Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 9
Eyþór Erlendsson Gömul ferðasaga Að Gullfossi og Geysi Ef til vill er náttúran aldrei eins töfrandi fögur og á björtum sumar- morgnum eftir kyrrláta nótt. Aldrei er loftið tærar en þá, né skin sólarinnar dásamlegra. Aldrei eru blómin fegurri en einmitt þá, þegar daggarperlurnar glitra á krónum þeirra. Og aldrei hljómar söngur fuglanna jafnfagur- lega og þá, meðan svefnhöfgi hvilir enn yfir byggðinni.. Sunnudagsmorgunninn 12. júli á þvi herrans ári 1953 var einn af þessym fögru sumarmorgnum, þegar náttúran er i tignarskrúða og miðlar börnum sinum riflega af auðlegð sinni. Ég var þá staddur við Brúará, ofan til við brúna, sem tengir Grimsnes og Biskupstungur, til mikils hagræðis fyrir vegfarendur. Klukkan var aðeins rúmlega sjö, en mjólkurflutningsbill- inn, sem ég var raunverulega að biða eftir, var ekki væntanlegur fyrr en klukkan átta, svo ég hafði nægan tima til þess að gefa gaum að umhverfinu og helztu einkennum þess. Siðar um daginn er svo ætlun min að skoða tvær af mestu náttúrugersemum þessa lands. Geysi og Gullfoss. Við fætur mér streymir Brúará með sijöfnum hraða. Allt yfirborð hennar er skinandi bjart, likt og spegill, sem endurkastar sólarljósinu. Handan við ána blasir Grimsnesið við, iðjagrænt og blómlegt yfir að lita. Litið einstakt fell, sem Mosfell nefnist, ris þar upp af gróðursælu undirlendinu og prýðir umhverfið. 1 fjarska getur að lita fjöl- mörg há og tiguleg fjöll, sem mynda viðfeðman hring umhverfis gróður- fláka láglendisins. Kyrrð og friður rikir hvarvetna nær og fjær. Ekkert hljóð rýfur þögnina nema kliður fuglanna, sem hafast við þarna meðfram ánni. Það er fagnaðarhreimur i röddum þeirra. Að- eins lómarnir tveir, sem virðast móka á vatnsfletinum eru þar undantekning. Þeir eru ekki eins og aðrir fuglar. Hið eina, sem til þeirra heyrist, eru ámát- leg hljóð, er hljóma eins og uggvænleg neyðaróp i friðsælli morgunkyrrðinni. Eftir um það bil klukkustundardvöl þarna við ána sé ég, hvar mjólkur- flutningsbillinn áðurnefndi kemur upp Grimsnesveg og fer mikinn. Er hann brátt kominn þangað, sem ég er og stanzar samstundis og ég gef viðeig- andi merki. Það reynist auðvelt, að fá far með bilnum að Geysi, og verð ég þvi allshugar feginn. Reiðhjól, sem ég hef meðferðis, er látið á bilinn og siðan er ekið af stað. Sækist ferðin nú greið- lega upp Biskupstungur, en ekki er haldið beinustu leið að Geysi. Fyrst er farið austur yfir Tungufljót, þegar að brúnni kemur, siðan niður að Bræðra- tungu og svo þaðan til baka upp byggð- ina austan Tungufljóts. Tekur ferðalag þetta að vonum drjúglangan tima, þvi að stanzað er móts við hvern bæ, til þess að taka mjólk. Loks er ekið aftur vesturyfir Tungufljótsbrú, og svo það- an, sem leið liggur að Geysi. Var klukkan um ellefu, þegar þangað kom. Þegar að hverasvæðinu kemur er numið staðar við byggingu eina all- mikla. Þessi bygging er heimili og iþróttaskóli Sigurðar Greipssonar, sem hann hefur starfrækt um langt árabil af alkunnum dugnaði. Á sumr- um eru þarna og framleiddar hvers- konar veitingar fyrir skemmtiferðar- fólk. Mér varð nú fyrst fyrir að grennslast eftir þvi, hvort i ráði myndi vera að stuðla að Geysisgosi þá um daginn, þvi að það var eðlilega mitt mesta áhuga- mál. En til þess að öruggt megi teljast að hverinn gjósi, verður að láta i hann allmikið af blautsápu, eins og kunnugt er. Ég var svo heppinn að hitta Sigurð Greipsson að máli þegar i stað, og fá hjá honum öruggar fregnir um þetta atriði. Og fréttirnar, sem ég fékk voru hinar ákjósanlegustu, þvi að Sigurður sagði að allmargt skemmtiferðafólk væri væntanlegt að Geysi innan skamms tima og að til stæði að láta hverinn gjósa. Eftir þessar góðu fréttir tek ég að svipast nánar um og beina athyglinni að hinum ýmsu náttúrueinkennum staðarins. Verður mér þá fyrst reikað þangað, sem hinn frægi goshver — Geysir — er, þvi að hann var jafnan efstur i huga minum. Allmargir hverir aðrir en Geysir eru þarna á við og dreif og eru sumir þeirra næsta einkennilegir útlits og raunar frægir, eins og t.d. Strokkur Hann var fyrrum mikill goshver, en hafði nú ekki gosið i nokkra áratugi og virtist blunda i eilifðarkyrrð við fætur vegfarandans. Samt fór það svo, að Strokkur undi eigi hvildinni miklu lengur, þvi að um eða eftir 1960 hóf Eyþór Erlendsson hann aftur að gjósa og hefur siðan gos- ið myndarlegum gosum, með stuttu millibili. Geysir var nyrztí RVertinr,-OTTfi‘ég''sá‘ á hverasvæði þessu. Hann er auð- kennilegur vegna kisilbungu mikillar eða keilu, sem hann er sjálfur mið- depillinn i. Hefur bunga þessi myndast þannig, að kisill úr vatni hversins hefur um ár og aldir hlaðizt upp um- hverfis hverpipuna, unz núverandi á- sigkomulagi var náð. Og enn stækkar bunga þessi árlega af sömu ástæðum. Reynt hefur verið að áætla aldur Geysis með tilliti til þykktar alls kis- ilsins og ýmissa jarðlagseinkenna þar um kring, og hafa fræðimenn á þann hátt komizt að þeirri niðurstöðu, að hverinn muni aðeins vera fárra alda gamall. Er jafnvel talið liklegt, að hann hafi myndazt i sambandi við jarðskjálfta þá hina miklu, sem Odd- verja-annáll getur um, að dunið hafi yfir suðurhluta landsins árið 1294. Enda þótt ráðgátan um aidur Geysis sé mjög heillandi viðfangsefni, hefur þó sú spurning, hver sé hin raunveru- lega orsök sjálfra gosanna verið enn áleitnari i huga fjölmargra fræði- manna og raunar alls almennings. Hafa ýmsar mismunandi skoðanir verið látnar i ljósi til skýringar á þessu Sunnudagsblaö Tímans 561

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.