Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Qupperneq 3

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Qupperneq 3
J ónsmessunótt Þegar ég var,lítil^ hugsaði ég oft um það, að Jónsmessunóttin virtist eitthvað svo töfrandi. Þetta orð bjó yfir svo mikilli dulmögn, að ég hét að vaka eina Jónsmessunótt. Ég hafði drukkið í mig öll þau kynstur af ævintýrum og sögum, sem fram áttu að koma þessa nótt. Þá vaknaði hjá mér spurningin: er þetta allt skáldskapur eða ævín- týraþrá einhvers skýjaglóps? Það gat ekki verið. Jæja, nú kom að þvi að ég ætlaði að vaka. Um kvöldið gekk ég fra bænum, ég var úti i sveit, út um holt og móa. Það fyrsta sem ég varð var við, var það, hversu mikill urmull af jurtum var farinn að blómstra. Það leið á kvöldið, sem var skin- andi fagurt. Kyrrðin var úndra- verð. Móðuskuggi hvildi yfir öllu. Fiðrildin, sem setið höfðu á stein- unum um daginn, hófu sig á loft og svifu yfir blómabyggðina. Ég ósk- aði bara að geta skilið þau og greint hugsanir þeirra. En það varð að vera eins og var. Kyrrðin var eitt- hvað svo unaðsleg. Maður þorði varla að anda. Mér, fannst ég heyra undra hljóð neðan frá vatninu niðri i móunum. Ég labbaði þangað. Hvað var þetta? Hljóðið skýrðist. Ég stanzaði við vatnsbakkann og hlustaði. Ég sá ekkert, en heyrði hljóðið við og við. Mér virtist hálf- gerðum ótta slá yfir mig. 1 hugan- um vöknuðu sögurnar um vatnanykrana, dýrin, sem áttu að lifa i vötnum og komu mjög sjaldan á land. Nei, það gat ekki verið, hugsaði ég. Við vatns- ströndina lagu nokkrir smásteinar. Ég beygði mig óg tók einn i lófann. Er þetta óskasteinn? Steinninn var hálfur blágrýti og hálfur glær með holu i endanum. Þannig var óska- steinninn, hann átti að vera með holu. Það var engin von til þess að ég gæti óskað. Ég kunni ekki óska- bænina eða neina umsögn við steininn. En steinninn er til ennþá Geta þvi þeir sem kunna á slika steina haft gott af honum ennþá. Nú heyrðist hljóðið aftur. Ég stökk niður með vatninu. Kom ég þar að jarðkeldu. Kikti ég niður i holuna og sá lamb þar niðri. Ég gat seiizt i lambið og náð þvi og hélt af stað heim með það. Það var komið yfir miðja nótt, þegar ég kom heim. Þessari Jóns- messunótt gleymi ég aldrei. Ég varð miklu glaðari að finna lambið én þó ég hefði séð r.ykur við vatniö. Flestar Jónsmessunætur hafa eitthvað nýtt i för með sér, bara ef maður er nógu athugull og rólegur. J.A. Þessi mynd er frá Mývatni , þar sem kænunni hefur verið brýnt við kjarri vaxinn vatnsbakkann. — Hún gæti veriö tekin á Jónsmessunótt, þegar albjart er, en sólin ekki komin upp noröur undan Kinnarfjöllum, sem sjást i vestri. Sunnudagsblaö Tímans 531

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.