Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Síða 4
veggnum. Hún sagðist hafa ætlað að sýna þeim ensku, hvernig menn rotuðu seli en ekki gera þeim neitt. Skömmu síðar fréttum við drukknun Arna i Skörðum, og vissi faðir minn þá, að veiðihjólið hafði ekki komizt til skila og hvert erindi hinna ensku hefði verið, þegar Þórunn gamla sýndi þeim, hvernig rota ætti seli. Faðir minn reið þá til Húsavikur og bað Jakobsen utanbúðarmann hjá Þ. Guð- johnsen að skrifa Tómasi Kent bréf á ensku og segja honum alla málavexti. Jakobsen kunni allvel ensku. Faðir minn fór siðan með bréfið til Tómasár Kent og stóð hjá honum, meðan hann las það. Þegar Tómas lauk lestrinum, lagðist hann flatur á jörðina með augu lokuð og krosslagðar hendur og fætur til merkis um, að hann skildi, hvar veiöihjólið væri niður komið. Fáum dögum siðar fannst lik Árna i Skörðum i Laxárós, og var hjól- ið enn i vasa hans, svo að Tómas Kent heimti það aftur. Utanför Jakobsens. Af þvi að ég minntist áðan á Jakob- sen utanbúðarmann Guðjohnsens þyk- ir mér rétt að bæta hér við frásögn af tiðindasamri utanferð hans. Haustið eftir að þeir atburðir gerðust, sem að framan var frá sagt, sigldi Jakobsen til Kaupmannahafnar ásamt Valdi- mar Daviðssyni innanbúðarmanni hjá Guðjohnsen. Þeir tóku sér far með Húsavikurverzlunarskipi. sem hét „Hariot”. Þeir Voru næsta vetur i Kaupmannahöfn. Jakobsen átti konu á Húsavik, Katrinu að nafni, og tvö eða þrjú ung börn. Hann vildi þvi komast heim sem fyrst vorið eftir og tók sér far með fyrsta verzlunarskipinu. sem sigldi frá Höfn til Akureyrar þetta vor. En Valdimar fór rúmri viku siðar með Húsavikurskipinu Hariot. Valdimar lýsti ferðinni frá Höfn til Húsavikur á þessa leið: Við fengum blásandi byr norður fyr- ir Færeyjar. Þá lægði storminn og sló yfir þoku með isingarúða. Varð þá hált á þiljum uppi, og segl og kaðlar stirð og stöm. Þegar skipið var miðja vegu milli Færeyja og Islands, skall á okkur norðaustan krapahrið, og þegar við höfðum siglt dægur i þvi veðri, voru kaðlar allir orðnir margfaldir að gild- leika, og skipið sömuleiðis allt hlaðið is og snjó, og þó mest á þeirri hlið, sem i veðrið vissi. Skömmu siðar herti frostið og veðr- ið, og hlóðst þá enn klaki á skipið, svo að það tók að hallast. Agerðist hallinn smátt og smátt svo, að skipið lá loks á lunningunni, sem i veðrið vissi, og lét ekki lengur að stjórn. Virtist þá skips- mönnum, sem öll lifsvon væri úti. En 508 af þvi að veðrið virtist heldur vera að lægja, sagði skipstjórinn hásetum að gera úrslitatilraun til þess að höggva svo klaka af skipinu, að það rétti sig. Þeir réðust á kiakabrynjuna á borð- stokknum með öxum og hömrum, og siðan var haldið upp i reiðann og engu hlift, hvorki seglum né köðlum, og hjóst margt sundur. Að þessu vann öll skipshöfnin og farþegar eins og kraft- ar leyfðu. Loks tók skipið að Iyftast og komst á réttan kjöl. Var þá foraðs- veðrinu að slota og frostgrimmdinni að linna, en stórhriðin stóð linnulaust i þrjá sólarhringa. Skipið hafði hrakið langt af leið suður i haf. Þegar hriðinni slotaði, lét skipstjóri sækja varasegl niður i lest, losa skipið við gömlu seglahengslin og seglbúa það að nýju. Var siðan haldið hægt en áfallalaust norður fyrir Langanes og Sléttu inn með Tjörnesi og til Húsavik- ur. Voru þá 60 dagar liðnir siðan Hari- ot lét úr höfn i Kaupmannahöfn. Það er hins vegar af Akureyrarskip- inu að segja, þvi sem Jakobsen tók sér far með i bráðlæti sinu að komast heim, að það kom aldrei fram. Héldu menn. að það mundi hafa hlaðizt svo mikilli klakabrynju