Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 10
farið var til kirkjs. Helzt mátti ekki vinna meðan i lestri stóð, nema hvað stúlkur héldu stundum á prjónum, og alls ekkert mátti gera á meðan tekstinn var lesinn. Pabbi las- ævinlega sjálfur. Ekki var trútt um, að okkur krökkun- um fyndist stundum óþarflega langir lestrarnir úr Vídalíns- postillu og Helgapostillu. Á langa- föstu voru svo Passíusálmarnir lesnir. Mamma lét okkur krakkana ævinlega signa okkur, lesa faðir- vor og fara með bænir á kvöldin — passaði það eins og að gefa okkur að borða. Og eins á morgn- ana, þegar við komum á fætur. Mamma var að ýmsu ólík pabba, róleg hæglætiskona, föst fyrir, skipti gjarna skapi, svo að merkt yrði. Kom samt oftast sínu fram og miðlaði molum, þegar á þurfti að halda. Eitt sinn bar þeim nokk- uð á milli, pabba og manni þarna í sveitinni, og þá varð honum að orði: „Ég held hún Halldóra brúi það“. Systursonur mömmu var eitt sinn í göngum með pabba, sem var með vín í glasi og vildi gefa Gunnlaugi að súpa á. Hann færðist undan, og er pabbi fékk ekki komið í k r, víninu, sagði hann: „Þetta hefurðu úr henni Halldóru", og átti þá við stað- festuna í stráksa. Gestrisni var mikil á Hnjúki. Ég man eftir því, að eitt sinn komu feðgar frá Hólakoti neðan af Böggvisstaðasandi, en Hólakots- heimilið var eitt hið fátækasta í dalnum. Þeir vildu ómögulega koma inn, svo að pabbi bað mömmu að færa þeim einhverja hressingu fram. Hún taldi sig nú lítið hafa, sem hún gæti farið með út til þeirra, en hrærir samt graut í glerskál, lætur slátur saman við og mjólk út á og færir feðgunum fram í bæjardyr, þar sem þeir borðuðu svo úr skálinni. Þegar farið var í göngur þótti pabba mjög fyrir, kæmu gangna- menn ekki við, en það gerðu þeir raunar oftast. Þá stóð alltaf kaffi og brennivín á borðum. Annars töldu allir sjálfsagt að veita gest- um, sem að garði bar. Mér er það minnisstætt, að við krakkarnir fór- um oft yfir í Biængshól og brást það ekki, að við fengum þar brauð, smjör, sykurmola og fleira. Á Syðri-Másstöðum var holdsveik kona. Þangað var oft sent'heiman að. Sjálfur var ég dauðsmeykur við heimilið ojj þcrði aldrei að bragða það, sem að mér var rétt þar, þó að ég kynni ekki við ann- að en taka við því. En svona var þetta nú. Ekkert var hugsað um að halda okkur krökkunum frá þessu heimili, þótt svona væri ástatt þar. Maður veiku konunnar kom oft að Hnjúki. Sat hann þá gjarnan með okkur krakkana og lét okkur toga í skeggið á sér, og hló mikið, ef við gátum slitið eitthvað af hárum úr skegginu. Ég hélt því einu sinni fram við Jónas Kristjánsson lækni, að ekki kæihi til mála, að menn hefðu jafnmikla sársaukatilfinn- ingu allstaðar í líkamanum og benti þá á viðskipti okkar krakk- anna á Hnjúki við bóndann á Más- stöðum, en flestir ætluðu alveg að ærast ef togað var í skeggið á þeim. Jónas hló og taldi þetta vel geta staðizt. Sem betur fór kom samneyti okkar við Másstaðaheim ilið aldrei að sök. — Var pabbi þinn harður við ykkur krakkana? — Já. Uppeldið á okkur krökk- unum fannst mér og finnst raun- ar enn hafa verið nokkuð hart. En þó tel ég það hafa verið miklu betra, en afskiptalaysi fólks af börnunum núna. Ef við hefðum heyrt blóta, hefði pabbi slegið okkur. Þó kom það fyrr, að hann tók sjálfur upp í sig. Ég man ekki til þess, að mamma legði til okkar. En hún talaði allt- af við okkur, ef eitthvað fór úr- skeiðis. Hún lét mig stundum lofa því að svara ekki pabba. En ég gat ekki alltaf efnt það. Mér var það stundum alveg ómögulegt, þegar mér fannst hann skamma mig að ósekju. Ég hef líklega við tólf ára, þeg- ar pabbi fór eitt sinn eitthvað að heiman og sagði mér, hvað ég ætti að gera meðan hann væri í burtu. „Og heyrirðu nú þetta?