Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 12
VS ber að dyrum — Ég fæddist, segir Lára Páls- ; dóttir, í Tungu í Fáskrúðsfirði_ 20. febrúar árið 1901. Faðir minn vaæ 'Páll Þorsteinsson frá Víðivalla- gerði í Fljótsdal. Var föðurætt ¦ hans hin svokallaða Melaætt. Móðir mín hét Elínbörg Stefáns- dóttir og var ættuð úr Húnavatns- 'sýslu. Hún fluttist á foarnsaldri í J Vopnafjörð og var alin upp á Hofi hjá séra Halldóri Jónssyni, sem var föðurbróðir hennar. Amma móður ,'minnar var Elísabet Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð í Húnavatns- sýslu. Er sú ætt kölluð Bólstaðar- hlíðarætt. Foreldrar mínir byrjuðu búskap inn að Víðilæk i Skriðdal. Þaðan fóru þau að Þingmúla og bjuggu þar þangað til þau fluttust að stað og kom oft í heimsókn til okk- ar, aðgreindi okkur gjarna með raðtölum, þegar hann heilsaði okk- ur. „Þetta er númer tíu — Hvar er númer átta"? Þetta og þessu líkt sagði hann oft. Þessi ágæti vinur okkar var norskur og hér Aanen Stangeland. Hann var einstaklega ljúfur og elskulegur maður. — Voru fleiri Norðmenn á Fá- skrúðsfirði á uppvaxtarárum þín- um? — Ég minnist norskrar ekkju, sem venzluð var Strangelandfólk- inu. Hún átti þrjú börn og urðu þau góðir kunningjar mínir. — Fyrst við erum nú farin að tala um útlendinga: Voru Frakkar enn á Fáskrúðsfirði, þegar þú varst að alast þar upp? / jbá daga var Fáskrúðsfjarðar- franskan töiuo meo árangri Lára Pálsdóttir frá Tungu í FáskrúSsfiröi, segir frá æsku sinni — og efri árum i Þjóðminiasafni í hinni ógleymanlegu ritgerð Halldórs Laxness, ísland og Frakk- ]and, er því á einum stað haldið fram, að vestfjarðafranska og Fá- skrúðsfjarðarfranska séu ' „meðal hinna fáu tungna, sem talaðar hafa verið með árangri á Is- landi". Það er ekki ætlunin að leggja hér neinn dóm á þessa full- yrðingu stórskáldsins. Aftur á móti stendur til að spjalla stundar- korn við konu austan úr Fáskrúðs- firði, sem vel man þá daga, þegar franskir áttu þar ekki aðeins dugg- ur sínar, heldur einnfremur sitt eigið sjúkrahús, lækni, kirkju — prest og grafreit. Tungu í Fáskrúðsfirði árið 1898. Höfðu þau þá eignazt átta börn. Einn son skildu þau eftir í Víðivallagerði, fjölskyldunni til skemmtunar, því hjónin þar höfðu þá enn ekki eignazt barn, og þótti sem fleiri, að daufur væri barn- laus bær. Og eitt barn foreldra mihna hafði dáið á meðan þau bjuggu í Skriðdalnum. Það voru því sex börn, sem þau fluttu með sér að Tungu. Og hópurinn hélt áfram að stækka. í Tungu bættust sex börn við, svo að í allt voru þau tólf, sem þar ólust upp. Ég er hið tíunda í röðinni, ofan frá talið. Fjögur eru yngri en ég. Ég man eftir því, að einn góður kunningi okkar, sem heima átti í Búðakaup- — Þeir voru ekki búsettir þar. En þeir komu mikið á sumrin á duggunum sínum. Frá því ég man fyrst eftir mér og allt fram að fyrra stríði, var það gaman okkar barnanna að fylgjast með frönsku duggunum á firðinum. Heima frá Tungu blasir fjörðurinn við, svo hvert skip, sem þar kemur, sést greinilega. Það er meira að segja auðvelt að fylgjast með skipum, sem sigla fyrir utan, á milli ann- arra hafna, þótt þau komi alls ekk- ert inn á Fáskrúðsfjörð. Og á vor- in var það alltaf sama hugsunin, sem gagntók okkur, krakkana, þeg ar við litum til hafs: Hvenæc skyldu duggurnar koma? 660 llMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.