Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 126. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Perúsk með afrískar rætur Viðtal við Susana Baca sem syngur á Listahátíð í Reykjavík | 24 Tímarit Morgunblaðsins | Færeyingar á Íslandi  Er daður það sama og viðreynsla? Sumartískan Snúna krossgátan Atvinna | Að ráða nýjan starfsmann  Lífsýnataka á vinnustöðum 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 ÞINGMENN repúblikana í Bandaríkjunum hafa flestir komið Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra til varnar eftir að hann bar vitni fyrir tveim þingnefndum á föstudaginn vegna upplýsinga um að banda- rískir hermenn í Írak hefðu misþyrmt og niðurlægt íraska fanga sem þeir gættu. En hvorki repúblikanar né demókratar fóru leynt með, að þeir voru reiðir Rumsfeld fyrir að hafa ekki varað þingflokksformenn við því að hneyksli væri í uppsiglingu. Þingmenn repúblikana sögðu ennfremur, að þeir væru alls ekki vissir um að Rumsfeld myndi sitja áfram sem varn- armálaráðherra ef frekari upplýsingar um mis- þyrmingar á föngum kæmu fram, en Rumsfeld sagði í vitnisburði sínum að við því mætti búast. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona, kvaðst óánægður með að Rumsfeld skyldi ekki geta gefið upplýsingar um hverjir væru yfirmenn bandarísku fanga- varðanna sem misþyrmdu Írökunum, en McCain sagði Rumsfeld hafa beðist „karlmann- lega“ afsökunar á misþyrmingunum og því að hafa ekki upplýst þingið um málið fyrr. Repúblikan- ar reiðir Rumsfeld Washington. The Washington Post. AÐ fara með bílinn í skoðun gefur í huga fæstra sérstakt tilefni til hátíðahalda. Hjá Fornbílaklúbbnum er þessu öðruvísi farið. Í gær var hinn árlegi skoðunardagur Forn- hádegisverði var þrammað um álfabyggðir. Eins og fornbílaeigenda er von og vísa var tek- inn rúntur í Firðinum svo að bæjarbúar fengju að berja nýskoðaða eðalvagnana augum. bílaklúbbs Íslands og eigendur gamalla glæsi- kerra flykktust með þær í skoðun til Frum- herja. Fjörukráin í Hafnarfirði var því næst viðkomustaður fornbílaeigenda og að loknum Morgunblaðið/Golli Eðalvagnar á ferð um Hafnarfjörð TOGSTREITA og núningur milli forseta- embættisins og stjórnkerfisins, einkum gagn- vart utanríkis- og forsætisráðuneytunum, hafa verið opinbert leyndarmál innan stjórn- kerfisins, að því að kemur fram í seinni hluta umfjöllunar Árna Þórarinssonar í Tímariti Morgunblaðsins í dag um átta ára feril Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetaembættinu. Al- varlegasta tilfellið hafi verið á sl. ári þegar utanríkisráðuneytið sá sig knúið til að grípa inn í og fá aflýst fundum sem forsetinn hafði á eigin spýtur og gegnum sín persónulegu sambönd boðað til í Washington með nokkr- um bandarískum embættismönnum. Eftir því sem næst verður komist stafa samskiptaörðugleikarnir sumpart af málefna- legum ástæðum, prótokollmálum, þ.e. hvort forsetinn starfi í þessu samhengi eftir við- teknum og hefðbundnum boðleiðum um ákvarðanir og vinnubrögð, en einnig sumpart af togstreitu stjórnmálamanna og persónu- legri óvild, gamalli eða nýrri. Því er einnig haldið fram að Ólafur Ragnar hafi í sumum tilfellum þótt nokkuð yfirgangs- samur í samskiptum sínum við embættis- menn í stjórnkerfinu og jafnvel sýnt þeim til- litsleysi. „Hann var frekur til fjörsins sem pólitíkus og er frekur til fjörsins sem for- seti,“ segir heimildarmaður. „Ímyndarbreyt- ing er ekki það sama og persónuleikabreyt- ing.