Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ REIÐIR RUMSFELD Þótt flestir þingmenn repúblik- ana í Bandaríkjunum hafi komið Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra til varnar eftir að hann bar vitni fyrir tveim þingnefndum vegna misþyrminga bandarískra her- manna í Írak á þarlendum föngum hafa repúblikanaþingmenn jafnt sem demókratar ekki farið dult með að þeir eru reiðir Rumsfeld fyrir að hafa ekki varað þingheim við því að hneykslismál væri í uppsiglingu. Átök opinbert leyndarmál Togstreita og núningur milli for- setaembættisins og stjórnkerfisins, einkum gagnvart utanríkis- og for- sætisráðuneytinu, hafa verið op- inbert leyndarmál innan stjórnkerf- isins. Alvarlegasta tilfellið átti sér stað á síðasta ári þegar utanrík- isráðuneytið aflýsti fundum sem forsetinn hafði boðað til upp á eigin spýtur. Skortir lagagrundvöll Krabbameinsskrá skortir sterkari lagagrundvöll til að tryggja að hægt sé að krefjast upplýsinga um greind krabbamein hér á landi. Í heilbrigð- isráðuneytinu er nú unnið að gerð lagafrumvarps, sem rennir styrkari stoðum undir upplýsingaöflun. Höfundur Sasser tekinn? Meintur höfundur tölvuormsins Sasser, sem dreifst hefur um tölvur um heim allan frá í síðustu viku, var handtekinn í Þýskalandi í gær. Hann er 18 ára framhalds- skólanemi. Netsamband við lækni Krafa morgundagsins er að geta haft samband við lækni um vef- myndavél. Þetta sagði Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Liðsinnis ehf., á ráðstefnu Samfylkingarinnar um heilbrigðismál í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 63 Hugsað upphátt 59 Myndasögur 58 Listir 30/35 Bréf 58 Af listum 32 Dagbók 60/61 Birna Anna 28 Krossgáta 53 Forystugrein 36 Leikhús 64 Reykjavíkurbréf 36 Fólk 64/59 Skoðun 38/41 Bíó 66/69 Minningar 42/45 Sjónvarp 70 Þjónusta 54 Veður 72 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HJÁ Orkustofnun liggja nú fyrir um 50 umsóknir til Orkusjóðs um fjár- mögnun og aðstoð við undirbúning svonefndra smávirkjana, sem með virkjun vatnsafls er ætlað að framleiða rafmagn til eigin nota eða selja inn á raforkuflutningskerfið. Flestar eru umsóknirnar frá Austurlandi, en einn- ig margar frá Vestfjörðum. Talið er að um 200 slíkar virkjanir séu í notkun í dag, einkum svonefndar heimarafstöðvar við sveitabæi. Fyrir um 50 árum voru heimarafstöðvar yfir 500, flestar undir 30 kW að stærð og fyrst og fremst ætlaðar til einkanota. Með nýjum raforkulögum hefur áhugi á smávirkjunum aukist á ný. Til marks um þetta hafa tvær stærri virkj- anir verið teknar í notkun nýverið, annars vegar í Arnarfirði á Vestfjörð- um og hins vegar við Djúpadalsá í Eyjafjarðarsveit. Stærð þeirra er frá 1,4 til 1,9 MW en samkvæmt raforku- lögunum þarf virkjanaleyfi frá iðnað- arráðherra fyrir virkjanir stærri en 1 MW. Sé uppsett afl minna þarf ekki virkjanaleyfi en skylt er að tilkynna Orkustofnun um raforkuvinnslu ef orkan er seld eða sett inn á raforku- kerfi. Virkjunin við Hvestu í Arnarfirði selur þannig orku inn á dreifikerfi Orkubús Vestfjarða og Djúpadalsár- virkjun selur Norðurorku rafmagn. Víðar selja smávirkjanir öðrum en eig- endum sínum raforku, m.a. við Bursta- bæjarbrekku í Ólafsfirði og á Sleitu- stöðum í Skagafirði. Háðar ýmsum leyfum Smávirkjanir eru einnig háðar fram- kvæmda- og byggingarleyfi viðkom- andi sveitarfélaga og séu þær 100 kW eða stærri eru þær tilkynningarskyld- ar til Skipulagsstofnunar, sem tekur ákvörðun um hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum áður en leyfi er veitt. Þetta getur einnig átt við um virkjanir minni en 100 kW ef fyr- irhugaðar framkvæmdir eru á vernd- arsvæði eða hætta á að þær raski um- hverfinu með öðrum hætti. Þess má geta að Skipulagsstofnun taldi Djúpa- dalsárvirkjun í Eyjafirði, sem gangsett var um síðustu helgi, ekki háða mati á umhverfisáhrifum. Ef uppsett afl virkjana er orðið meira en 2 MW þarf starfsleyfi heil- brigðisnefndar viðkomandi sveitarfé- lags og eftir aðstæðum geta fram- kvæmdir sem þessar verið háðar heimildum frá veiðimálastjóra og Fornleifavernd ríkisins. Þolinmæði þarf til Benedikt Guðmundsson, verkefnis- stjóri hjá Orkustofnun, sagði í samtali við Morgunblaðið að stofnunin aðstoð- aði raforkubændur við að undirbúa smávirkjanir. Stutt væri við frumat- hugun á virkjunarkostum, rennslis- mælingar