Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Side 10
Svörtuásum og Urðarásliiiu A'ðiins
sást höggva fyrir Hvalhnjók, þeg-
ar við fórum fyrir suðvesturenda
hans. Þokan stækkaði aJlt og giör
breytti öllu, svo að klettadrangar
og smáhólar sýndust ferlegustu
fjöll. Og þannig hélzt veðrið vest-
ur yfir hábrún fjailsins, ofan fyr-
ir efstu brún Grindaskarða. Þá
var sem komið væri allt í einu
inn í annan heim, aðra veröld
Þegar komið er ofan úr efstu og
bröttustu brekku skarðsins, mynd
ast allstór stallur í fjallið, norð-
vestan götunnar. í hvammi þess-
um eða hvilft, sem er vel gróin,
munu flestir lausríðandi, hvort
heldur voru á austur eða vestur-
leið, hafa farið af baki. Það stóðst
á endum, að þegar við komum í
hvamm þennan var allt óveður að
baki: Veður þar þurrt og gott, eng-
in þoka, aðeins dagsbirta.
Þegar við komum í hvamminn
til þess að rétta ofurlítið úr okkur
og fara úr vosklæðum, þá er þar
maður fyrir og er að spenna
hankkólar af tösku sinni og
hlífðarfötum. Hann sá augsýnilega,
hvernig veðrið myndi vera, þegar
upp kæmi á fjallið, enÆg kunnug-
ur bæði vegi og veðri í þessum
slóðum. Maður þessi reyndist vera
Jón Jónsson yngri, bóndi að HHð-
arenda í Ölfusi, einn af fáum Ölf-
j usbændum, sem notuðu þessa leið
til kaupstaðarferða til Hafnar-
fjarðar, jafnvel einnig, þótt ferðin
væri gerð til Reykjavíkur.
Þótt Jón bæri ekki kennsl á
okfcur, þá þekkti ég hann undir
augun. Hann innti nú eftir, hver
við værum og hvaðan við kæmum
úr heyskap, þar eð hann sá am-
boð okkar á reiðingshestinum. Við
sögðum Jóni deili á okkur og hvar
við höfðum heyjað.
Þá segir Jón: „Þú kaupir vitan-
lega villiféð í Herdísarvík“?
, „Hug hef ég á því“, anza ég.
„Þið hljótið að koma ykfcur sam-
I an, hann er í svo slæmri stöðu,
"en þú með allan réttttm þín
megin“, áréttaði Jón.
Ég svaraði því til, að ég hefði
enga löngun til að beita þeim
rétti og myndi ekkj. gera, fyrr en
taQt annað væri þrofið.
Að síðustu gekk Jón að hesti
sínum, opnaði hnakktösku sína og
kom þaðan méð pela, fullan af
f.jkóhíaki. Bauð hann okkur hress-
ingu, hvað við þágum, þar eð
vatnsioppa var enn í höndum okk-
a’r. Að þessu eakramenti loknu lót
Jón peiann 1 tösku sína, kvaddi
okkur með beztu óskum, lagði
tauma á makka og lét hestinn taka
götuna í þrattann og illviðrið, sem
hvein í tindum og brúnum fjalla.
Við stigum á bak og héldum und-
an brekku niður í sólskinið, sem
beið okkar neðan fjalls.
Óveður það, sem geisaði austan
Grindaskarða, kom aldrei nær
Hafnarfirði þann dag en á brún
Grindaskarða, því að sólskin var
og þurrkur allan daginn við sjó-
inn.
Smáútskefjar voru óslegnar í
túni okkar á Hvaleyri, sem við
unnum upp og þurrkuðum, og
var heyskap þar með lokið það
sumarið.
Að þeim töðugjöldum loknum
fór ég til Reykjavíkur á vit við
Þórarin til að heyra, hvernig í
honum lægi um hugsanleg við-
skipti okkar. Ég var búinn að afla
mér öruggra heimilda, sem var að
vísu trúnaðarmáT, um verðlag á
sláturafurðum, svo sem verða
myndi á komandi hausti, Það er í
næstu sláturtíð. Eftir því verðlagi
samdi ég verðskrá og tók þar til,
hvað ég treysti mér til að greiða
fyrir hverja tegund fjárins. Hús
hey og timbur lét ég liggja á
milli hluta fyrst um sinn. Tilboð
mitt í féð var sem hér segir:
Ær, mylkar...á 27,-
Ær, geldar...á 35,-
Sauðir............á 40.
