Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 25.07.1971, Blaðsíða 18
Sviptingar aldanna í höfuð- borg Tatara á Volgu-bakka Um þúsundir ára hafa bakkar stórfljótanna verið þeir staðir, þar sem manninum veittust bezt lífs- skilyrði. FljcUn fróguðu landið, þau voru heimkynni veiðifiska, og þau voru samgönguleiðir, sem frumstæðum mönnum var tiltölu- lega auðvelt að nota. Við slík fljót risu hin elztu menningarsamfélög, sem við þekkjum, á legg í fyllingu tímans, og þar hefur þéttbýli ver- ið mest um árþúsundir. Eitt þessara stórfljóta, sem miðl- að hafa mannfólkinu mat og vernd, er Volga. Það er engin til- viljun, að hún er nefnd hin mikla móðir í ævafornum, rússneskum söngvum. Hún hefur verið sönn lífæð á margvíslegan hátt, bæði að fornu og nýju, enda er hún lengsta og vatnsmesta fljót í Norðurálfu, nálega þrjú þúsund kílómetrar frá upptökum til ósa, og meginhlutinn skipgengur. Það þarf engum að koma á óvænt, þegar þess er gætt, að upptök hennar eru aðeins 229 metrar yfir sjávarmál. Ótal skipaskurðir tengja nú Volgu við aðrar stórár og stöðu- vötn, svo að fara má skipum úr Eystrarsalti og Hvítahafi suður á Kaspíahaf. Við Volgu eru sum nafntoguðustu orkuver veraldar- innar, og margar helztu iðnaðar- borgir Sovétríkjanna eru á bökk- um hennar. Vatni er veitt úr henni til frjóvgunar á gífurlega stór landflæmi, einkum á milli Stalin- grað og Kúbýsév. í Volguhéruð- um býr nú fjórði hluti íbúa Sovét- ríkjanna, þar hafa alizt upp sumir frægustu menn þjóðarinnar, og þar gerzt þeir stórviðburðir, sem ráðið hafa örlögum landsins og jafnvel víðrar veraldar. Ein borganna við Volgu er Kaz- an, höfuðborg sjálfstjómarlýð- veldisins Tataríu. Þar er unnið feiknamikið af olíu og gasi úr jörðu, og þaðan liggja leiðslur, sem flytja olíu til Póllands, Aust- ur-Þýzkalands og Tékkóslóvakíu. En auk þess er Kazan eitt af höf- uðsetrum kvikmyndagerðar í Sovétríkjunum. Iðnaður er þar einnig mjög mikill, og á það sér raunar langa sögu, því að þegar á dögum Péturs mikla var stærsta kertaverksmiðja Rússlands reist í Kazan. Loks er Kazan menntaset- ur. Þar er háskóli, sem starfað hef- ur í hundrað og sjötíu ár, og með- al þeirra, sem stundað hafa nám í Kazan, er Leó Tolstoj Á sextándu öld voru Tatarar herskár þjóðflokkur, mjög á far- alds fæti. Þeir hröktu á brott sveit- ir Mongóla, sem þá ógnuðu Evrópu, og stofnuðu sjálfstætt furstadæmi. Þegar þeir höfðu kom ið undir sig fótum, héldu þeir mjög uppi háttum fyrirrennara sinna og gerðu tíðum herhlaup yf- ir Volgu og rændu fólki og fénaði og hverju sem hönd á festi. Þessu fór fram, unz Rússar reistu öflugt virki á Lýsajafjalli, gegnt höfuð- borg Tataranna. Voru viðir í þetta virki telgdir ofar á bökkum Volgu, og síðan var þeim fleytt niður fljótið. Var þetta gert til þess að reisa mætti virkin í skyndi, áður en Tatarar áttuðu sig á því, hvað Framhald á síðu £69 sj|iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiim:iiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii£iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiMiiiiimiiiiiimii) sveitarinnar. Þar varð eitt lambið eftir. Man ég að Rögnvaldur son- ur þeirra hjóna sveif á það og dró það ofan í lambhús, sem stóð þar á túninu. Rögnvaldur hefur nú um langt skeið verið vegavinnuverk- srtjóri á Öxnadalsheiði. Þegar við komum út að Frosta- stöðum var farið mjög að rökkva. Vorum við víst með fjögur lömb, þegar þangað kom. Þegar við kom- um heimundir túnið, sáum við, að það var verið að reka heim fé þar til hýsingar. Var það stór og mynd- arleg hjörð sjálfsagt skipt nokkr- um hundruðum. Þegar þangað kom var okkur tekið með mestu ágætum, og ákveðið að við gistum þar. Á Frostastöðum bjuggu þeir feðgar Gísli Þorláksson og Magnús sonur hans og konur þeirra Sigríð- ur Magnúsdóttir og Kristín Guð- mundsdóttir. Þ'að var úr þarna um kvöldið, að ég fór strax inn að hvíla mig , en Guðbrandur fór með Jóhanni á Yztu-Grund — nú bónda á Úlfsstöðum — ofan að Yztu-Grund með lambið, sem þangað átti að fara, og svo fór Jóhann með honum út að Þverá með löinbin að Þverá og Axlar- haga. Ég var leiddur inn í bað- stofu og fór að hvíla mig. Fékk ég þar ágætar móttökur. Mér er það í minni, þegar Magn- ús og Ólafur Frímann vinnumað- ur hans komu inn frá því að hýsa féð, að þegar þeir fóru að þvo sér, sýndist rjúka mikið upp af hönd- úm Magnúsar. Datt mér í hug að þessi maður hlyti að vera mjög handheitur. Þeir voru að spjalla saman um kindurnar, hvort nokk- uð mundi hafa vantað. Höfðu ekki tekið eftir golmögóttum sauð ný- heimtum. Héldu að hann mundi vanta og sauðahóp með honum. Eftir nokkra stund kom Guð- brandur úr Þverárferðinni. Þótti mér það undrun sæta að hann sagðist hafa gengið á Gísla Gísla- syni á Þverá yfir kvísl af Þver- ánni. Hafði hann komið suður að ánni að hjálpa þeim Guðbrandi og Jóhanni. Lagðist hann yfir kvísl- ina, svo hægt væri að ganga á hon- um yfir. Gísli var afburða hraust- menni og er mér ekki grunlaust um, að fleiri en þeir hafi notið góðs af, ef Þverá var ill yfirferð- ar. Á Frostastöðum vorum við um nóttina og nutum vel hvíldar og hressingar, eftir því sem lúnir drengir geta bezt í skjóli og trausti íslenzkrar gestrisni. Daginn eftir héldum við heim að Miklabæ. Man ég ekki eftir að við kæmum nokkurs staðar við á leið- inni. En þegar heim kom, var ég búinn að týna annarri fótólinni hans pabba míns. Ritað 1950 Þorsteinn Björnsson. 666 V t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.