og aðrar rannsóknir. Að sögn Benedikts er ekki víst að 50 smá- virkjanir verði gangsettar til viðbótar, þó að slíkur fjöldi af umsóknum hefði borist. Spurður um hagkvæmni þessara virkjana sagði Benedikt það liggja fyr- ir að raforkukostnaður þeirra sem reistu eigin rafstöð til heimilis og bú- starfa væri lægri en þeirra sem keyptu orkuna á almennum markaði. Hins vegar mætti deila um hvort meira um- hverfisrask væri að því að reisa 100 smávirkjanir með 100 kW uppsettu afli eða eina virkjun með 10 MW afl. Besti kosturinn, að mati Benedikts, er að virkja bæjarlæk fyrir búrekstur, og eiga síðan afgang til að selja öðrum. Ef menn ætluðu eingöngu að selja öðrum raforku þyrfti nokkuð stóra virkjun, svipaða og Djúpadalsárvirkjun og Hvestuveitu. Orkustofnun vinnur úr fimmtíu umsóknum um smávirkjanir Um 200 slíkar virkjanir eru í notkun víða um land í dag Morgunblaðið/Kristján Unnið að uppsetningu vélabúnaðar í Djúpadalsárvirkjun í Eyjafirði, stærstu smávirkjun landsins, sem gangsett var um síðustu helgi. SÆNSKI bankinn FOREX Bank, sem starf- rækir 70 gjaldeyrisskiptistöðvar á Norður- löndum, hefur hug á að opna útibú hér á landi. Katarina Arnblock, yfirmaður FOREX í Dan- mörku, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun um staðsetningu útibúsins verði tekin fljótlega. Um 60 starfsmenn FOREX hafa verið hér á landi undanfarna viku, öðrum þræði í skemmti- ferð en jafnframt til að kynnast Íslandi og skoða aðstæður fyrir nýtt útibú, að sögn Arn- block. „Við höfum velt því vandlega fyrir okkur hvar eigi að staðsetja útibúið; hvort það eigi t.d. að vera á Keflavíkurflugvelli eða í miðborg Reykjavíkur, en á báðum stöðum er mikil um- ferð ferðamanna,“ segir hún. Forex var stofnað árið 1927 á rakarastofu Gyllenspets á aðaljárnbrautarstöðinni í Stokk- hólmi. Rakarinn áttaði sig á því að margir við- skiptavinir hans voru ferðamenn, sem þurftu á gjaldeyri að halda. Allt fram til 1990 var Forex eina fyrirtækið í Svíþjóð auk viðskiptabank- anna, sem hafði leyfi sænska seðlabankans til að verzla með gjaldeyri. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var yfir 20 milljarðar sænskra króna (yfir 194 milljarðar íslenzkra króna), en fyr- irtækið rekur útibú í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Markmið fyrirtækisins eru að hafa langan af- greiðslutíma, staðsetja útibú sín vel og bjóða hagstætt gengi. Forex vill stofna útibú á Íslandi Morgunblaðið/Árni Torfason Starfsmenn FOREX Bank á tröppum Hótels Bjarkar, þar sem þeir hafa gist undanfarnar nætur. Skærgulur er einkennislitur fyrirtækisins, bæði útibúin og búningar starfsmanna vekja athygli. Á FUNDI allsherjarnefndar Alþing- is í gærmorgun var ósk stjórnarand- stöðunnar hafnað um að fá lögfræði- álit frá Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík og Laga- stofnun Háskóla Íslands um stjórn- skipunarlegt gildi fjölmiðlafrum- varpsins, sem nú er til meðferðar hjá nefndinni, ásamt því hvort það standist réttarreglur EES-samn- ingsins. „Að svo stöddu teljum við ekki ásæðu til þess,“ segir Bjarni Bene- diktsson, formaður allsherjarnefnd- ar, um málið. „Nefndin fær í sínum störfum mikla sérfræðilega ráðgjöf. Við höfum verið að funda með hags- munaaðilum og umsagnaraðilum og höfum meðal annars fengið til okkar sérfræðinga á þessu sviði.“ Spurður um gang umræðna um frumvarpið í nefndinni segir Bjarni: „Það eru ekki í vinnslu á vettvangi nefndarinnar neinar ákveðnar breytingatillögur. Nefndin er að störfum við að leggja mat á þau álit og umsagnir sem kallað hefur verið eftir,“ segir Bjarni. Í fréttatilkynningu frá Samfylk- ingunni segir að krafist hafi verið at- kvæðagreiðslu í nefndinni um þessa ósk en að allir fulltrúar Sjálfstæð- isflokks, Bjarni Benediktsson, Sig- urður Kári Kristjánsson, Birgir Ár- mannsson og Arnbjörg Sveinsdóttir, og Framsóknarflokks, Jónína Bjart- marz, hafi greitt atkvæði gegn henni. Segir jafnframt að sérfræðingar í Evrópurétti hafi nú þegar sagt frammi fyrir nefndinni að það séu verulegar líkur á að frumvarpið brjóti gegn ákvæðum EES-samn- ingsins. Einnig hafi komið fram fjöl- margar athugasemdir um að frum- varpið brjóti í bága við stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Ósk um lögfræðiálit hafnað í allsherjarnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.