Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Qupperneq 16
Hann talaði um einhvern drullupoll, sem hann skyldi aldrei nokkurn tim- ann vitja aftur. Þetta skyldi vera slð- asta skiptið, sem hann stæði hér, skrattanum og árum hans til yndis og ánægju. Já, aldrei, aldrei meir. — Hann hafði einhver orð um það, hann frændi minn, að sér hefði verið nær að vera heima i dag og klessa málningu á bilskúrsþakið, heldur en að hanga hér við ekki neitt. HHann hét þvi að koma hér aldrei framar, — aldrei. Það var þungi i þessu, einhver ógnar þungi. Mér leið illa, ákaflega illa að geta ekki sýnt honum samúð mina. Það getur enginn veiðifélagi sýnt félaga sinum samúð, þegar hann hefur týnt veiði- voninni. — Taktu við þessu, Gunnar minn, heyrði ég Matthias segja, hávaðalaust og án nokkurs metnaðar. Hann bara sagði þetta ósköp hljóðlega, rétt eins og það væri sjálfsagður hlutur að draga honum lax. Þessi yfirlætislausa framkoma Matthiasar, minnti mig á hve sumir menn geta verið litillátir og lausir við sjálfshól. Svona er Matthias, þetta er eigind hans. Furðuleg urðu svipbrigði frænda mins. Svipur hans, sem áður lýsti svo sárum vonbrigðum og niðurbældri gremju, breyttist á svipstundu i fögn- uö og feginleik. Dagsverkið var þá ekki til einskis. — — Þarna liggurðu þá, skömmin þin, sem veittir mér svo langvarandi spennu, kitlandi eftirvæntingar og siðar sárustu vonbrigða og niðurlæg- ingar. Nú skaltu sjá hvor sterkari er, vilji mannsins eða þinn vilji. Þú reyndir með brögðum að komast und- an, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Nú skaltu i frystikistuna og biða þins upp- risudags, sem verður ekki fyrr en á næstu hvitasunnu. Þá skaltu prýða veizluborð dóttur minnar, sem á að fermast”. Ég þóttist heyra þessa fagnaðar- ræðu frænda mins. Hafi hann ekki sagt þetta, þá hefur hann hugsað þetta, og þá kemur það út á eitt.------ — Ég á daginn á morgun, frændi. Þú kemur þá, er það ekki?” sagði ég til að segja eitthvað. — Jú, það máttu bóka. Ég kem, en sérðu þetta? bættí hann við. — Þekk- irðu þetta flotholt?” Jú, ekki gat ég þrætt fyrir það. Flotholtin voru tvö, sem héngu við hann, annað átti ég, en Gunnar hitt. Það lék þá enginn vafi á þvi, að þetta var laxinn með geisla- bauginn, en geislabaugurinn var horf- inn, — hann hafði skolazt af i átökun- um.--------- Svo segja menn að laxveiði sé sport. Jökulsá á Breiðamerkursandi Jökla háu fjöllum frá fiýfur á að vörum, ólgugrá i úfinn sjá undan bláum skörum. Út til græðis engum stæö, ,inn á svæði hranna djúpri blæðir issins æð undir klæðum fanna. Rungan skriður skarasið, skefur hlið og dranga. Sandinn sniður vega víö vatnagríður stranga. Sund og lænur súðavæn sveimar kænan lága. Hýr i blænum hliðin græn hlær viö sænum bláa. Elfarsund, ég á i lund óm af fundi þinum, og er bundinn ættargrund öllum stundum minum. Hallgrimur Jónasson, kennari. (Höf. fór oft mcð ferðafólki um sandinn áður en áin var brúuð og átti stundum i erfiðleikum með yfirför. Visurnar birtust í ljóðabókinni A ör- æfum. sem út kom 1959, og er löngu uppseld.) Nei, laxveiði er miklu meira. Hún er sjálfsögun. Hún getur brotið mann nið- ur i aumustu sjálfsásökun, eða lyft manni upp i æðra veldi eigin vitundar, styrkt jafnvægi sálar og hugarrósemi, — og aukið viðsýni andans. 544 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.