Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 5
íillt í elnu svo dapurlega., ,Vafa laust munuð þér ekki trúa mér — frú Bellows trúði því ekki — þeg- ar ég segi yður, að ég hef aðeins verið hér sjö mánuði eða þar um bil.“ „Hvers vegna ætti ég ekki að trúa yður, þegar þér segið það,“ svaraði ég. Hann gekk nokkur skref í átt- ina til mín og rétti mér höndina. Ég tók seinlega í hana, þykka, slappa og kalda hönd. Handtakið hafði óþægileg áhrif á mig. „Þökk fyrir, herra“, sagði hann. „Þér er- uð sá fyrsti, áreiðanlega sá fyrsti. . . “ Ég sleppti hönd hans og hann lauk ekki við setninguna. Það var eins og hann hefði gleymt bæði stund og stað. Svo tók hann aftur til máls: „Vafalaust hefði allt farið, vel, ef frænka hefði ekki — ef gamla frænka fyrirrennara míns hefði ekki arfleitt hann að þessu húsi. Hann var betur kominn þar sem hann var. Hann var prestur". Hann hreyfði hendurnar eins og til að vekja athygli á sér. „Þetta eru fötin hans“. Aftur varð hann utan við sig. Það var eins og líkaminn innan í prestfötunum væri lífvana. Allt í einu spurði hann: „Trúið þér á skriftrr?“ „Á skriftir?“ svaraði ég. „Þér meinið á trúarlegum grundvelli?" Hann færði sig nær mér óg var nú kominn fast að mér. „Það sem ég meina,“ sagöi hann, lækkaði röddina og horfði hvasst á mig, „það sem ég meina er þetta: Trú- ið þér að játning, að játa synd — eða glæp, trúið þér að slík játn- ing veiti fróun?“ I-Ivað ætlaði hann að segja mér? Ég hefði helzt viljað svara neitandi til að koma í veg fyrir nokkra frekari játningu af vörum þessa vesalings, en hann hafði spurt svo einlægnislega, að ég gat ekki fengið af mér að vísa spurn- ingunni á bug. „Ég hugsa, að mörgum létti við að segja öðrum, það sem þeim liggur á hjarta“, svaraði ég. „Þér hafið sýnt mér svo mikla samúð, herra,“ sagðí liann og hneigði sig enn einu sinni, „að mig langar til að nota mér góðvild yðar“. Hann lyfti annarri hendinni rneð hirðuleysislegu látbragði og lét hana svo síga aftur. „Munið þér hafa þolinmæði til að lilusta?" Mér fannst hann vera lík- astur sýningarbrúðu í fataverzlun, þar sem hann stóð við hlið mína. Hann kom við annað hnéð á mér. Mér fannst nálægð hans mjög óþægileg. „Vilduð þér ekkj setjast þarna?“ sagði ég og benti á annan enda bekkjarins, sem ég sat á. „Þá mundi mér ganga betur að hlusta“. Hann leit við og horfði alvar- lega á bekkinn, settist síðan niður klofvega. sneri sér að mér og liall- aði sér áfram. Þegar hann var að því korninn að hefja frásögnina, hikaði hann við og leit til dyranna og gluggans. Svo tók hann pípuna út úr sér, lagði hana á borðið, leit svo aftur á mig og sagði: „Leyndar- mál mitt — hið hræðilega leynd- armál mitt er, að ég er morðingi". Þessi játning skelfdi mig, eins og við var að búast, og þó held ég, að hún hafi ekki komið mér á óvart. Öfgafull óheilbrigðin í framkomu hans vakti hjá mér hugboð um eitthvað óvenjulegt, eitthvað and- styggilegt. Ég hélt niðri í mér and- anum og starði á hann og hann starði á móti með skelfingarfullu augnaráði. Hann sýndist bíða eftir því, að ég talaði en mér varð orð- fall í bráð. Hvað gat ég sagt, sem nokkurt vit var í? Það, sem ég loks- ins sagði, var einfeldnislega fjar- stæöukennt. „Og þetta hvílir þungt á samvizku yðar?