Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 06.06.1971, Side 17
sem fyrstur varð til þess að rjúfa þögnina: „Þetta er ömurlegt kvöld“, sagði hann. í sama bili þagnaði allt, en við fórum að tala saman. Öllum bar okkur saman um það, að aðra eins stund hefðum við aldrei lifað. en þó var okkur efst í huga ánægjan yfir því að hafa fengið að verða slíkrar reynslu aðnjótandi. Að sjálfsögðu vorum við ekkert hræddir, enda hefði það verið und- ai-legt af þrem fullorðnum karl- mönnum á bezta aldri, glaðvakandi og vopnuðum að auki. (Þótt ef til vill hefðu ekki allir getað haft byssunnar mikil not!). Það eitt fannst mér hálf-óviðkunnanlegt, þegar gengið var aftan að mér og staðnæmzt við hurðina bak við mig, enda þótt mér virtist sá aðeins vera að hlusta. Og það játa ég, að ekki hefði ég viljað vera þarna aleinn. Skönnnu seinna litum við út, og var þá dálítið farið að draga úr fannkomunni, svo við fórum inn, fengum okkur bita og bjuggumst til útilegunnar. Því næst fórum við niður fyrir hamrana, lágum þar alla nóttina, en sáum enga tófu. Þegar við fórum að athuga ntálið, sáum við, að fimm tófur — eða kannski réttara sagt, að fimm sinn- um höfðu tófur komið fram á bjargbrúnina um nóttina, en snú- ið við, þegar þær fundu af okkur lyktina. Það var því auðséð, að ekki þýddi að ætla að liggja fyrir þeim þarna, á meðan vindáttin var þessi. — Hvað varð svo úr þessu? — Við fórum heim og réðum ráðum okkar, og það varð úr, að við héldum brott og hugðumst koma okkur fyrir á öðrum stað. En það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur: Við veiddum aldrei neitt og máttum meira að segja þakka fyrir að sleppa lifandi frá þessu ævintýri. í eitt skipti hafði ég komið mér fyrir niðri í fjöru á bak við meira en mannhæðarháan klett, en ekki hafði ég legið þar nema svo sem fimmtán eða tuttugu mínútur. þeg ar ég heyrði skelfileg brimöskur. Ég stökk upp og liljóp í spretti upp fjöruna. Það mátti heldur ekki tæpara standa. Aldan elti mig langt upp á snjó og drangurinn, sem ég hafði haft að hlífiskildi fór Iangsamlega í kaf. Litlu síðar brast á okkur aftakastórhríð, engu betri en bylurinn í Smiðjuvík. Ef ég ætti að lýsa þessari ferð í smáatriðum, yrði það alltof langt mál. Það veitti ekkert af heilli grein undir heimferðina, sem var í meira lagi torsótt. En við skulum sleppa því að sinni. Því einu vil ég bæta við núna, að eina umbun- in, sem við hlutum fyrir allt þetta erfiði, var sú furðulega reynsla sem okkur hlotnaðist kvöldið góða í Smiðjuvík. — En ef við víkjum nú aftur sögunni heim að Dröngum: Var ekki óskaplega einangrað og fá- ferðugt hjá ykkur alla tíð? — Það var kannski ekki eins fjörugt um samgöngur og í lág- sveitum. En það var þó nógu mikið um gesti til þess, að við kynntumst bæði hinni betri og lakari tegund gesta. Einu sinni komu til okkar danskir landmælingamenn og voru hjá okkur á Dröngum í níu vikur. Voru þeir í þrem flokkum. Fvrst kom yfirmaður, sem Styrmir var nefndui'. Hann fékk á leigu tvær stofur hjá okkur og var í þrjá eða fjóra daga. Hann prílaði upp um fjöll og lilóð vörður hér og þar. En hann var bölvaður drambgikk- ur. Ilann skaut heiðlóur á hreiðr- unum niðri á eyrunum á milli ánna einn sunnudag á meðan