Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ekkert að bora, bara grafa. Hjúkrun og meðferðarrannsóknir Sjúklingsmiðuð verkjameðferð Professor SandraWard verður íheimsókn á vegum Hjúkrunardeildar Há- skóla Íslands og Rann- sóknarstofnunar í hjúkr- unarfræði dagana 10. og 11. maí. Á mánudag kl. 9.30–11 talar hún um hlut- verk leiðbeinenda (ment- orship) í framhalds- háskólanámi. Eftir hádegi, eða kl. 13– 16 mánudag og þriðjudag, talar hún um aðferðafræði meðferðarrannsókna. Fyrirlesturinn er ætlaður kennurum og rannsakend- um við Háskóla Íslands og heilbrigðisstarfsfólki sem notar meðferðarrannsókn- ir til að skipuleggja og veita heilbrigðisþjónustu, og þeim sem vinna að klínískum leiðbeiningum og gæðahandbók- um sem byggðar eru á gagn- reyndri þekkingu. Þessir fyrir- lestrar verða í Eirbergi, húsnæði hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, stofu 101. Kl. 17 á þriðjudag verður svo opinn fyrirlestur í nýja náttúru- fræðihúsinu, Öskju, á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrun- arfræði um sjúklingamiðaða með- ferð. Fyrirlesturinn er ætlaður kennurum og rannsakendum við við Háskóla Íslands og heilbrigð- isstarfsfólki, en er jafnframt op- inn öllum sem hafa áhuga. Það er liðin sú tíð, að verki mann, taki maður bara inn sína verkjapillu. Í meðferð erfiðra sjúkdóma nú til dags er viðamikil vinna lögð í rannsóknir á því hvernig verkir skulu meðhöndl- aðir, hvernig sjúklingurinn upplifir verki sína og sjúkdóminn, og hvernig uppfræða má sjúk- linginn um verki og þær aðferðir sem nota má til að lina þá. Þetta er einmitt sérsvið dr. Söndru Ward. „Ég ætla að tala um rannsóknir á því hvernig bæta má notkun sjúklinga á verkjalyfjum við krabbameini. Við höfum þróað nýja aðferð til að uppfræða sjúk- linginn sjálfan, og bárum þá að- ferð saman við þær sem áður hafa tíðkast. Við komumst að því að nýja aðferðin skilar betri árangri en þær hefðbundnu. Við grund- völluðum uppfræðslumeðferð sjúklinganna á sálfræðilegum kenningum um það hvernig sjúk- lingurinn upplifir og þekkir sjúk- dóm sinn og meðferðir við honum. Við komumst að þeirri niðurstöðu að ef okkur lærist að skilja betur hvernig sjúklingurinn hugsar um og upplifir verki og meðhöndlun við þeim, erum við heilbrigðis- starfsmenn mun betur í stakk búnir til að skapa þeim betri upp- fræðslumeðferð, til að koma í veg fyrir allan misskilning eða rang- hugmyndir sem sjúklingurinn kann að hafa um ástand sitt. Ég mun tala um þá rannsókn þar sem við sannreyndum þetta. Við köllum þessa meðferð hlutlæga verkjameðferð, en er- um nú að vinna að því að taka þessar kenn- ingar skrefinu lengra í þessu sem við köllum uppfræðslumeðferð.“ Það er margt fleira en þessi tegund verkjameðferðarrann- sókna sem þú ætlar að tala um, hvað er það? „Ég mun til dæmis tala um það hvernig gera á rannsóknir á þessu sviði, hvernig á að kenna þessa grein og loks um það sem við köllum sjúklingsmiðaða meðferð, en það er nú orðið að sérstakri grein, sem hjúkr- unarfræðingar þurfa að fylgjast mjög vel með.“ Fyrir venjulegar gunnur kann það að virðast óhugsandi að hægt sé að slá mælistikum á verki. Fólk virðist vera misjafnlega næmt fyrir þeim, og reynsla hvers og eins af þeim hlýtur að vera ákaflega persónubundin. „Þetta er ekki svo erfitt, jafn- vel þótt öllum finnist sinn verkur mjög sérstakur. Það eru til full- gildar og traustar aðferðir við þær mælingar. Einföldust þeirra er að spyrja sjúklinginn einfald- lega að því hvernig verkurinn sem hann er með sé á skalanum 0–10, ef 0 er enginn verkur og 10 mesti verkur sem hann getur ímyndað sér. Þetta getur auðvit- að verið snúið, en það er mögu- legt. Og af því að hver og einn einstaklingur er einstakur í þessu tilfelli, þá gerum við verkjarann- sóknir á þann hátt að mæla tvo stóra hópa fólks með verki, þar sem annar hópurinn fær verkja- meðferð, en hinn ekki. Við mæl- um verkina fyrir meðferð, og eftir meðferð. Þannig jafnast einstak- lingsbundinn munur út í stórum hópi fólks. Svona rannsóknir eru einmitt eitt af því sem ég mun tala um í tengslum við aðferða- fræði rannsókna, því þær gefast allajafna vel.“ En er ekki tiltölulega stutt síð- an farið var að rannsaka verki og nýjar leiðir til verkjameðferða? Nei, alls ekki. Verkir hafa verið rannsakaðir mjög ítarlega lengi. Sjálf hef ég verið í þessum rann- sóknum í 15 ár, og sumir hafa verið í þessu lengur. Þetta er þó ekki það svið hjúkr- unarfræðinnar sem lengst hefur verið rannsakað, en er ekki nýtt. Ég var nú frekar að hugsa um hálfa öld og jafnvel heila, þegar fólk beit á jaxlinn og lét sig hafa það að finna til. Við erum sem betur fer komin yfir það stig. En eins og þú ýjar að með þessari spurningu, þá eig- um við ennþá mjög langa ferð fyr- ir höndum í rannsóknum á þessu sviði, og margt enn ókannað. Dr. Sandra Ward  Dr. Sandra Ward lauk dokt- orsprófi í sálfræði og hjúkrun frá Wisconsin-háskóla í Madison í Bandaríkjunum árið 1987, og hefur starfað við hjúkrunardeild skólans síðan. Klínískur bak- grunnur hennar er á sviði sál- fræði og geðhjúkrunarfræði, en rannsóknaráherslur hennar eru á sviði sálfélagslegrar krabba- meinshjúkrunar, en á því sviði hefur hún sérstaklega lagt sig eftir meðferðarrannsóknum, einkum verkjameðferðarrann- sóknum. Við eigum langa ferð fyrir höndum ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.