Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 8
og Síðklædd, en þær vantaði Fka kvöidið áður, svo að ég haí'ði efig- um týnt í þokunni og þóttist held- ur góður. Pabbi var að klæða sig, þegár ég kom í bæinn. Hann spurði, hvort ærnar væru allar. Ég svaraði sem var, að tva;r vant- aði. — Varstu kannski með þær l Stekkjarhúsunum í nótt? spurði hann. Ég hálf reiddist því mér fannst þessu felast aðdróttun um, að ég hefði svikist um að halda ánum til beitar, svo að ég svaraði því, að hann skyldi líta inn í husin. Vissi sem var, að ekki var hægt að hýsa ærnar án þess, að það sæist á húsunum. Úr því að ég er farinn að tala um hjásetuna, má ég til með að segja þér — þú þarft ekkert að skrifa það —, að einhverja ógleym- anlegustu og fegurstu sýn, sem ég hef augum litið, bar fyrir mig, þegar ég stundaði hana. Þegar ég fór af stað með ærnar um kvöld- ið, var ákaflega blítt veður. Ró og friður hvíldi yfir öllu. Ærnar dreifðu sér, því ég hnappsat þær aldrei. Ég settist á lækjarbakka. Ég sat oft við lækina— þeir sungu svo vel. Þeir sungu oft fyrir mig ljóðin hans Kristjáns Fjallaskálds. Það var unun mín í einverunni á nóttunni að heyra lækina syngja. Og þeir sungu aldrei sama lagið. Það var annað í kvöld en í gær- kvöldi. Og þetta kvöld fannst mér söngurinn fegurri en nokkru sinni fyrr. Það var í honum meiri fögn- uður. Þegar ég taldi komið lágnætti, fór ég að tína ærnar saman með aðstoð héppa, sem var þægur, eft- irlátur og hlýðinn. Brátt voru all- ar ærnar lagstar, og ég tók að maula nestið mitt, sem ævinlega var bæði nóg og gott — ekki skorti það. Lagði mig svo út af hjá einni ánni, sem hét Mannýg, en svo var hún nefnd af því, að hún átti til að hnippa ónotalega í þá, sem ekki vildu kjassa hana og gæla við hana, þegar hugur henn- ar stóð til þess. Mannýgi notaði ég venjulega fyrir kodda, þegar ég lagði mig í hjásetunni. Líklega hef ég sofnað stundar- korn, en það gerði ég stundum. Það kom ekki að sök, ef ég hafði Mannýg undir höfðinu: Þá vakn- aði ég alltaf, þegar liún stóft upp. Þegar ærnar fóru aftur á Vreik, rak ég þær suður í Skipin, *ey; Óté svo eru nefnd, en þau eru í Blængshólslandi. En samningar voru um það milli pabbá og bónd- ans á Blængshóli, að ærnar þaðan mættu ganga úti í Hnjúksfjalli, gegn því að sitja mætti kvíaærnar frá Hnjúki í Blængshólslandi. í Skipunum var kjarnaland og oft meira í ánum, þegar þær gengu þar. Þarna var líka gott aðhald af klettabeltum og þess vegna lítil hætta á, a'ð ærnar rás- uðu langt. í Skipunum sat ég jafnan undir stórum steini, sem var í laginu eins og skemma. Und- ir honum var alltaf logn, af hvaða átt sem hann blés. Sagt var, að í steininum byggi huldufólk, en ég hræddist það ekkert og varð þess heldur aldiæi var. Þessa nótt háttaði veðri svo, að blæjalogn var og heiður himinn, en dalurinn fullur af þoku, sem lá þó ekki hærra en svo, að þegar sólin kom undan Múlanum, var hún ofan þokunnar. Skein þá um- hverfið allt og glitraði, en þokan í dalnum leit út eins og gullið eld- haf. Svo komu fuglarnir í flokk- um, settust á steinana og sungu, og steinarnir sungu, klettarnir sungu, öll náttúran söng einn dýr- legan lofsöng. Aldrei hef ég orðið hrifnari né glaðari af