Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagar eru fjölskylduvænir hjá okkur í hesta- miðstöðinni í sumar. Við bjóðum upp á klukkutíma hestaferð kl. 15 um hraunið í Hafnarfirði á aðeins 1.500 kr. Hestar við allra hæfi, bæði fyrir vana og óvana. Teymt er undir börnum kl. 16 og kostar það ekki neitt! Pantið í þessa ferð í síma 555 7000. Innritun í reiðskólann er hafin! Sunnudagar eru U mhyggjan skín úr andlitum foreldra sem hlýða á orð Her- dísar Storgaard á námskeiði um skyndihjálp barna. For- eldrarnir eru að hugsa til litlu gríslinganna heima og þyk- ir skyndilega svo miklu vænna um þá heldur en fyrr um daginn þegar þeir voru að óhlýðnast. Það eru nú einu sinni svoddan óvitar sem troða blýanti í nefið á sér og tíkalli inn um eyr- að. En það fer nú svolítið um foreldrana þegar Herdís skýrir frá því að árlega slasist 20 til 22 þúsund börn á landinu öllu; að fjórða hvert barn þurfi að fara á slysadeild eða heilsugæslustöð. Og það er munur á kynj- unum þegar á þessum aldri. Drengir slasast víst 15% oftar en stelpur. Þeir virðast hafa annað fyrir stafni en stelpurnar. Það kemur líka á óvart að slysum fjölgar, ef eitthvað er, eftir því sem börn eldast, þó að þeim vaxi vit. Stund- um getur vit verið til trafala. Athvarfið er heldur ekki alltaf öruggt heima. Upp að fjögurra ára aldri eru 60% slysa í heimahúsum, 38% á aldrinum 5 til 9 ára og 15% á aldrinum 10 til 14 ára. Sú tala helst nokkurn veginn óbreytt þar til við komumst á gamals aldur, en þá fer hún aftur hækk- andi. Konur slasast víst meira en karlar á gamals aldri. Karlarnir eru dauðir. – Þeir vilja nú meina að það sé okkur að kenna, segir Herdís og hlær. En það er annað námskeið. Fleira kemur á óvart. Börn verða ekki líkamlega og andlega þroskuð til að takast á við umhverfið fyrr en við tólf ára aldur. Og margt ber að varast. Börn upp að fjögurra ára aldri geta lagt höndina á brennheita eldavélahellu og liðið rúmar tvær mínútur án þess þau átti sig á því og kippi að sér hendinni. Svo geta þau drukknað í tveggja til fjögurra sentímetra grunnu vatni. Þetta eru börnin sem þurfa að vera í beisli í barnavagninum. Annars geta þau farið að príla. Eins og gerðist á þriðju hæð í Breiðholti. Barnið datt af svölunum, en sveif til jarðar í upp- streyminu við blokkina og slasaðist ekki. Nágranni sem rakst á barnið í grasinu. – Á Íslandi er hæsta slysatíðni barna á Norðurlöndum, segir Herdís. Erlendis virðist þeirra gætt betur og foreldrar úti með börnum sínum. Hér á landi er mikið um lausagöngu barna, oft vanræksla í gangi. Þegar Herdís lýsir slysagildrunum á heimilum langar blaðamann helst til að hringja í tengdaforeldra sína og biðja þá um að binda barnið niður þangað til hann komi heim; bara svo því sé örugglega óhætt. – Og það er alltaf gott að fylla upp í tímann með eitrunum, því það er svo lítið um þær að segja; það þarf fyrst af öllu að hringja í Eitr- unarmiðstöðina og fá leiðbeiningar þar, mælir Herdís þegar hún er búin að fjalla vítt og breitt um hætturnar sem leynast við hvert fótmál. – Mesta furða að það sé í lagi með barnið manns, muldrar móðir við borðið. – Ég botna ekkert í því að mitt skuli vera á lífi, segir önnur. Blaðamaður fer allt í einu að velta því fyrir sér af hverju hann muni eftir sér prílandi í bókahillu sem er við það að velta, af hverju hann viti hvernig þvottaefni sé á bragðið, af hverju hann viti hvernig sé að sleikja frosinn málm, af hverju hann þekki tilfinninguna að hrapa. Hann sem var alltaf eins og engill í æsku. Ef til vill slettist stundum á geislabaug- inn, óhjákvæmilega. Það verður ekki við allt ráðið, þótt hægt sé að lág- marka hættuna. – Sumir krakkar