Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Síða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Síða 12
ALLIR vita hvar Kjarvalsstaðir eru, nýja myndlistarhúsið á Miklatúni. Hitt vita sjálfsagt færri, að i næsta húsi þar fyrir ofan og sama megin Flókagötu er kappsamlega unnið að listsköpun (nánar tiltekið á Flókagötu 54), en þar býr listakonan Matthea Jónsdóttir ásamt fjölskyldu sinni og þar hefur hún vinnustofu. Þangað er ferðinni heitið að þessu sinni til að fræðast um störf hennar og aðstöðu í listinni. Matthea hefur tvivegis hlotið viðurkenningu fyrir verk sin á sýningum evrópskra málara i Oostende i Belgiu en sýningar þessar voru haldnar að tilhlutan Evrópuráðsins. — Hvað um myndlistarnám? — Að loknu skólanámi byrjaði ég þegar skrifstofustörf og stundaði jafnframt nám i kvölddeildum Myndlista og hand- iðaskólans, veturna 1954 - ’55 og svo i Myndlistaskólanum við Mimisveg 1960 - '61. Að öðru leyti er ég sjálfmenntuð i listinni. Það er svo 1966, að ég geri mynd, sem fer á sam- sýningu og árið 1967 legg ég i það aðsýna sjálfstætt. Hve margar einkasýningar hefur þú haldið og hvað um þátttöku þina i öðrum sýningum? Ég hef haldið tvær sjálfstæðar sýningar, fyrri sýningin i Asmundarsal 1967 og seinni i Bogasal Þjóðminjasafnsins 1970. Þá hef ég tekið þátt i samsýningum Félags isl. mynd- listarmanna nokkrum sinnum, fyrst i Listamannaskálanum gamla v/Kirkjustræti 1966 og 1967 og i nýbyggingu Iðn- skólans 1969 og i myndlistarhúsinu nýja á Miklatúni á Lista- hátið 1970. Ég tók þátt i samsýningu Isl. myndlistarkvenna að Hallveigarstöðum v/Túngötu 1967, en sú sýning var haldin i tilefni opnunar hússins. — Telur þú verk þin flokkast. aðallega undir eina stefnu? — Þótt ýmsir hafi heiðrað mig með þvi að flokka verk min til ákveðinnar liststefnu, verð ég að viðurkenna, að ég fylgi raunverulega engri. Ég stend utan þess garðs i minni': eigin sérvizku, og vil vera frjáls og engum háð. Að visu get ég ekki borið á móti þvi, að i listmótuninni sé ýmislegt, sem mér hentar að nota úr einni og annarri myndgerð, eitthvað til að koma þvi verki, sem ég vinn að,á ákveðið stig, list- fræðilega séð, en mér finnst að listamaður megi aldrei verða sliku haður, hann verður þrátt fyrir slik atriði að vera hann sjálfur og enginn annar. Listin er hugsjón, tjáð og sett fram í hugmynd Rætt við Mattheu Jónsdóttur listmálara. Frú Matthea Jónsdóttir við vinnu sina i málarastofunni. Verkiö, sem hún vinnur að er mjögeinkennandi fyrir liststil hennar. 540 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.