Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Page 12
VS ber að dyrum a^cu cr þdb cf‘>t i iyuaci - smiður frá ísafirði, og tel ég það eitt af okkar miklu höppum, að hann skyldi veljast til þess að halda þessu verki áfram. Það var ekki nóg með, að hann væri bæði afkastamikill og vandvirkur smiður, heldur var hann líka ein- hver ágætasti maður, sem nokkru sinni var á okkar heimili. Hann var einstaklega glaðvær maður, fé- lagslyndur og söngmaður góð- ur. Það var tæpt ár, sem hann var hjá okkur, og það var sannarlega ánægjulegur tími. Þetta vor, 1913, vildi til hjá okkur óhapp svo alvarlegt, að litlu munaði, að af því hlytist dauðsfall, og er raunar óskiljanlegt, að svo skyldi ekki verða. Þegar móðir mín var að koma heim frá Árnes- kirkju, eftir að hafa verið við ferm- — Hvers vegna fór hún ekki með ykkur sjóveg heim? — Það hafði versnað veður á meðan við vorum í Árnesi, og þess vegna vildi hún síður fara sjóleiðina. Við ruddum í bátinn hólrni, pok- um og seglum og fimm eða sex menn voru tiltækir að fara á slys- staðinn. En þar var afarslæm að- staða. Móðir mín lá að vísu niðri í fjöru, en það þýddi ekki, að við kæmumst á bátnum alla leið til hennar. Á milli voru tuttugu til þrjátíu metra langar flúðir (sem á Ströndum heita fúrur), og nú flæddi sjór yfir þær, og þurfti á öllum mannskapnum að halda til þess að verja bátinn broti. En nú gerðist það, sem ég hef ekki skilið enn í dag — nema ef þarna hefur ,Jg hét því þá, ai ég skyldi aldrei framar leggja hönd ai slíku morii" Við skildum síðast við Eirík Guð- mundsson fimmtán ára gamlan. Þá var faðir hans nýlátinn, en hafði fyrir dauða sinn lagt svo fyr- ir, að byggja skyldi steinhús á Dröngum. Og hafði ekki Iátið sig muna um að fylgja því eftir. — Eftir dauða sinn. Eiríkur frá Dröngum heldur nú frásögn sinni áfram. Árið 1912 var nýja húsið steypt í! i þeim stað, sem faðir minn hafði sagt fyrir um. Vorið 1913 var svo húsbyggingunni haldið áfram, því ekki varð henni lokið í einum ófanga, eins og auðskilið er. Þá kom til okkar Ingólfur Ketilsson, SÍÐARI HLUTI ingu Hallgrims fósturbSðður míns* vildi það óhapp til, að gjörð slitn- aði frá söðíi hennar á þeim stað leiðarinnar, sem einna hættulegast- ur var. Þetta gerðist þar, sem heit ir Stóra-Kleif. Hafði verið hlaðinn þar hár kantur, víst um tvær mannhæðir, en neðan við var grýtt fjara. Hún steyptist nú aftur yfir sig og niður í fjörugrjótið. ■ — Hún hefur auðvitað slasazt mikið við svo hátt fall? — Já, hún slasaðist mikið. Hún skarst miMð á höfði og sprunga kom í höfuðkúpuna og auk þess brotnuðu í henni nokkur rif. Það var sendur hraðboði til okkar, karlmannanna, þar sem við vorum að búast til heimferðar á bátnum, en annar fór eftir lækni til Hólma- víkur. það gerzt, sem menn kalla krafta- verk. Ég stökk í sjóinn og hljóp þangað sem móðir mín lá og tók hana í fangið, blóðuga og meðvit- undarlausa, og bar hana út í bát- inn. Öldurnar skullu á mér og náðu mér í mitt læri, og flúrurn- ar voru flughálar. Aldrei skrikaði mér þó fótur (enda hefði þá verið voðinn vís), og ekki fann ég til þess, að mamma væri þung. Þó var hún í hærra lagi á vöxt, mjög þrekin og auk þess farin að fitna, þegar þetta var, enda var hún full níutíu kíló, i tæp tvö hundruð pund. Ég var átján ára þegar þetta gerðist. Það kom oft fyrir seinna, að ég bar mömmu yfir ár eða út í bát, og alltaf fannst mér hún þung — nema í þetta eina sinn. Það var líka næsta algengt, að ég 492 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.