nokkurri sýn, og það segi ég satt, að ég hágrét af hrifningu og óskaði þess, að í þessu umhverfi, við þessa sýn, mætti ég lifa og deyja. Ekki veit ég, hvað þetta varaði langi, því að ég, gleymdi öllu nema umhverfinu. En þegar ég rankaði við mér, óttaðist ég að hafa týnt ánum. Svo var þó ekki, þær voru allar kyrrar í Skipunum. Þegar bjart var, sá ég á reykn- um á bæjunum, hvenær mál væri komið til að halda heim á leið. En þegar ekki sást til bæja fyrir þoku, eins og nú, þá gat ég áttað mig á júgrum ánna. Þegar þær voru orðnar troðjúgra, var óhætt að síga af stað. Og á því glöggvaði ég mig nú. En um það bil, er ærnar hurfu mér inn í þokuna, þá bar fyrir mig aðra dýrðarsýn. Það voru þrír friðarbogar, hver fyrir öðrum, og á þeim sá ég hvorki upp- haf né endi. Sá innsti var lang- minnstur, og mér fannst hann eins dg lokast um mig. Ég átti erfitt með að slíta mig frá þessu, en þó varð svo að vera. Ég hélt á eftir ánum inn í þokuna og kom með þær heim á réttum tíma. Og hver heldurðu, að trúi svo þessari frá- sögn? Já, þessi sumur, sem ég stund- aði hjásetuna, eru einhver bjart- asti og skemmtilegasti tími ævi minnar. Mér leið aldrei illa af kulda eða öðrum orsökum. Hafði líka smákofa til að skríða inn í, þótt hahn væri raunar ekki annað en skorningur, sem ég refti yfir og hengdi svo einhverja druslu fyrir dyrnar. En kofinn minn gerði sitt gagn, þótt ekki væri hann há- reistur eða íburðarmikill. En þess- ir dagar tóku enda, og brátt kom að því, að ég þótti of stór orðinn til að stunda hjásetuna, og Rögn- valdur bróðir tók við. — Hvernig jörð var Hnjúkur? — Hnjúkur taldist góð jörð, á þeirra tíma mælikvarða að minnsta kosti. Túnið gaf af sér þrjú hundr- uð hesta, og var talið eitthvert stærsta tún í sveitinni. Auðvitað var það allt þýft, eins og tún voru yfirleitt þá. í gegnum það runnu fveir lækir, sinn hvoru meg in við bæinn. Þegar ég þótti of öfl- ugur orðinn til þess að slunda hjásetuna, var ég látinn fara að slá. Undantekningariítið byrjaði túnasláttur á Hnjúki laugardagnin í tólftu viku sumars. Fyrir túna- slátt var venjulega heyjað úti í Hlíðinni. Þar voru beitarhús með hlöðu við, og var heyjað í liana, en heyskapnum þar þannig hagað, að helmingur slægjulandsins var sleginn í ár, en hinn helmingurinn næsta ár. Allt var slegið í spild- um. Ef frostnætur komu, þá var vaknað með' skímu til að slá, það beit svo vel í hélunni. Kvenfólkið sló oft, til dæmis mamma, en þá var hún út ai fyrir sig. Og við strákarnir vorum látnir fara að slá strax og við gátum borið orfið. Jón bróðir fór raunar til Akureyr- ar strax eftir fermingu til þess að læra smíðar hjá Snorra, móður- bróður mínum. Hann kom ekki heim upp frá því nema sem gestur. ákveðinn vinnutími var auðvitað enginn, en staðið meðan skrokkur- inn þoldi. Já, lífsbaráttan þá þætti sjálfsagt hörð nú. Ég man nú varla eftir mjög vondum sumrum á þessum árum. Tíð þótti ekki góð að vorinu, nema búið væri að vinna á og stinga út um krossmessu. Ekið var á völlinn á veturna og til þess nótaðir sleðar, sem kallaðir voru bjóð. Teknir voru ákveðnir dagar til þess að ganga að því verki og T í M I N N — SUNNUDAGSBLA9

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.