Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Side 18
EINAR SIGURFINNSSON: / MEDALLANDI UM1920-1925 BÆJATAL OG STUTT LANDSLAGSLÝSING Stefán Hannesson, er bjó lengi að Hnausum, fæddist þar og ólst upp. Hann dó 1927. Hann var minnugur og greinagóður maður og gaf mér nokkuð glöggar upp- lýsingar um eyðibýli á MeðallandL Læt ég skýrslu hans koma hér, en bæti inn í því, sem ég man eða hef sagnir um. Á sumt hefur ver- ið minnzt áður. Stefán segir: „Ég byrja á Syðri-Steinsmýri, þar voru sex býli, en eru nú tvö. Þá er Kumli, sem hefur verið í suðvestur af Efri-Fljótum, en lagð- ist í eyði snemma á öldum. Smá- býli hefur verið milli Hnausa og Feðga, en er ókunnugt um, hvað það hét. Þá vík ég að höfuðbólinu Skarði. Undir það lágu fjórar til fimm hjáleigur. Sauðholt í suðsuð- austri, Kvíholt skammt austur frá staðnum, Staðarholt í suðvestur, Langholt stóð uppi í melabrúninni í norðvestur. Um húsaskipun á Skarði veit ég ekki annað en það, sem ég hef ráðið af bæjarstæðinu. Ég skoðaði það eitt sinn með mér eldri og vitrari manni. Sýndist okkur, að þar hefði verið grafreitur fram af bæjarhúsunum, en ekki gátum við séð merki um kirkju. Að austan verðu við Beraflóð var bærinn Slýjar og þar nokkuð austar Strandarholt. Þar hefur ekki verið byggð síðan um eld. Nú ætla ég að hverfa austur 1 Sjávarmela, þar voru fornu Slýjar og hefur verið stórjörð. Þaðan til norðvesturs voru fomu Hnausar (þessi bæiarstæði munu hafa eyðzt um sama leyti). Nokkru norðaust- ar en fornu Hnausar hefur komið upp bæjarstæði fyrir skömmu, SÍÐARI HLUTI sem haldið er að hafi verið Sel- krókur. Fyrir tæpum hundrað ár- um fannst bæjarstæði í leirunni fyrir norðan Fljótaþúst. Þar er tal- ið, að Selkrókur hafi verið fyrst. Gömlu Oddar voru tvíbýlisjörð. Undir Odda lagðist Helguþúst, sem var fyrir sunnan Breiðuleiru. í norðaustur frá Oddum voru Eiríks staðir, þeir fóru í eyði um Skaft- árelda. í norðvestur frá Oddum voru gömlu Grímsstaðir, þar voru sex, stundum átta, búendur (þetta bæjarstæði hefur sézt greinilega til þessa, er hér um bil í háaust- ur frá Kotey). Síðar voru Gríms- staðir byggðir fyrir ofan Leiru og stóðu þar fram á aldamót. Tveir bæir, almennt kallað á Rofunum, og hinn þriðji Hali, lögðust í eyði fyrir sandfok um aldamótin. í vest- út-norður af Grímsstöðum gömlu er +ali5. að Háamelskirkja hafi staðið. Ósabakki fór í eyði um miðja sextándu öld. Á Ósi var byggð, veit ekki hve lengi. Ós var í norðvestur frá Grímsstöðum, en úr þeirri jörð hefur verið byggð- ur Skurðbær, því mýrarstykkið fyrir austan Koteyjarkíla, sem nú er kallað Skurðbæjarmýri, hét áð- um Ósmýri. Á Skurðbæ voru tveir bændur oge inn til tveir húsmenn. Bæimir stóðu í norðvestur frá Grímsstöðum og Rofum á suður- bakka skurðsins gegnt Ytri-Lyng- um. Þeir eyddust um aldamót. Austm* af Skurðbæ, norður af Grímsstöðum, var um tíma byggt ból, Lyngabakkar, sem var fram- haldsbyggð af Eystri-Lyngum. Vestast í landi Óss eða Skurðbæj- ar var lengi, og nokkuð fram á þessa öld, smábýli, sem hét á Auðn um. Þar austur af var annað smá- býli, Svæður — var fá ár í ábúð. í suður frá Auðnum var Klauf — fyrrum er talið, að þar hafi verið þrjú býli, en síðast var þar einn bær, sem fór 1 eyði upp úr 1880. f leirunni fyrir sunnan Klauf er talið, að hafi verið Einarsklauf og Oddsklauf". Á þessa leið skrifar Stefán Hann- esáon (aðeins smáinnskot frá mér). Norðan við Klaufarrústirnar er Klaufarkvísl, þar voru lengi blá- stararflóð, djúp og grasmikil, en hafa smátt og smátt fyllzt af sandi. Fyrir vestan Klaufarkvísl og Ós- mýri eru Koteyjarkílar og vestast Kílalækur. í vestur frá Klauf er bæjarrúst, sem heitir Borg, mun hafa verið húsmennskubýli frá Kotey, þar norðan við eru Borgarblár og Borgarhólmar. Það er augljóst, að Meðalland hefur verið stórt og fjölbyggt hér- að fyrr á öldum, grasi vaxið næst- um að sjá fram. Það sanna bæ a- rústir, sem fundizt hafa á söndun- um. Svo hefur sandur farið að fjúka frá ströndinni og vötnum, sem hafa borið sand frá jöklum og eldfjöllum, og smátt og smátt eyðilagt graslendið. Bæir hafa þannig lagzt í eyði, sumir verið fluttir og reistir annars staðar í landareigninni. Sandauðnin stækk- ar og þrengir að graslendinu, vötn og lækir stíflast og breyta um far- vegi. En náttúran er starfsöm. Nýr gróður festir rætur og grastoppar myndast og færast út. Hið þrótt- mikla melgras breiðist um sand- ana. Þar koma hólar og haugar, og þar þroskast melurinn og sáir sér í allar áttir. Hans löngu ræt- ur binda sandinn og bjóða öðrum gróðri lífsskilyrði. Þessir sandhól- ar heita melakollar, stórar sand- hæðir heita melaöldur. Og melur- inn var brauðgjafi íbúanna og blaðkan ein hin bezta beitarjurt. Á allbreiðu belti nær sjónum vex melurinn ekki og veldur því ef til vill sjávarselta í sandinum og loftúðanum. En þar grær önnur jurt, sand- eða fjöruarfi, svo að sandauðnin verður algræn nokkr- ar vikur að sumrinu. Sauðfé sæk- ir mjög í þessa jurt og fitnar svo á stuttum tíma, að varla sést jafnfeitt kjöt og af arfafé. Stundum var fjöruarfi reyttur og gerður af mannamatur, þótti hollur og nær- andi. Sums staðar hefur gras náð að festa rætur og jafðvegur myndazt, svo að komnar eru slægjur, þar sem áður var auðn. Hefur þessi víxlþróun gengið um liðnar aldir, 378 TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.