Hrútar............á 30.-
Veturgamalt..á 28.-
Lömb..............á 12,-
Því miður fékk ég ekki verð-
lista Þórarins, en ég man, að allir
flokkarnir voru allmi'klu hærra
metnir heldur en mitt boð var.
Ég man aðeins, að lömbin áttu að
kosta fimmtán krónur.
í verðlagi mínu gerði ég ráð
fyrir að kaupa nokkru verði líf
fjárins, sem á vetur yrði sett.
Tók þar undan lömb og sauði,
sem hvort tveggja fór, eða myndi
fara, í sláturhús þetta haust, þar
eð ég taldi, að ég yrði að borga
Þórarni þá um haustið svo mikið
sem mögulegt væri.
Ég afhenti Þórarni verðlista
minn og óskaði í fullri alvöru, en
hóglega, að hann athugaði vel
þau viðskipti, sem lægju nú í loft-
inu okkar í millum, þar eð verð-
lag gæti versnað enn. Þórarinn
sagði ekkert við þessu. Mér fannst
þó, sem hanm væri heldur mýkri
ákomu heOduT em í 'hið fyrra skipti.
Ég sá, að gagnlaust myndi að tefja
lengur, þakkaði því veittar vel
gerðir og kvaddi hjónin með vin-
semd og virktum.
Tíminn leið óðfluga að réttum,
svo ég varð að fara að fá eitt-
hvað að vita. Að viku liðinni frá
síðustu för minni til Þórarins fór
ég emn að finna hann og satt að
segja, þá bjóst ég ekki við lokk-
andi tilboði frá honum. En það
fór á annan veg. Ég var varla setzt-
ur niður hjá honum, þegar hann
segir, formálalaust:
„Ég hef hugsað mér, að þú fáir
vilja þínum framgengt. Ég geng
að þínu boði, og í einu tilfelli fer
ég lægra, þú færð lömbin á fíu
krónur, en þú bauðst tólf krónur.
Svo læt ét fjármark mitt fylgja
fénu sem kaupbæti. Það er tví-
rifað í stúf hægra og stúfrifað
vinstra“.
Svo auðvelt datt mér ekki í
hug, að þetta yrði. Með annað, serni
Þórarinn átti þar eystra — hús,
hey og timbur á reka — fór hann
niður í tólfhundruð krónur, og
taldi ég harla góð kjör. Þótt þessi
upphæð væri nokkur penimgur,
þetta allt miér nauðsymlegt vel
standandi í góðu ásigkomulagi og
á staðnum. Ég var því mjög glað-
ur við þessi óvæntu tíðindi, sem
engin hætta var á að riftað yrði.
Svo kom frú Ólöf með góðgerðirn-
ar, sem að þessu sinni voru jafn-
rausnarlegar sem fyrrum í Her-
dísarvík. Það stóð næstum á sama,
hve mikið var borðað og drukkið,
leifarnar virtust vera jafnmiklar
og þegar inn var borið. Að góð-
gerðum þegnum segir Þórarinn:
„Ég er búinn að fá hamn Steiina
í Lónakoti til að smala allar rótta-
smalanir í haust með ykkur, og
hanrn á að afhenda þér allt féð
jafnóðum og fyrir kemur. Hann
hefur samhljóða tölur á hverri
tegund og ég gaf þér upp, og
ætla ég, að ekki skakki miklu. Þið
hafið samband ykkar á milli. Þetta
verður þér að kostnaðarlausu".
Þorsteinn sá, sem Þórarimn
nefndi, var fyrrverandi fjármaður
Þórarins, afbragðs fjármaður.
Allt það, sem Þórarinn sagði
við mig að þessu sinni, gladdi mig
ósegjanlega, og var sem ég heíði
himin höndum tekið. Ég hélt heim-
leiðis hlaðinn góðum fréttum.
Fám dögum seinna bar mér
annað happ að höndum og það
óvænt og fyrirhafnarlaust. Fyrir
komandi vetri, hvað veru rnína eða
m
ItMINN
SUNNUDAGSBLAÐ