Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, er nú í svokallaðri 500 tíma skoðun. Sigurjón Sighvatsson, flug- virki hjá Landhelgisgæslunni, vinn- ur í að yfirfara þyrluna. Þyrlan er í 500 tíma skoðun en þá er hún tekin í sundur, mótorinn sendur utan, all- ir hlutir vélarinnar athugaðir og skipt um slitfleti og aðra vélarhluti. Vinnan við þetta tekur meira en mánuð og verður hún því ekki flug- hæf fyrr en um miðjan júní. Morgunblaðið/ÞÖK Gæsluþyrla tekin í gegn „AÐ okkar mati er innra eftirlit með launum ekki nógu virkt þar sem verkferlum er ekki fylgt eftir sem skyldi. Við skoðun á launavinnslum kom í ljós að stór hluti yfirmanna staðfesti ekki að launalistar væru réttir en þar með er verulegur kostn- aður bókfærður án þess að hafa hlot- ið viðeigandi samþykki,“ segir í end- urskoðunarskýrslu með ársreikningi Reykjavíkurborgar 2003. Jafnframt kemur fram að lífeyr- isskuldbindingar Reykjavíkurborg- ar hafi hækkað umtalsvert á liðnum árum og vegi orðið þungt í heildar- skuldum borgarinnar. „Með tilliti til þess og til að auðvelda raunhæfa áætlanagerð í framtíðinni teljum við þörf á mati sérfræðinga á því hvað þessar skuldbindingar eru líklegar til að breytast mikið á næstu árum miðað við mismunandi forsendur.“ Þetta er í fyrsta skipti sem utan- aðkomandi aðilar sjá um að endur- skoða reikninga borgarinnar, en Grant Thornton endurskoðun ehf. tók það að sér eftir útboð. Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn það hafa kostað mikla vinnu að endur- skoða reikninga borgarinnar með þessum hætti í fyrsta skipti, en end- urskoðendurnir hafi staðið sig vel og búi að þeirri þekkingu næstu árin. Efla á þekkingu stjórnenda Laun og tengd gjöld urðu 915 milljónum króna hærri en fjárhags- áætlun 2003 gerði ráð fyrir. Af þeirri hækkun eru 170 milljónir króna vegna starfsmats sem var óuppgert í árslok, 75 milljónir vegna launa- tengdra gjalda hjá Fræðslumiðstöð, 60 milljónir króna vegna orlofsskuld- bindingar og loks 215 milljóna vegna mismunar hjá ÍTR, en launum var jafnað á móti tekjum í áætluninni. Undir endurskoðunarskýrsluna skrifa endurskoðendurnir Gerður Guðjónsdóttir og Guðmundur Snorrason. Þau segja að innra eft- irlitskerfi borgarinnar uppfylli í öll- um meginatriðum þær grundvallar- kröfur sem gerðar séu til slíkra kerfa. Þó benda þau á nokkur atriði sem mættu fara betur. M.a. kemur fram að skýra megi betur hverjir beri ábyrgð á innheimtu krafna og tryggja reglubundnar afstemmingar og eftirfylgni þeirra. Þá eigi að tryggja að samþykktarkerfi launa sé framfylgt í samræmi við reglur. Laun séu langstærsti útgjaldaliður borgarinnar. Efla eigi þekkingu stjórnenda á möguleikum upplýs- ingakerfa til að auðvelda þeim yfir- sýn og eftirlit. Endurskoðendurnir taka fram að þrátt fyrir þessar ábendingar sé það álit þeirra að innra eftirlitskerfi Reykjavíkurborgar séu virk og sinni ágætlega hlutverki sínu. Samþykktarkerfi launa Reykjavíkurborgar ekki alltaf framfylgt í samræmi við reglur Verulegur kostnaður greiddur án samþykkis FYRSTI landsfundur verkefnis- ins Vertu til! á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga var hald- inn á föstudag en markmið verk- efnisins er að efla forvarnir og vímuvarnir