Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Qupperneq 13
Þess vegna á ég það líka til að mála eitt i þenna tima og annað i hinn, og tel að þannig finni ég sjálfa mig bezt. Ég mála ávallt eins og mér(þóknast og. dettur i hug hverju sinni, innan þeirra takmarka auðvitað, sem ég er háð i list- smekk og getu. Hversu æskilegtifnun verajað starfa i þess- um dúr skal ég ekkert um segja, tel aðeins, að listamaður þurfi að starfa frjáls og óhábur og velja sér sjálfur verk- svið eftir þvi. Fólk er stundum að segja við mig, að ég muni sameina þetta og hitt i einni mynd og auðvitað getur vel verið, að eitt og annað úr tveim tiltölulega ólikum verkum, geti'komið fram i þvi þriðja, eivég hugsa ekki sérlega mikið um það. Mig myndi heldur aldrei geta dreymt sama drauminn tvisvar, hvað þá heldur alla ævina, eða framhald eins. Þetta verðuralltaðráðast af sjálfu sér, eða þvi valdi, sem á bak við mig býr. Ef einhver segði mér að mála allar myndir i framhaldi af minni beztu eða færa mig nær ein- hverju uppáhaldstizkufyrirbæri á myndlistarsviði, myndi ég aldrei geta farið eftir slikri fyrirsögn, þvi að þá hætti ég að vera frjáls að eigin mati og væntanlega annarra, sem sagt þræll tizkunnar, en á þeim vettvangi virðist mér nógu margir hafa starfað. — Hvert er viðhorf þitt til listar og listamanna? — Viðgetum sagt, að listin sé hugsjón, tjáð i hugmynd, hún byggist á mannlegri tilfinningu, og þess vegna skiptir ekki megin máli, hvaða aðferð listamaður notar i túlkun sinni, svo framarlega sem hann er trúr sinni köllun. Meira máli skiptir það, að hann hafi þá aðferð, sem hann þarfnast til að koma á framfæri þvi sem i brósti hans býr. Sumir málarar hafa hrifið mig mjög með verkum sinum, þeir hafa hlaðið þau slíkri andagift, að það er eins og maður magnist töfraafli við að skoða þau. Ég á hér við t.d. sum verk meistara Kjarvals, Gunnlaugs Schevings, Finns Jónssonar og Jóns Stefánssonar, svo einhverjir séu nefndir. Þá langar mig til að geta þess, að verk nokkurra þeirra listamanna, sem sýndu fyrst á septembersýning- unni 1947 hafa hrifið mig mjög. — Hvað finnst þéí um störf listafélaga? — Það er um félög listafólks að segja, að mér finnst þau hafa verið of mörg og hvert þeirra bera of mikinn svip lokaðra bóka. Það eru bara örfáir útvaldir, sem vita hvað þar er að gerast, eða hvort þau eru til nokkurs gagns. Það á heldur enginn listamaður að vera forgangsmaður félags- lega fyrir það eitt að hann er félagi. Allt heiðarlegt listafólk á lika að fá tækifæri til félagslegrar kynningar. Sýningar- nefnd Félags islenzkra myndlistarmanna hefur nokkrum sinnum verið svo'vinsamlegt, að velja eina og eina mynd eftirmigá samsýningar, félagsins hér i fteykjavik, það er allt og sumt og mér hefur aldrei staðið til boða innganga i félagið, eða neins konar fyrirgreiðsla. Mér hefur reyndar veriðtjao, að vinsamlegir listamenn hal'i Lorið mig þar upp, til inngöngu einu sinni eða tvisvar, en ég ekki hlotið náð meirihlutans. — Hvenær má vænta næstu einkasýningar? — Ég ætla mér að halda sýningu i haust, ef ég fæ einhvers staðar inni. — Hefurðu áhuga á að koma upp einkasýningu erlendis? — Mér hafá boðizt ýmis boðerlendis frá og ýms tækifæri eru i athugun, t.d. hefur mér boðizt vinnuaðstaða i London. En meðan landhelgisdeildan stendur og harðnar, fer ég ekki þangað.Hins vegar hyggst ég fara til Norðurlanda i vor i forvitnisferð. Ég hef selt myndir til Danmerkur og Sviþjóðar og það er verið ab leggja að mér að koma þangað með sýningar. Mig langar aðkanna þabmál. — Hvaða timi dagsins reynist þér beztur til listsköpunar? — Með þvi móti að skipuleggja daginn get ég ætlað heimilisstörfunum vissan tima, og málað þann hluta Frú Matthea Jónsdóttir, listmálari (Ljósmyndirnar með viðtalinu tók Guðjón Einarsson) Eitt mályerka Mattheu —skip. Þau minna á pappirsskipin sem börnin brutu áður fyrr. dagsins sem mér finnst æskilegastur, en það er um miðjan daginn, frá klukkan 13.00 til 17.00 og ætia mér yfirleitt þann tima, enda get ég þá starfað ótrufiuð, þar sem móðir mín býr hjá okkur og hefur ofan af fyrir börnunum. Auk þess tima falla ýmsar stundir til og kannski er ekki alltaf spurt að þvi, hvort eitthvaö varðandi heimilisstörfin sé ógert, sér- staklega ef ég er langt komin með mynd og timinn hverfur frá manni fyrir áhuga á að ljúka verkinu. Sunnudagsblað Tímans 541

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.