aðeins ein-u sinni áður farið þessa leið, og það í björtu og heiðskíru veðrl fyr- ir rösku ári, og m-undi því 1-eið- ina allvel. Vegurinn eða götubroðn- ingaimir norðan og inn á fjallið lágu á greiðfærri leið milli hvamm-s og beiðar. Ég vissi því þ&gar við fórum fram hjá stæfStu hnjúkum og ásum, svo sem TfMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 369

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.