í sveitarfélögum landsins. Vertu til! er samstarfs- verkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímu- efnaráðs/Lýðheilsustöðvar um að efla áfengis- og fíkniefnaforvarnir sveitarfélaga. Verkefnið er til þriggja ára, eða frá 2003 til og með 2005, en megininntakið er fólgið í ráðgjöf og upplýsingaöflun og -miðlun um skipulag og fram- kvæmd forvarnastarfs gagnvart ungu fólki. Sveitarfélögin móti forvarnastefnu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir nokkuð langan að- draganda að þessu verkefni sem hafi endað með formlegu sam- starfi Sambandsins og Áfengis- og vímuvarnaráðs. „Hlutverk okkar í þessu samstarfi er fyrst og fremst það að stuðla að því stjórnendur sveitarfélaganna viðurkenni mik- ilvægi forvarna og hvetja þau til þess að styðja þetta verkefni eins og kostur er. Í öðru lagi að sveit- arfélögin hafi skýra stefnumörkun í forvarnamálum sem hentar að- stæðum á hverjum stað.“ Vilhjálmur segir sveitarfélögin hafa tekið vel við sér í þessum efn- um en í fjölmennustu sveitarfélög- unum hafi raunar í langan tíma verið unnið mjög gott starf á þessu sviði. „En nú er verið að reyna að stilla saman strengina enn frekar og auka samstarf þeirra fjölmörgu aðila sem koma að forvarnamálum en þeir eru mjög margir, s.s. SÁÁ, íþróttafélögin, kirkjusöfnuðir, for- eldrafélög, skátar, KFUM o.s.frv. Við erum að hvetja til þess að menn reyni að samræma þetta starf eins og kostur er þannig að fjármunir til þessa verkefnis nýt- ist sem best. Ég er ánægður með hvað þetta verkefni hefur gengið vel og hversu mikil jákvæðni ríkir í garð þess,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningu frá verkefnis- stjóra Vertu til! kemur fram að markmið landsfundarins sé að veita fræðilega og praktíska hjálp við stefnumótun forvarna innan sveitarfélaganna og tengja saman sveitarfélög og forvarnastarf á landsvísu. Þá er lagt til að stofnuð verði samtök um forvarnir sveitar- félaganna og að stjórn forvarnar- fulltrúa þeirra verði skipuð. Þess- ari stjórn er síðan ætlað að starfa í nánu samstarfi við Vertu til! Stefnt að eflingu forvarna í sveit- arfélögunum „MIG langar að heimsækja Ísland og upplifa náttúru landsins en ekki að sjá hana eyðilagða,“ segir m.a. í bréfum frá þýskum Grænfriðungum sem eru nú farin að berast inn á ís- lensk heimili. Bréfin eru hluti af átaki Grænfriðunga til að ræða hval- veiðar Íslendinga og umhverfis- vernd yfirleitt við Íslendinga. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í fyrradag vonast forsvars- menn Grænfriðunga til að fylgis- menn samtakanna í Þýskalandi sendi 15–20 þúsund bréf á íslensk heimili á næstunni. Bréfin eru á ís- lensku, en þýsk þýðing fylgir svo sendandinn viti hvað hann er að senda. Í bréfunum segir m.a. að sendand- inn hafi áhuga á umhverfisvernd, þar á meðal mengun og loftlags- breytingum, og hafi auk þess gaman af að ferðast. Þar segir: „Mig langar mjög gjarnan til að heimsækja Ísland og í þeirri ferð langar mig til að skoða hvali í sínu náttúrulega umhverfi. [...] Hins vegar get ég ekki komið til Íslands á meðan stjórnvöld á Íslandi standa fyrir hvalveiðum. Með því væri ég að ganga gegn öllu því sem ég trúi á og snertir umhverfis- vernd.