að það hefði sokk- ið i hafi austan við tsland. Jakobsen var harmaður af mörgum öðrum en konu hans og börnum, þvi að hann var talinn sæmdarmaður og hvers mann hugljúfi. Valdimar Daviðsson varð siðar verzlunarstjóri á Vopnafirði við verzlun Orum & Wulf þar á staðnum. Skipströnd við Húsavik Ég mun nú segja frá nokkrum skips- ströndum, sem orðið hafa i Húsavik eða nánd við hana á öldinni sem leið, eftir minu eigin minni og sögnum, sem ég heyrði. Það mun hafa verið haustið 1884, að Þ. Guðjohnsen, verzlunarstjóri i Húsa- vik, sendi vöruskipið Ingólf til Grims- eyjar að sækja saltfisk og dún. Með skipinu fór Grimur Laxdal, bókhaldari Guðjohnsens. Þegar lokið var að hlaða skipið við Grimsey, skall á grenjandi stórhrið að nóttu. enda var komið fram i október. Slitnuðu þá akkerisfestar skipsins, en akkerin sátu eftir i botni við Grimsey. Var þá ekki um annað að ræða en hleypa undan veðrinu og reyna að ná Húsavikurhöfn, þótt i dimmri hrið og náttmyrkri væri. 1 dögun um morgun- inn rofaði litið eitt til i lofti, og sáu skipsmenn þá brotsjói framundan og þekktu. að þeir voru komnir upp undir Bakkahöfða. sem er norðan við Húsa- vik. Var skipinu þá vent vestur á fló- ann og tekinn annar „slagur” inn á Húsavik, en skipið hafði engin akkeri til þess að leggjast þar við, og varð þvi að hleypa þvi upp i fjöru hjá Nausta- gili. Þar var brim litið, svo að mönn- um gekk sæmilega að komast á land, en skipið var gert að strandi, þar sem botn þess hafði látið sig. Skip og vörur var siðan boðið upp. Um og eftir 1880 voru Norðmenn ein- ir um alla sildveiði á Eyjafirði. Þeir söltuðu hafsildina i tunnur og fluttu til Noregs. Seint i október 1883 tóku Norð- menn seglskip, sem var með bilað stýri, og ætluðu að láta gufuskip draga það til Noregs til viðgerðar. Seglskipið var mannlaust og tómt að öðru leyti en þvi, að i það voru settar nokkrar tómar sildartunnur. Var seglskipið fest aftan i gufuskipið með sterkum köðlum, og siðan haldið út Eyjafjörð. Þegar kom austur á Grimseyjar- sund, skall á ofsaveður af norðri. Fór seglskipið þá að kippa óþægilega i tauminn, svo að menn sáu ekki annað fært-en höggva á dráttartaugarnar og sleppa seglskipinu lausu. Skipið rak siðan undan sjó og vindi inn Skjálfandaflóa og inn á Saltvik, sem er skammt fyrir innan Húsavik. Þar brotnaði skipið allmikið við fjöruna. Nokkuð af tunnum, sem á þiljum höfðu verið, rak inn á Sjávarsand fyrir botni Skjálfanda. Skipsflakið og tunnurnar var hvort tveggja selt á uppboði, og fengu sveitamenn þar góð kaup úr brakinu, svo sem trjávið til húsagerð- ar og segl til heyvarnar, einnig kaðla, sem raktir voru sundur og flettuð reipi úr þáttunum. Sömuleiðis höfðu bændur góð not.af tunnunum, sem voru seldar á 2 kr. hver. I nóvembermánuði árið 1893 lá ,,A1- freð”, verzlunarskip Guðjohnsens, fullfermt á Húsavikurhöfn og beið eftir byr að sigla þaðan til Kaupmanna- hafnar. Skall þá á afspyrnuveður af norðvestri með frosti og fannkomu, og svo miklu stórbrimi, að sjór gekk upp i 14. tröppu á stiga þeim, er lá frá verzlunarhúsi Guðjohnsens uppi á bakkanum niður i fjöruna. A öðru dægri stórhriðarinnar fór Al- freð að draga legufæri og reka undan veðrinu. Lá skipið þó við tvö góð akkeri með gildum festum. Skipið þokaðist hægt suðaustur vikina, unz það lenti i brotsjóum undan Stangar- bakka. Voru þar þá fyrir i fjörunni og á bakkanum allir verkfærir karlmenn á Húsavik til þess að reyna að bjarga skipsmönnum frá drukknun. Voru þó litlar likur til að það mætti takast, þvi Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.