Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1973, Síða 20
 1 þetta sinn má kalla visna- þáttinn „visnabálk úr Borgar- firði”, þvi að visurnar og tilefni þeirra eru skráðar eftir Birni Vigfússyni frá Gullberastöðum. Eyjólfur i Bakkakoti og siðar i Sveinatungu var á leið til þjóð- hátiðar á Þingvelli 1874. Hann var maður vel hagorður. Er hann reið niður á vellina i flokki Borg- firöinga, stanzaði hann við tjald eitt, þar sem gamall maður sat á gæruskinni fyrir tjalddyrum, en þau voru oft kölluð skinn-skjátur i Borgarfirði. Eyjólfur ljóðaði þegar á manninn: Nú skal fara að yrkjast á við austanmanninn. Bezt er þá að byrja þanninn: Bölvaður farðu skjátu-glanninn. Maðurinn á gæruskinninu svaraði þegar: Böivaðu ekki brags i stauti, Borgfirðingur, Mér heyrist á þvi, sem þú syngur, að sóma- munir og æru- ringur. Eyjólfi þótti maður þessi með ólikindum fljótur að svara fyrir sig og spurði, hvaðan hann væri, en hann kvaðst heita Gestur Gamalielsson frá Hæli. (Liklega afi Gests, er siöar varð kunnur og lézt ungur). Tóku þeir siðan tal saman og fór vel á með þeim. Um hjón nokkur, er bjuggu eigi allfjarri, kvað Eyjólfur. Um bóndann: Glennti upp augun, gjarn á raus. Grimmdin sauð i drjólnum. Mammons draugur dyggðalaus drundi i Laugarhólnum. Og um konuna: Kristin heitir kona flá kjafta beitir nöðrum. Sker og reytir mest sem má mannorðsfeiti af öðrum. Ekki er lýsingin falleg og mun fremur gerð i hálfkæringi en fullri meiningu. Sigurgeir, faðir Odds sterka af Skaganum, var eitt sinn kaupa- - maður á Oddsstöðum i Lundar- reykjadal. Eitt sinn, er kona, sem Þuriður hét, kallaði á fólkið heim i matinn, stóð svo á, að Sigurgeir var að ljúka við hólma i slægjunni. Varð honum þá að orði: Iila bitur eggin blá á þó liti fleiri. Hólmaskitur heita má hreint ónýtur Geiri. Geiri var þó afburöagóður sláttu- maður og smiður ágætur. Eitt sinn á siðsumri, er verið var að heyja frá Oddsstöðum uppi á fjalli i mýrlendi, sem kallað var Lymska, vann fólk fram á nótt við að sæta, og var komið myrkur, er heim var haldið. Þá kvað Sigurgeir: Héöan úr Lymsku löbbum glaðir Hður á nótt og dimma fer. Frjálsir skundum nú fótahraðir, fram á brúnina komumst vér. Ljóðin ei yrkja iengur skal. Lendum við öll i SkoIIadal. Eitt sinn var Grimsá I foraðs- vexti og ekki árennileg yfirferðar. Helzt var talið reynandi á svo- kölluðu Norðlingavaði undan bænum Mávahlið. Margt fólk úr Lundarreykjadal var þarna á heimleið frá Akranesi og settist að I Mávahlið, tepptist þar við ána heila nótt. Glatt var á hjalla, þótt fólki þætti töfin leið. 1 þessum hópi var Guðriður húsfreyja i Múlakoti, en sá bær er handan ár, gegnt Mávahlið. Um nóttina kastaði hún fram þessari stöku: Grimsá freyðir boðabreið, bagar tíðum ferðalýð. Það er neyö um næturskeið nú aö biða i Mávahlið. Eitt sinn sat Guðriður Jónsdóttir, húsfreyja i Múlakoti að saumum. Hún hafði keypt stórt pils á upp- boði, og var það úr vænu efni og fallegu. Hún hugðist sauma treyju handa bónda sinum úr pilsinu. Maður nokkur hagorður kom til hennar og kastaði fram þessari stöku: Bæði sniður breitt og sitt bús- af efnum sinum. Konan meður pilsið prýtt passar bónda sinum. Guðriður lét ekki eiga hjá sér og svaraði þegar: Svona getur falskur flutt fræðin eins og refur. Mannorðið sem mjótt og stutt mörgum sniðið hefur. Eitt sinn var Jóhann alþingis- maður Eyjólfsson i Brautarholti á heimleið úr Kollafjarðarrétt. Hann reið hryssu, sem Rotta var kölluð, gott reiðhross. Þá kvað hann: Sit ég Rottu úr réttunum rækalls hrottalega. Bjórinn totta á öæjunum og ber mig flott I selskapnum. Vestur-Islenzka og borgfirzka skáldið Þorskabitur var staddur i Flókadal, liklega um 1880, og sá flökkufjölskyldu tilsýndar á leið til bæjar. Maðurinn hét Jón, en konan var kölluð Gudda, svo og dóttirin. Hundur fylgdi fólkinu, kallaður Svartur. Hrökk Þorskabit þá af munni þessi visa: Ekki hart þær hlaupa um frón húsgagns-snuddurnar. Brúnka, Svartur og bjarti Jón og báðar Guddurnar. Um aðra förumenn, sem oft voru á ferð i Borgarfirði, kvað Þorska- bitur: Höski, Tota, Hemingur, Háski sálar og Gissur, Bjarni þota, Bréffaldur, Bæringur og Jón kengur. A Gullberastöðum i Lundar- reykjadal var til heimilis gömul kona, Þuriður Sigmundsdóttir, ætið kölluð Þura. Hún var hinn mesti visnasjór. Eftirfarandi visur heyrðist hún oft raula fyrir munni sér: Tíðum sungu Tyrfingar titt I drungaveðri. Reykjar- sprungu rokurnar Róms af bungum neðri. Hver skilur nú? Og einnig raulaði hún þessa: Flutt á bls. 550. 548 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.