Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 11
Á þessari mynd sér yfir Giaumbæ í Skagafirði og handan hans eylendið, vötnin og Hegranes, en þangað fluttist Svarfdæiing- urinn, sem ekki hikaði við að sundriða Vötnin, Pabbi tók aS sér að ala naut fyr- ir þá Skíðdæli. Leigan eftir naut- ið var einn töðuhestur á hverja kú. Þegar einhver kom að sækja nautið, fór pabbi venjulega með honum, og var svo fylgt aftur til baka. Ekki þótti annað vogandi en tveir menn væru jafnan á ferðinni með tudda, því að fullorðin naut eru ekki nein lömb að leika við, ef í þeim snýst. Ég heyrði frá því sagt, að maður nokkur hefði verið einn á ferð með naut. Sk'yndilega skipti það skapi og ætlaði þegar að leggja manninn undir. Hann greip til þess ráðs að fara á bak nautinu og fékk það ekki komið honum af sér. Og þar sat hann þegar að var komið. Úr því að ég er nú búinn að tala hér um kindur, hunda og nautgripi, þá væri ómaklegt að gera blessuðum hrossunum lægra undir höfði, og þess vegna langar mig til að minnast hér aðeins á þrjár hryssur. Er það þá fyrst hún Ljóska á Þverá. Oft var ég búipn að dást að kænsku hennar og hyggjuviti, þegar ég vakti yfir tún- inu á vorin. Hún var nefnilega í túninu á Þverá á hverri nóttu, en aldrei komst upp um Ljósku. Og hvernig stóð á því? Jú, hún kom aldrei ofan úr fjallinu fyrr en svo var áliðið orðið, að allir voru hátt- aðir. Og alla nóttina hélt hún sig á bak við hús, þannig að hún sást ekki frá bænum, þótt einhver hefði litið út. Skömmu fyrir fótaferðar- tíma tók hún svo sprettinn til fjalls og var víðs fjarri, þegar fólkið á Þverá fór á stjá. Þegar hún var að laumast í túnið, fór hún ævinlega löturhægt, smáfikraði sig niður með gilinu, eins og hún væri að gera ráð fyrir þeim möguleika, að einhver væri venju fremur seinn í háttinn. En til baka fór hún í enini roku, sjálfsagt til þess að vera komin sem lengst frá túninu, er fólkið kæmi á fætur, svo að síður félli á hana grunur. , Grá hryssa var einnig til á Þverá. Hún var ættuð úr Skagafirði. Ekki var alltaf hlaupið að því að ná henni, ef það stóð ekki upp á hennar geð. Ég var eitt sinn við- staddur slíka viðureign. Átti þá að króa hana af á milli bæjarhúsanna og djúprar tóftar, en börð lá yfir tóftina þvera. Þegar nú þrengdi að Gránu og hún komst hvorki fram né aftur, gerði hún sér lítið fyrir og liljóp á borðinu yfir tóft- ina. Þá var Grána fótviss og létt- stíg, og skil ég ekki enn í dag, að borðið skyldi ekki brotna. Og þessu hefði ég ekki trúað, ef ég hefði ekki horft á það með eigin augum. Pabbi átti rauða hryssu. Hún var ákaflega gjörn á að fara í heyin á haustin og veturna, og hafði al- veg undravert lag á því að rífa upp skarirnar á torfinu, kæmist hún að heyjunum á annað borð. Voru heyln ekki örugg fyrir Rauðku nema skarirnar væru grjótbornar. En kæmist hún ekki í hey heima, átti hún það til að fara á aðra bæi til heyrána, og þótti þar, að vonum, ógóður gest- ur. Ekki man ég þó til þess, að þessi herhlaup hennar yllu neinu missætti milli Mgranna, og var samkomulag milli bæjanna þarna sérstaklega gott. Það er nú raunar annað mál, en gaman þætti mér að vita, hvort steinarnir tveir á hlaðinu á Hnjúki væru enn á sínum stað. Það er nú að vísu ólíklegt. Annar þeirra var fiskasteinn, sjáanlega ævaforn, því að ofan í hann var komin mikil dæld undan höggunum. Hitt var hestasteinn, eða héstastjaki eii»s og hann var nefndur, og var nafnið efalaust dregið af lagi steinsins, Frftitvhald á bis. 667. «9 T f M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.