Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 2
Fyrir einum tveimur árum skrifaði Indriði G. Þorsteinsson grein í Tímann um meðferð höf undarfjár fyrir lestur í bókasöfn um og nefndi greinina „Pening- ar Guðrúnar frá Lundi“. Voru þar rædd nokkuð öll þau undar- legheit og reimleikar, sem birzt hafa í þessari furðulegu fésýslu. Nú hefur höfundargjöldum af lestri bóka í söfn'um verið út- býtt einu sinni enn, og kemur þar margt spánskt fyrir sjónir — svo sem það, að ekki hefur sem Guðrúnargjöf hafa hlotið neinn skerf, sem orð sé á ger- andi af fé sínu, heldur hefur það verið fært öðrum á silfur- diskum. Allir þeir sex menn, sem Guðrúnarskerf hafa hlotið að þessu sinni eru að sjálfsögðu vel að höfundarstyrk komnir, jafnt þessum sem öðrum. Hins vegar er nefndin, undarlega svört í augum, er hún ekki sér enn Guðrúnu frá Lundi, eða ýmsa þá höfunda, sem laða fólk öðrum fremur að bókasöfnum. Börn eru til að mynda verulegur hluti bókasafnsgesta, en meðal sexmenninganna, er Guðrúnar- gjöf hlutu nú, er enginn höf- undur, sem lagt hefur rækt við að skrifa bækur, sem börn lesa öðrum fremur. Það var spor í rétta átt, þeg ar það urðu lögfest réttindi, að höfundar skyldu fá einhverja þóknun fyrir bækur sínar í bókasöfnum. Á þá ráðstöfun mátti líka fallast, að stofnaður væri af fénu sjóður, sem skipt væri síðan eftir ákveðnum regl um, þótt sjálfsagt væri, að til kæmi samþykki hvers og eins höfundar, sem eigandi er að þessu fé, til slíkrar sérmeðferð ar á eign hans. Á slíkt samþykki mun enn verulega skorta, þótt höfundar virðist hafa látið kyrrt liggja. Eftir því sem manni Skilst, skal tekjum sjóðs þessa Skipt í þrjá hluta, eins og tí- undinni forðum. Einn hlutinn á að fara í ekknasjóð höfunda, annar til úthlutunar í háum styrkjum til nokkurra höfur.da, en þriðji hlutinn verði greidd ur höfundum eftir eintakafjölda bóka þeirra í bókasöfnum, en ekki eftir útlánaskrám. Að þessu sinni virðist 600 þús kr. hafa verið varið í stóra styrki, en síðan á að greiða rúm 500 þús. til höfunda „eftir ein- takafjölda", og hljóta þá greiðslu um 400 manns, svo að rúmar þúsund krónur verða á mann til jafnaðar, og verður enginn feitur af þeirri skömmtun. Hér skal ekki rætt um þessa undarlegu fésýslu alla né kyn legar tilfæringar hennar, sem eiga sér afar litla samleið með venjulegri rökvísi og siðaregl- um i viðskiptum manna í þessu þjóðfélagi. Aðeins á það bent, og opinberir umsýsluaðilar þessa fjár verða að gera skýr- ari grein fyrir meðferð þessa fjár, tekjum sjóðsins og hvern ig þeim hefur verið varið, enda mun vafalaust ýmsum finnast,- það kynlegt mjög, að ekki koma nema 1100 þúsund til skiptanna. Sú skýrsla kemur vafalaust fljótlega, en hún hefði átt að fylgja úthlutuninni. Þá skal enn minnzt á þann furðulega hátt, sem ákveðinn mun í lögum — líklega að vild rithöfunda sjálfra, eða oddvita þeirra, að greiða lestrarfé eftir eintakafjölda bóka höfunda 1 söfnum en ekki eftir útlána- skrám. Öllum má ljóst vera, að þóknun þessi er greidd fyrir lestur verkanna, á sama hátt og þóknun er greidd fyrir flutning verka í útvarp. Hliðstætt væri að útvarpið greiddi gjald af hverri hljómplötu, sem það á í safni sínu, eða hverri kvikmynda spólu, eða blöð af hverri ljós- mynd í myndasafni sínu, en ekki fyrir flutning hljómverks, sýningu kvikmyndar eða birt- ii u ljósmyndar. Vafasamt er, að slíkur háttur þætti viðhlít- andi. Hvers vegna á að hafa annan hátt á um bækur? Þetta leiðir líka til óréttlætis, sem verður alveg sérstaklega áberandi hér á landi vegna smæðar fiestra bókasafna, og auk þess er þetta áreiðanlega miklu dýrara í framkvæmd, eins og bezt kemur fram 1 því að Rithöfundasambandið virtist þurfa að hafa menn í sendiferð um mánuðum saman til þess að telja bækur í söfnum. Aðeins örfá bókasöfn á landinu geta haft eða átt meginhluta bóka, sem út hefur komið síðustu hálfa öldina. Flest búa við mjög þröngan húsakost og enn naumari fjárráð til bóka kaupa. Þegar þrengist taka flestir safnverðir til þess ráðs að koma „dauðu“ bókunum, eða þeim sem fólk er hætt að fá lánaðar, fyrir í óaðgengileg um geymslum, taka þær hrein- lega af ski-á. Auk þess fer oft- ast svo, að þær bækur„sem eru vinsælt lestrarefni, eru beinlín is lesnar upp og eru ekki til í söfnum. Þess vegna fer svo stundum, að alls ekki er greitt neitt fyrir þau eintök, sem mest hafa verið lesin. Það er sama hvernig þessu máli er velt. Það er óhæfileg skipan að greiða lestrargjald af safnbókum eftir eintaka- fjölda, heldur á að greiða éítir útlánaskránni. Þetta er gjald fyrir lestur bókanna, eru höf undarlaun og á að fara með þau á sama hátt. Útlánaskrár Framrald á bls. 670. 650 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.