“ sagði hann síðan, dálítið byrstur. Hefur líklega sýnzt ég hlustaði ekki á sig. „Heldurðu, að ég sé heyrnar- laus?“ svaraði ég snúðugt. Svona voru nú svörin. Pabbi var stórlyndur. En mér fannst hann mannkostamaður að mörgu leyti. Hann var einn af þess- um mönnum — sem of mikið er af — eru stirðastir við sína nán- ustu. Pabbi tók barn af sveitinni. Kannski hefur hann fengið eitt- hvað með því fyrstu árin, ég veit það ekki. En hann var betri við það en sín eigin börn. Samt er ég ekki viss um, að uppeldið á því hafi verið betra en á okkur. Hann heimtaði miMa vinnu af okkur, en kannsM þó einkum vandvirkni. Ef strá sást í kró, eftir að við vorum búin að raka þær, þá gekk hann um króna og týndi upp stráin. Auðvitað gerðum við stundum skammir af okkur. Ekki ætla ég nú að fara að tíunda þær, en ég held ég verði samt að segja þér frá einu skammarstriki, úr því að ég er að rugla þetta, og vel þá ekki af betri endanum, enda finnst mér skugginn af því jafnan hafa fylgt mér síðan. Það var snemma vors, að ég var sendur einhverra -erinda yfir á Þverárdalinn. I klettagilinu, sem er að ánni, verptu að jafnaði hrafnshjón. Nú voru ungarnir komnir úr hreiðrinu og sátu á klettasnösum í gilinu. Mér datt í hug, að reyna að hitta hrafnsunga með steini. Það tókst, og unginn steyptist niður í gilið. En hrafnshjónunum varð svo við, að þau fylgdu mér eftir gargandi fram á dal. Ég hef naumast séð eftir öðrum verknaði meira. Við strákarnir vorum alltaf að æfa okkur í því að hitta í mark með steinum. Var ég orðinn svo hæfinn, að varla kom fyrir, að ég missti marks. Ég drap rjúpur með steinkasti. Og þetta athæfi var okk- ur ekki bannað. Ég hefði sanna-r lega tekið í mína krakka, ef þau hefðu tamið sér svona leik. Þegar ég svo seinna las söguna um Davíð og Golíat, þá var ég ekkert hissa á því, þó að Davíð gæti hitt haus- inn á Golíat. Ég hefði sennilega hitt hann líka, þótt sjálfsagt hefði ég ekki kastað eins fast og Davíð. En Davíð var heldur ekM öruggur um að hitta í fyrsta kasti. Hann hafði sex steina tiltæka. Hann hef- ur búizt við, að sér gæti mistekizt. Pabbi keypti Másstaði, vegna dalsins, því að þegar fram á hann kom, náðu illviðrin sér þar ekM. Þar stóð ég yfir sauðunum ,og gemlingunum, og þar lærði ég kverið og biblíusögurnar. Eitt sinn er ég var á heimleið með féð og kominn yfir á Kóngsstaðadal, fór hundurinn, sem fylgdi mér, að rífa niður í skafl og gelta. Ég varð hissa á þessu háttalagi og sagði pabba frá því, þegar heim kom. Hann fór yfir í dalinn, gróf niður í hundskrafsið, og þar fann hann lifandi gemling undir skaflinum. Þarna bjargaði seppi einu kindar- lífi með sínum skilningarvitum, þar sem mannsvitið hrökk ekki til. 458 TtlHINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.