“ spurði ég. „Hugsunin um þetta ásækir mig,“ sagði hann og kreppti allt í einu hnefana, áður lágu hend- urnar máttlausar á bekknum fyrir framan liann. „Munduð þér hafa þolinmæði til að hlusta?“ Ég kinkaði kolli. „Segið mér, það sem yður liggur á hjarta“. „Ef liinn maðurinn, fyrirrennari minn, hefði ekki keypt þetta liús, hefði aldrei komið neitt fyrir. Hann hefði þá dvalið áfram á prestsetrinu sínu, og ég . . . ég hefði aldrei komið fram á sjónar- sviðið. Þó skal það viðurkennt, að hann, fyrirrennari minn, var ekki hamingjusamur, þar sem liann var áður. Hann átti við ósanngirni og tortryggni að stríða. Það var þess vegna, sem hann flutti hingað fyrst — aðeins til reynslu. Honum var ánafnað tómt húsið, aðeins hús- ið — engin húsgögn, engir pen- ingar — og liann flutti hingað tvo eða þrjá húsmuni — þetta borð, þennan bekk, fáein eldhúsáhöld og rúmstæðl upp á loftlð. Hann ætl- aði aö reyna það fyrsrt. Honum féll vel, hvað húsið var afskekkí, ?n hann þuríti að kynnast því aS öðru leyti. Sum hús eru hættuleg, en önnur eru hað ekki, og hann þurfti að fullvissa sig um, að þetta hús væri ekki hættulegt, áð- ur en hann flytti í það alfarinti.“ Hann þagnaði snöggvast og sagði svo mjög einlægnislega: „Ég vil ráðleggja yður að fara alltaf mjög varlega, þegar þér flytjið í ókunn- ugt hús, vegna þess að sum hús eru mjög hættuleg." Ég kinkaði kolli. „Mjög svo. Rak- ir veggir, slæmt frárennsli og svo framvegis11. Hann hristi höfuðið. „Nei, ég á ekki við það, heldur annað miklu þýðingarmeira,“ sagði hann. „Ég á við sál hússins. Finnið þér ekki“ — starandi augnaráðið varð nístandi — „að þetta er hættulegt hús?“ Hann velti þessari skýringu fyr- ir sér. „Og þér hafið tekið eftir“, sagði hann að lokum, „hvað það er, sem er svo kyniegt við þeíta hús?“ Ég fann það, er hann spurði þessarar spurningar, að húsið var kynlegt. En það var hann, sem olli því með þessari andstyggiiegu óheilbrigði í tali sínu, svo að ég svaraði: „Ekki kynlegra en önnur hús, herra“. Hann blíndi tortryggnislega á mig. „Skrýtið“, sagði hann. „Skrít- ið, að þér skulið ekki finna það, Þó var það svo, að hinn maðurinn, fyrirrennarj minn, fann það ekki í fyrstu. Jafnvel þessi stofa — þessi stofa herra, er hættulega stofan — kom honum ekkert und- arlega fyrir sjónir í byrjun, jafn- vel þótt ýmislegt einkennilegt væri auðsætt hverjum manni“. Ef veðrið hefði. verið orðið gott, hefði ég slitið talinu og farið, því að umræðuefni o« framkoma gamla mannsins varð mér alltaf meira og meira á móti skapi. En veðrið var sízt betra. Það rigndi nú meira en nokkru sinni fyrr og nú var orðið dimmt. Það var auð sjáanlega þrumuveður í aðsigi. Gamli maðurinn stóð upp au bekknum. „Ég hugsa, að ég geti sýnt yður núna, það sem er ein- kennilegt við þetta herbergi“, mælti hann. „Það kemur aðeins fram í myrkri, en ég lield, að nú sé orðið nógu dimmt“. Hann gekk að litla borðinu í liorninu og fór að sýsla við lamp- ann. Er hann liafði kveikt ljósið TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 653

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.