Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Síða 12
prófessor, sonur Hákonar Bjarna-
sonar á Bíldudal. Ég er þannig al-
nafni afa míns, en við frændurnir
villum dálítið á okkur heimildir
með föðurnafninu, sem orðið er
að ættarnafni. Ég er í beinan karl-
legg kominn af séra Oddi á Mikla-
bæ, og get rakið föðurætt mína
óslitið norður um land frá Söndum
í Dýrafirði alla leið austur í í>ing-
eyjarsýslu. En ég held ég sleppi
því að þessu sinni. Það væri ekki
ólíklegt, að íslendingum væri far-
ið að leiðast að rekja ættir sínar,
svo lengi sem þeir hafa lagt stund
á þá iðju. Móðir mín var Sigríður
Jónsdóttir, Ólafssonar, ritstjóra.
Hún er nú nýlátin í hárri elli.
Þegar ég var að alast upp hérna
í Þingholtunum, var Reykjavík
þarf engan að undra, þótt fyrir-
menn þeirrar tíðar færu sjaldan
leiðar sinnar fótgangandi. Þá voru
allir vegir hér aðeins moldargöt-
ur, og ef dropi kom úr lofti, voru
þeir eitt forarsvað.
— Var nokkuð byrjað að senda
börn í sveit á sumrin, á meðan
Reykjavík var ekki nema tíu eða
tuttugu þúsund manna bær?
— Jú. Ég var mörg sumur í
sveit.
— Hvar var það?
— Ég var tvö sumur í Hraun-
gerði í Flóa hjá séra Ólafi Sæ-
mundssyni, hinum mesta ágætis-
manni. Önnur tvö sumur var ég
í Grafarholti, hjá þeim Björnunum
báðum, Birni Bjarnarsyni og Birni
Birni, og eitt sinn fyrir norðan.
INN RAUÐIÞRAÐUR ALLRA NATTURULOGMALA:
*
Orofa samhengi náttúruaflanna
Virði maðurinn þetta ekki, hlýtur náttúran að snúast gegn honum
Allir íslendingar, sem komnir
eru til vits og ára, hafa heyrt
getið um Hákon Bjarnason skóg-
ræktarstjóra. Störf hans í þágu
lands okkar og þjóðar er í raun-
inni óþarft að rekja. Hitt má vera,
að einhverjum kynni að Ieika hug-
ur á að heyra um það, sem nær
virðist liggja, en mönnum hættir
þó einmitt til að láta sér sjást
yfir, þegar slíkir menn eiga í hlut:
Hverra manna hann er, hverjar
eru helztu endurminningar hans,
hvaða augum lítur hann nútím-
ann?
— Ég fæddist, segir skógræktar
stjóri, í Reykjavík sumarið 1907.
Faðir minn var Ágúst H. Bjarnason
næsta ólík því, sem hún er nú.
Þá var engin byggð sunnan við
okkur, nema Kennaraskólinn. Og
stórt bú í Laufási. Þegar Þórhall-
ur biskup fór að heimsækja bróð-
ur sinn, Vilhjálm á Rauðará, fór
hann ýmist akandi í hestvagni eða
ríðandi. Væri hann ríðandi, fór
hann sem leið lá suður þangað,
sem Landspítalinn er núna. Þegar
hann kom á torfuna fyrir neðan
hús Hans pósts, fór hann af baki
og áði. Steig síðan á bak aftur og
reið í einum spretti inn að Rauð-
ará. Allt í allt var þetta ekki nema
í mesta lagi tuttugu mínútna ferð,
en þeim lá ekkert á, gömlu rnönn-
unum okkar, enda hafði hjól tím-
ans ai>nan hraða þá en nú. Hitt
— Og hvernig líkaði þér sveita-
veran?
— Ágætlega. Allt nema kvía-
rollurnar.
— Það hefur enn verið fært frá
á Suðurlandi á þessum árum?
— Ég sat yfir kvíaám í Hraun-
gerði, einkum fyrri hluta sumars-
ins, á meðan þær voru óþægastar.
Seinni part sumars, þegar þær
voru farnar að spekjast, var þeim
smalað kvölds og morgna. Var það
um tveggja klukkustunda verk í
hvert sinn. Þarna er flatlent og
hvergi afdrep, og alltaf síðan hef-
ur það verið bjargföst sannfæring
mín, að yfirstaða — og reyndar
hvers konar fjárgæzla — sé and-
lausasta verk, sem til er.
372
1 I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