við, heimafólkið, vorum að lesa hús- lesturinn. Við urðum öll æf út af þessu, en höfðum þó á öllu gát og vorum búin að draga fram bók um fuglafriðun, þegar hann kom lieim með sex heiðlóur í fínni veiði- tösku, heldur en ekki hreykmn. Ég benti honum á að hann befði brotið lög, bæði með því að skjóta alfriðaðan fugl, og eins með hinu, að fara á veiðar án leyfis. Hann skyldi mína slæmu dönsku nógu vel til þess að verða bálreiður mér. Þótti honum það hart, að ég skyldi dirfast að segja honum fyrir verk- um, og kvaðst hann myndi skióta hvern þann fugl, sem hann fengi færi á hér á íslandi. En nú var það ég, sem ekki gat lengur falið bræð- ina undir kurteisishjúpnum. Ég rauk á hann, sleit af honum byss- una og hrinti honum nærri flöt- um. Sagði ég, að byssuna skvldi hann ekki fá á meðan hann væri á mínu heimili. Vesalings dátarnir horfðu á þetta, en hreyfðu hvorki hönd né fót húsbónda sínum til hjálpar. Mér virtust þeir prýðis- menn. Annar þeirra skrifaði mér ágætt bréf einu ári seinna, og á ég það enn. Ég minJiíst lika Islenzks manns, sem til mín kom að susafcVlagi. Hafði hann meðferðis léttari og þjálli regnklæði en ég hafði áður séð, og varð mér að orði við hann, að gaman væri að vita. hvort verzl- anir í Reykjavík myndu ekki fáan- legar til þess að senda manni slíkt þing gegn póstkröfu. Það taldi gest- ur minn ekki óiíklegt, og skildum við að svo mæltu.-Nokkru seinna kom til mín sending — án kröfu og gefins. Það voru regnklæði eins og þau sem ég hafði verið að láta mig dreyma urn og auk þess vin- samlegt bréf frá gestinum. Ég ætla elckert að segja, hver maður- inn var. Ég vil aðeins óska þess að hann lesi þessar línur, því að mér hefur verið hlýtt til hans síðan. Það var ékki si$ur að selja Inát eða gistingu á Dröngum, og það vissi þessi maður sjálfsagt vel, enda taldi hann sig áreiðanlega ekki vera að gefa neina ölrnusu. Hér er það ekkj peningalegt verð- mæti hlutarins. sem er aðalatriðið, heldur hugarþel mannsins. Það má vel vera. að hvorugan okkar hafi munað neitt um verðniæti þessara fata. en hitt munaði mig talsvert miklu. að ég hugsaði með þakklæti til þessa gests, í hvert sinn sem í fór þau ágætu föt. — Það hefur nú teygzt nokkuð úr þessu samtali okkar. Eiríkur, en að lokum langar mig að víkja of- urlítið nánar að þínum persónu- legu högum. Þú kvæntist, eins og aðrir göðir menn? — Já. Ég kvæntist árið 1916. Kona mín er á lífi og heitir Ragn- heiður Karitas Pétursdóttir, dönsk í föðurættina, og fædd i Veiði- leysu á Ströndum árið 1892. Við eignuðumst átta börn, sem öll eru á lífi, utan eitt, sem dó í æsku. — Býr kannski eitthvað af þeim á Ströndum? — Nei, því er nú miður. Það býr ekkert þeirra í sveit. Ég hefði ekkert sett þaö fyrir mig, þótt þau byggju ekki á Dröngum eða ann- ars staðar í sínum heimahögum, ef þau aðeins hefðu ílenzt í sveit og barnabörnin mín fengið að njóta óspilltrar náttúru, gróðurs og dýra. Það er hverjum manni and- leg og líkamleg heilsubót að vera í sem nánustu sambandi við nátt- úruna. — Það finnur maður bezt, þegar hún hefur með einhverjum hætti verið af manni tekin. En Framhald 4 502. slðu. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 497

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.