“ Samskipti forsetans við önnur ríki og ráða- menn reyna mikið á samstarf við utanrík- áfram gegnum viðkomandi sendiráð. Heimildarmönnum blaðsins ber saman um að alvarlegasta uppákoman í þessum sam- skiptum hafi verið í fyrra þegar utanrík- isráðuneytið taldi sig tilneytt að grípa inn í og fá aflýst fundum sem forsetinn hafði á eig- in spýtur og gegnum sín persónulegu sam- bönd boðað til í Washington með nokkrum bandarískum embættismönnum og, sam- kvæmt sumum heimildum, einnig þingmönn- um; hvorki utanríkisráðuneytið né forsæt- isráðuneytið voru þarna höfð með í ráðum. Stóllinn fyrir dyrnar Einn heimildarmanna í stjórnkerfinu segir: „Þarna varð utanríkisráðuneytið að setja for- setanum stólinn fyrir dyrnar.“ Heimildir úr annarri átt halda því hins vegar fram að fundunum hafi verið aflýst vegna þess að mannskæður fellibylur gekk yfir Washington á þessum tíma og raskaði dagskránni. Ýmsir heimildarmenn í stjórnkerfinu taka undir það að í langflestum tilvikum gangi allt samkvæmt bókinni. En það eru undantekn- ingarnar sem valda töluverðum pirringi í samskiptunum. Því hefur verið haldið fram að þessi pirringur hafi leitt til þess að Hall- dór Ásgrímsson hafi í seinni tíð hætt að fylgja forsetanum í opinberar heimsóknir. Aðrir segja hins vegar að ferðalög forsetans hafi aukist svo að utanríkisráðherra hafi ekki haft tíma til að taka þátt í þeim öllum vegna annarra skyldustarfa. isráðuneytið og mun það hafa gengið misvel eða misilla eftir tímabilum. Stuðningsmenn forsetans halda því fram að árekstrarnir stafi af því að ráðuneytinu mislíki sú viðleitni Ólafs Ragnars að gera forsetaembættið sjálf- stæðara og ekki algjörlega háð frumkvæði utanríkisþjónustunnar. Gagnrýnendur hans innan stjórnkerfisins benda hins vegar á að slík viðleitni eigi sér engar forsendur. Það sé utanríkisráðherra sem hafi forræði yfir sam- skiptum Íslands við útlönd og vilji forseti leggja fram tillögur eða hugmyndir um verk- efni í þeim efnum beri honum að leita til ut- anríkisráðuneytisins sem síðan vinnur málið Togstreita forsetaembættisins og stjórnkerfisins opinbert leyndarmál Fundum forseta í Washington aflýst eftir inngrip ráðuneytis Ólafur Ragnar Grímsson og Halldór Ás- grímsson saman við athöfn vegna inngöngu Póllands í NATO í mars 1999. Morgunblaðið/Kristinn VOPNAÐIR leynilögreglumenn verða um borð í sumum áætlunarflugvélum frá Ástralíu til Bandaríkjanna, samkvæmt samningi sem Ástralar og Bandaríkjamenn skrifuðu undir í gær. Dómsmálaráðherra Ástralíu, Chris Ell- ison, sagði að þær flugferðir sem lögreglu- mennirnir yrðu í yrðu valdar af handahófi. „Þessar öryggisráðstafanir byggjast á löngu samstarfi Ástrala og Bandaríkjamanna í löggæslu, flugöryggismálum og baráttu gegn hryðjuverkum,“ sagði Ellison. Ástralar hafa síðan um jól haft leynilögreglumenn um borð í vélum sem fljúga til Singapore, og frá 2001 hafa þeir verið um borð í vélum í innanlands- flugi. Lögregla í ástr- ölskum flugvélum Sydney. AP. ÞÝSK yfirvöld hafa handtekið 18 ára karl- mann sem grunaður er um að vera höfundur tölvuormsins „Sasser“, sem komist hefur í þúsundir tölva um allan heim. Lögregla og saksóknarar leituðu á heimili foreldra manns- ins í bænum Waffensen á föstudaginn, sagði talsmaður saksóknara í Hannover. Þýska vikuritið Der Spiegel sagði, að leyniþjónustan og alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefðu tekið þátt í leitinni að höfundi Sasser. Ormurinn dreifðist um tölvur um allan heim í síðustu viku og nýtti sér galla í Windows- stýrikerfi Microsoft-fyrirtækisins. Ólíkt mörgum öðrum ormum þurftu tölvueigendur ekki að opna tölvupóstsviðhengi til að Sasser kæmist inn í tölvuna. Hann leitar sjálfur á Netinu að tölvum sem hafa umræddan galla í stýrikerfi og sendir afrit af sjálfum sér í þær. Meintur höf- undur „Sasser“ handtekinn Berlín. AP. Tímaritið og Atvinna í dag ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.