eru bara svona psss psss psss út um allt, segir Her- dís. Svo eru aðrir sem segja bara: Sjáðu! Og gera ekki neitt. Sumir foreldrar fara að skellihlæja þegar þeir heyra að það geti vald- ið rófubeinsbroti þegar börn í óvitaskap kippa stólnum hvert undan öðru, en þeir gretta sig um leið, – skömmustulegir. Þeir voru sjálfir ekki alltaf bestir barnanna bestir. Og eru ekki alltaf góðir fyrir börnin. Til dæmis kippa þeir börnum úr olnbogalið í 95% tilvika með því að leiða þau vitlaust. Þá heyrist stuttur sársaukagrátur í börnunum og síðan laf- ir hendin niður og þau hætta að gráta. Ein móðirin lyftir hendinni upp, eins og til að sýna að hún sé ekki farin úr olnbogalið, og segir: – Hvernig þekkjum við þessi einkenni. Ég hélt að börn væru alltaf grenjandi. Önnur rifjar upp þegar Mel Gibson fór úr axlarlið í Lethal Weapon. Ef til vill er það við hæfi að undir lýsingum Herdísar og fyrirspurnum foreldra á námskeiðinu í Neskirkju ómar alvöruþrungin orgeltónlist. Þegar lagið fer niður á myrkustu tónana gefur það orðunum aukinn þunga; háski færist í stemninguna. Þá verður það enn áhrifaríkara að heyra að á hverjum sólarhring missir eitt barn upp að fjórtán ára aldri putta. Hvernig má það vera!? – Vúúúps, hváir Herdís þegar kennslubrúðan dettur af píanóinu. – Áááá, veinar móðir í salnum. Námskeiðinu lýkur með því að brúðan, sem er eftirmynd af litlu barni, fær skyndihjálp frá foreldrum sem bíða í röð eftir að komast að. Ekki veitir af, því hún er dálítið úr lagi gengin eftir að hafa dottið af pí- anóinu. Foreldrarnir læra hvernig megi blása lífi í börnin sín. Og það hvarflar að blaðamanni að í raun ætti að skylda foreldra til að taka slíkt námskeið. Því það eru þau sem taka ákvörðun um að koma með börn í heiminn og þau bera ábyrgð á þeim fyrsta spöl ævinnar. Þeir vegir eru órannsakanlegir. Morgunblaðið/Sverrir Hættur sem leynast víða SKISSA Pétur Blön- dal fór á námskeið í skyndihjálp HÆKKUN vaxta er aldrei fagnað- arefni að sögn aðstoðarfram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífs- ins (SA). Hann segir það þó eðlilegt að Seðlabankinn reyni að sporna gegn verðbólguþrýstingi, en bank- inn tilkynnti sl. fimmtudag að hann muni hækka stýrvexti sína um 0,2% í næstu viku til að stemma stigu við þenslu og verðbólgu. Hagfræðingur Alþýðusambands- Íslands (ASÍ) segir að ekki séu brýnar ástæður til að hækka vexti vegna þeirrar verðbólgu sem sé hér á landi í dag. Viss þenslueinkenni séu þó til staðar í hagkerfinu, sem Seðlabankinn sé að bregðast við. Það valdi hins vegar áhyggjum að vaxtahækkun sé síst til þess fallin að bæta stöðu þess fólks sem sé án atvinnu. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA, segir að hækkun vaxta sé aldrei fagnaðar- efni fyrir atvinnulífið. Samtökin telji þó að í ljósi þeirra aðstæðna sem fyrirsjáanlegar séu framundan, mik- illar eftirspurnar, einkaneyslu og viðskiptahalla, og vaxandi undir- liggjandi verðbólguþrýstings af þessum völdum, sé eðlilegt að Seðla- bankinn reyni að sporna gegn þrýstingnum. „Við erum sérstak- lega ánægð með að hækkunin skuli vera lítil og erum sammála þeirri stefnumörkun að þegar vaxtabreyt- ingar séu þá séu þær í smáum skrefum,“ segir Hannes. Alvara að hindra verðbólgu Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, segir að Íslendingar búi við lága verðbólgu um þessar mund- ir. Helstu ástæður verðbólgunnar undanfarna mánuði séu hækkanir á eldsneytisverði, útsölulok og hækk- un á húsnæðisverði. Því séu ekki brýnar ástæður til að hækka vexti vegna þeirrar verðbólgu sem sé í dag. Viss þenslueinkenni séu þó til staðar í hagkerfinu, sem Seðlabank- inn sé að bregðast við. Vaxtahækk- unin