“ Neikvæð áhrif hvalveiða Í bréfunum segir ennfremur að mikill áhugi sé meðal Þjóðverja á að heimsækja Ísland, mikið sjáist af myndum frá landinu í fjölmiðlum. „Það er því eðlilegt að hér sé mikill áhugi fyrir því að heimsækja landið þitt en hvalveiðar geta haft neikvæð áhrif á áhuga fólks til að ferðast til Íslands.“ Sumir sendendur hafa að auki bætt við persónulegum texta neðst í bréfinu. Í bréfi sem Morgunblaðið hefur undir höndum segir bréfritari m.a. að hann telji að viðtakandi vilji eins og hann að hvalirnir fái að lifa, sér í lagi þar sem enginn Íslendingur muni þjást af hungri án hvalkjöts. Bréf Grænfriðunga farin að berast SKARPHÉÐINN Berg Steinars- son, stjórnarformaður Norðurljósa, segir það „óheppilegt“ að stjórnar- formaður Íslenska sjónvarpsfélags- ins sem rekur Skjá einn, Gunnar Jó- hann Birgisson, viti ekki af því að bæði fulltrúar hluthafa og fyrrver- andi framkvæmdastjóri hafi leitað eftir viðræðum við Norðurljós um sameiningu. Í frétt Morgunblaðsins í gær er haft eftir Gunnari Jóhanni að hvorki stjórnarmenn né fram- kvæmdastjóri Skjás eins hafi haft samband við Skarphéðin Berg vegna þess. Að sögn hans er það ekki rétt. „Ég stend við það sem ég segi. Ég hef átt fund með þessum aðilum, annars vegar með fulltrúum hluthafa og hins vegar með fyrrver- andi framkvæmdastjóra félagsins. Við könnuðum það ekkert sérstak- lega hvort þessir aðilar hefðu sér- stakt umboð stjórnar fyrir viðræð- um, enda var þessu bara hafnað. Það er óheppilegt að stjórnarfor- maður félagsins viti ekki af svona máli,“ segir Skarphéðinn Berg í samtali við Morgunblaðið. „Óheppilegt að stjórn- arformaður Skjás eins viti ekki af svona máli“ „ÞÆR skýringar sem framkvæmda- stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) hefur gefið vegna uppsagnar á leigusamningi við Íslenskan markað eru ekki trúverðugar,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, og bendir á að fyrirtækið hafi starfað þarna í 35 ár og sé sérhæft í þeim rekstri. „Okkur finnast viðbrögð stjórn- enda FLE harkaleg og rökin fyrir þeim ekki trúverðug. Þannig að þetta ber þann svip að það sé verið bregða fæti fyrir fyrirtækið vegna þess að það hafi verið eitthvað óþekkt.“ Sig- urður minnir á að þótt FLE sé hluta- félag sé það í reynd ríkisfyrirtæki. „Við höfum margoft ályktað um það að ríkið eigi ekki að vera í verslun. Og það að vera báðum megin borðsins, bæði leigusali og keppinautur leigu- taka held ég að myndi hvergi vera lið- ið á frjálsum markaði,“ segir Sigurð- ur. Ástandið krítískt Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segist hafa áhyggjur af stöðu mála en tekur fram að fyrirhugaðir séu fundir með aðilum eftir helgina og menn verði væntanlega betur upplýstir að þeim loknum. „Við höfum vissulega áhyggjur af því að þarna geti verið á ferðinni uppsagnir til viðbótar við það sem þegar hefur dunið yfir okkur. Það er ekki á það ástand bætandi. Á þessu stigi er ég þó ekki tilbúinn að vera með sérstakar yfirlýsingar. Ég vil hafa samráð bæði með öðrum stéttarfélögum og heyra í starfs- mönnunum. En ástandið er auðvitað mjög krítískt,“ segir Guðbrandur. Skýringar FLE ekki trúverðugar Morgunblaðið/Billi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.