Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 4
MARTIN ARMSTRONGi Maðurinn, Að jaínaði finnst mér ekkert óþægilegt að ferðast í rigningu. Ég átti ófarnar tíu mílur á ákvörðun- arstað, þegar vatnið fór að fossa svo mjöig úr loftinu, að tæpast var hægt að kalla slíkt venjulega rign- ingu. Þess vegna stanzaði ég við fyrsta hús, sem varð á leið minni. Húsið stóð um mílu vegar frá næsta þorpi. Ég horfði yfir grind- ina í garðshliðinu. Húsið var ekki ásjálegt við fyrstu sýn, og ég þótt- ist strax sjá, að það stæði autt. Allir gluggar voru lokaðir og hvergi sáust gluggatjöld fyrir þeim. Gegnum glugga á neðstu hæð sá ég bera veggi, auða arin- hillu oig tómt eldstæði. Garðurinn var í órækt, blómabeðin voru full af illgresi. Þér hefði varla dott- ið í hug, að þetta væri blómagarð- ur, hefði ekki girðingin, leifar af gömlum gangstígum og blómstr- andi sýringar, sem hristu af sér vatnið, er vindurinn bærði lauf þeirra, borið þess glöggt vitni. Þú getur þess vegna imyndað þér, hvað ég varð undrandi, þegar ég sá mann koma eftir gang- stignum milli sýringanna og ganga í áttina til mín hægum skrefum. Ekki kom mér þó mest á óvart, að þarna skyldi vera maður heldur hitt, að hann skyldi vera. á lil- gangslausu rjátli í slíkri hellirign- ingu, berhöfðaður og kápulaus. Þetta var fremur feitlaginn mað- ur, sköllóttur, skegglaus og klædd ur eins og prestur. Kvap- kennt yfirbragðið var þrungið ákefð og minnti á gamlar litmynd- ir af William Blake. Ég veitti því strax athygli, hvað handleggirnir héngu máttlausir niður með síðun- um. Hann var mjög skringilegur, vegna þess hvað hann var renn- andi blautur. Hann virtist ekkert taka eftir úrkomunni. En ég tók eftir henni. Vatnið var byrjað að seytla gegnum hárið og niður á hálsinn á mér. Ég herti því upp hugann og ávarpaði manninn: „Afsakið ónæðið, herra. Gætuð þér ljáð itét húsaskjól?'4 sem reykti pípuna Hann hrökik við og leit ráðvillt- um augum á mig. „Húsaskjól?" spurði hann. „Já, meðan á regninu stendur", svaraði ég. „Ó, meðan rignir. Já, herra, það er velkomið, gerið þér svo vel“. Ég opnaði hliðið og fylgdi mann- inum eftir heim að aðaldyrunum. Hann hneigði sig lítið eitt um leið og hann bauð mér að ganga inn á undan sér. „Ég er hræddur um, að þér getið ekki látið fara veru- lega vel um yður hér“, mælti hann, þegar inn í forstofuna kom. „Gangið samt inn, herra, gerið þér svo vel, fyrstu dyr til vinstri". Stofan var stór og á henni var fimmskiptur bogagluggi. Þar voru ekki önnur húsgögn inni en furu- borð og bekkur á miðju gólfi og lítið borð í horninu næst gluggan- um. Á því stóð ljóslaus lampi. „Gerið þér svo vel að fá yður sæti herra", sagði maðurinn og hneigði sig í annað sinn og benti mér með látbragði sínu á bekkinn. Kurteis framkoma hans og orðfæri var dá- lítið gamaldags. Hann settist ekki niður sjálfur, en gékk út að glugg- anum og horfði út í rennvotan garðinn. Handleggir hans héngu enn aflvana niður með síðunum. „Regnið veldur yður auðsjáan- lega minni óþægindum en mér“, sagði ég til að reyna að koma aí stað samræðum. Hann sneri sér við. Ég tók eftir því, að hann sneri ekki höfðinu, heldur varð að snúa sér alveg við til að geta horft á mig. „Nei, nei,“ svaraði hann. „Alls engum. Sannast að segja hafði ég ekki veitt regninu neina eftirtekt, fyrr en þér vöktuð athygli mína á því“. „En þér hljótið að vera mjög vot- ur. Væri ekki skynsamlegra að hafa fataskipti?" „Að hafa fataskipti?“ Augnaráð hans varð Tannsakandi og tor- tryggnisfullt við þessa spurningu. „Fara i þurr föt“. JFara í þurr föt? ó, nei. Svo sannarlega ekki, herra minn. Ef þau eru vot, þorna þau sjálfsagt með tímanum. Það rignir ekki hér inni, er það?“ Ég leit framan í manninn. Hann var í raun og veru að spyrja í einlægni. „Nei,“ svaraði ég. „Það rignir ekki hér inni, guði sé lof“. „Ég er hræddur um, að ég geti ekki boðið yður neinar góðgerðir,“ sagði hann kurteislega. „Hingað kemur kona úr þorpinu kvölds og morgna, en þess á milli hef ég enga hjálp“. Hann var alltaf að kreppa og rétta hendurnar á víxl. „Nema þér vilduð fara fram í eld- húsið og búa yður til tesopa, ef þér kunnið það,“ bætti hann við. Ég afþakkaði boðið, en baðst leyfis að mega reykja vindling. „Gerið þér svo vel“, sagði hann. „Ég er hræddur um, að ég hafi enga að bjóða yður. Hinn maður- inn, fyrirrennari minn, var vanur að reykja vindlinga, en ég reyki pípu“. Hann tók pípu og tóbaks- pung upp úr vasa sínum. Það var hressandi að sjá hann hreyfa hand- leggina. Þegar við vorum búnir að kveikja í hjá okkur, hélt ég áfram samtalinu. Ég fann, að ég þurfti að halda samræðunum vakandi. Ef ég þegði, mundi þessi einkenni- legi gestgjafi minn ekki rjúfa þögn ina, heldur standa kyrr með mátt- lausa handleggina niður með síðun- um og horfa beint fram fyrir sig, annað hvort út um gluggann eða á mig. Ég hvarflaði augunum um tóma stofuna. „Þér eruð nýlega fluttur hingað, býst ég við?“ , Muttur?“ Hann sneri sér hægt við og beindi áköfu, óþægi- legu augnaráði sínu að méf aftur. „Fluttur í þetta hús, á ég við“. „O, nei“, sagði hann. „Svo sann- arlega ekki, herra minn. Ég hef verið hér nokkur ár, eða réttara sagt tæplega eitt ár, en hinn mað- urinn var hér fimm ár á undan mér. — Já, nú eru sjö mánuðír síðan hann fór héðan.“ Hann brostí <652 T t M I N N — SUN NUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.