sé ekki mikil og reikna megi með að hún hafi lítil áhrif á hag- kerfið til skamms tíma. „Ég geri ráð fyrir að með þessari vaxtahækkun sé Seðlabankinn að senda út þau skilaboð að bankanum sé full alvara að halda aftur af verð- bólgu. Það sem veldur helst áhyggj- um er að atvinnuástand er ekki nægilega gott. Það eru um 5.000 einstaklingar án atvinnu í dag. Vaxtahækkun er síst til þess fallin að bæta stöðu þessa fólks,“ segir Ólafur Darri. Segir vaxtahækkanir ekki vera neitt fagnaðarefni RÚMLEGA þrítugur maður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fang- elsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir ölvunarakstur í Hafnarfirði aðfara- nótt þriðja í jólum sl. Þar til dómur var kveðinn upp yfir manninum í Héraðsdómi Reykjaness hafði honum frá því hann varð 18 ára verið refsað átta sinnum fyrir að aka án ökuréttinda og fjórum sinnum fyrir ölvunarakstur, og hafði hann bæði verið sviptur ökuréttindum ævilangt og dæmdur til fangelsis- vistar vegna brotanna. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis – vínandamagn í blóði mældist 1,44 prómill – og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir ofsaakstur um götur Hafnarfjarðar. Ók hann m.a. óhikað yfir gatnamót án þess að virða bið- skyldumerki og rauð ljós og án þess að virða stöðvunarmerki lögreglu, stundum á yfir 100 km hraða, uns hann festi bifreiðina í snjó. Fullnustu tveggja mánaða af 5 mánaða fangelsisrefsingunni var frestað og fellur sá hluti hennar nið- ur eftir tvö ár haldi hann almennt skilorð. Honum var gert að greiða allan sakarkostnað, þar með talda 45.000 króna þóknun skipaðs verj- anda síns. Dóminn kvað upp Finnbogi H. Al- exandersson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Kristján Stefánsson hrl. Dæmdur fyr- ir ofsaakstur í Hafnarfirði STJÓRN Stangaveiðifélags Reykja- víkur telur brýnt að hraða endur- skoðun á lögum um lax- og silungs- veiði nr. 76/1970 með síðari breytingum. Í ályktun frá SVFR segir að um tvö ár séu liðin frá því að landbúnaðarráðherra skipaði nefnd til þess að endurskoða lögin. Fátt hafi heyrst af störfum nefndarinnar. SVFR segir að ekki sé deilt um að tímabært hafi verið orðið að endur- skoða lögin. Þau séu barn síns tíma og setji t.d. óþarflega miklar tak- markanir á veiðitíma í vötnum sem full þörf sé á að grisja og ekki sé hægt að skaða með stangaveiðum. Það sé einnig tímaskekkja að stangaveiðar á ýmsum vatnasvæðum séu bannaðar að næturlagi yfir. Stjórn SVFR segist þá hafa kosið að fulltrúar stangaveiðimanna ættu sæti í endurskoðunarnefndinni en af einhverjum ástæðum hafi landbún- aðarráðherra ekki séð ástæðu til þess að hafa þá með í ráðum. Endurskoðun laga um silungsveiði verði hraðað ÓÐINSHANI sást á Símonardæl á Stokkseyri í liðinni viku. Óðinshan- inn er venjulega síðastur far- fuglanna til að sýna sig á vorin. Allt er á huldu um ferðir óðinshanans og ekki vitað hvar íslenskir óðins- hanar eyða vetrinum, en engir fugl- ar merktir hérlendis hafa fundist erlendis. Lengi var talið að þeir dveldu í hinu þjóðsagnakennda Saragossahafi austur af Mexíkóflóa á veturna. Nú er helst hallast að því að þeir fari þvert yfir Evrópu, alla leið til Indlandshafs og dvelji m.a. á sjó útaf Arabíuskaganum og í Persaflóanum yfir veturinn. Fyrstu óðinshanarnir sjást venjulega milli 7. og 10. maí, svo fugl 5. maí er að- eins fyrr á ferð en venjulega. Frændi óðinshanans, þórshaninn, kemur oftast um svipað leyti og óð- inshaninn, en erfiðara er að fylgjast með ferðum hans vegna þess hve sjaldgæfur hann er. Morgunblaðið/Jóhann Óli Fyrsti óðinshani vorsins Stokkseyri. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.