Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Síða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Síða 12
,,Ég gerðist vitavörður i Hornbjargsvita 1947 og var þar þrjú ár. Þetta gerði ég aðeins til að fá frið til að skrifa. Ég lagðist aftur út 1953 og þá á Galtarvita, þar sem ég er enn. Leit að næði og óspilltri náttúru Ég hef lengst af búið i afskekktinni...Fjöll og haf, það er nú eitthvað, held ég. Fjallið beint á móti vitanum heit- uröskubakur. Nafn sitt mun hann hafa fengið af þvi, að það er eins og hann ausi sig ösku og aur i vorleys- ingum...” Það er ekki komið að tómum kofum, þegar barið er að dyrum hjá Óskari Aðalsteini, rithöfundi, vitaverði á Galtarvita. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að starf vitavarða og veðurathugunar- manna hefur hcr á landi tengzt bók- menntum á eftirminnilegan hátt. Að minnsta kosti mun ekki þurfa að segja það þeim, sem lesið hafa hina ágætu skáldsögu Strandið eftir Hannes Sig- fússon. En það er viðar Guð en i Görð- um, og fleiri hafa iðkað skáldskap en að skrifa. Aftur lagðist ég út árið 1953, og nú á Galtarvita. — Var það lika i þeim tilgangi gert að fá næði til ritstarfa? — Já, tilgangurinn var einn og hinn sami: Leit að næði og óspilltri náttúru. Ég hef þvi lengst af minni starfsævi búið i afskekktinni. — Hvað sagðirðu? Afskekktinni? smáræðis eining á mann, sjávaraflinn þar. — En af hverju heitir vitinn Galtar- viti? — Það er af þvi, að vitinn kúrir norð- an undir Geltinum, i litilii vik, sem Keflavik heitir. Ein af mörgum, sem það nafn bera. Sjálfur er Gölturinn eitt fegursta fjall á öllum Vestfjörðum — Fjöll og haf - það er nú eitthvað fyrir augað vitavörðurinn, sem raðaði sjóreknum likunum skainmt frá húsi sinu i skáld- sögu Hannesar. Hér er nú einn slikur til vor kominn, og þótt ekki fari af þvi sögur, að hann hafi nokkru sinni fengið þann ábæti of- gn á vitavaröarstarf sitt að hafa ódaun rotnandi mannabúka i vitum sér lang- timum saman, — eins og sá stéttar- bróðir hans, sem áður var á minnzt, — þá grunar mig þó, að hann hafi frá ýmsu að scgja. — Mig langar þá fyrst að spyrja þig, Óskar, hvenær þú hafir byrjað þina vitavörzlu, og hvaö hafi komið þér til slikrar ráðabreytni. — Þar er fyrst til að taka, að ég jerðist vUavöröur_á Hornbjargsvita árið 1947 og var þar I þrjú ár. Þetta gerði ég eingöngu til þess að fá frið til — Já, ég sagði það. Ekki man ég nú lengur, hvar ég lærði þetta orð, en mér finnst það ágætt, og ætla að leyfa mér að nota það. Ertu vissum að þú hafir ekki búiö það til siálfur? — Já, alveg viss. Þetta er ekki fund- ið upp af mér — en það er ekki verra fyrir það. — Nú vita það vist allir, sem hlusta á veðurfréttir, að Galtarviti er á Vest- fjörðum. En hvar á Vestfjörðum er hann? — Já,það má vel segja það þeim til fróðleiks, sem ókunnugir eru á þessum slóðum: Galtarviti er norðan við Súgandafjörð. Og það þekkja allir Súgandafjörðinn, þvi þar veiðist svo mikill þorskur. Þetta er einhver mesta verstöð landsins — að minnsta kosti miðað við ibúatölu. Það er ekki nein eða svo sagði að minnsta kosti Ásgeir heitinn Sigurðsson, sem var skipstjóri á Esju i nærfellt mannsaldur. — En sést nokkuð nema fjöll, þaðan sem þú ert? — Fjöll og haf — það er nú eitthvað, held ég. Fjallið beint á móti vitanum heitir öskubakur. Nafn sitt mun hann hafa fengið af þvi, að það er eins og hann ausi sig ösku og aur i vorleysing- um. Hann springur þá allur út i smá- lækjum. Ég man að mér fannst þetta einkennilegt nafn, þegar ég kom þarna fyrst, enda var það um hásumar. En þegar ég var búinn að vera þar i eitt ár og sjá vorleysingar, þóttist ég skilja, af hverju nafngiftin stafaði. — Hvernig var aðkoman á Galtar- vita, þegar þú komst þangað fyrst? Þar höfðu menn hafzt við löngu fyrr, eða var það ekki? 564 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.