Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 9 Mörkinni 6, sími 588 5518. Stuttar og síðar kápur, sumarúlpur, heilsársúlpur, regnkápur, bolir, peysur, stakir jakkar og slæður Opið sunnudag kl. 12-16 Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Sumartilboð 15-50% afsláttur Síðasti dagur vortilboða er í dag og að sjálfsögðu er opið frá kl. 10-17 Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin ERTU AÐ MISSA AF EINHVERJU? VORTILBOÐUM VEIÐIHORNSINS LÝKUR Í DAG! Frábært úrval af fluguveiðisettum á vortilboði. Sage DS2 (grafit 2) ásamt Ron Thompson diskabremsuhjóli með uppsettri línu, baklínu og taumatengi. Aðeins 31.800. Scierra HMS (Henrik Mortensen Series) ásamt Ron Thompson diskabremsuhjóli með uppsettri línu, baklínu og taumatengi. Aðeins 29.999. Scierra Avalanche 3 hluta stöng með Scierra Large Arbour hjóli með uppsettri línu, baklínu og taumatengi. Taumur og kastkennsla á dvd með Henrik Mortensen fylgir. Verð aðeins 24.900. Hvergi meira úrval, hvergi betra verð. Ron Thompson neoprenvöðlur frá 7.995. Ron Thompson vöðlur + vatnsheldur jakki með öndun + vöðlutaska aðeins kr. 19.995. Scierra MBQ öndunarvöðlur ásamt Scierra Greyhound skóm aðeins 19.995. Scierra Aquatex vöðlur ásamt jakka og skóm aðeins 29.995. Úrvalið er hvergi meira og verðið hvergi betra. Neoprenvöðlur frá 7.995, öndunarvöðlur frá 15.120, vöðluskór frá 7.195, vatnsheldir jakkar með öndun frá 9.590, veiðivesti frá 3.360 og margt fleira. Láttu okkur vita ef þú sérð meira úrval og betra verð annars staðar. Simms og Scierra öndunarvöðlur í miklu úrvali á vortilboðsverði. Simms Freestone vöðlur ásamt Simms skóm, belti og sandhlífar fylgja. Aðeins 29.900. Bættu Simms jakka við og allur gallinn fæst á aðeins 49.900. Hvergi meira úrval, hvergi betra verð. Frábært úrval af fluguhjólum og spinnhjólum á mögnuðu vortilboði. Greys Large Arbour hjól með diskabremsu, hulstri og 2 aukaspólum, aðeins 8.390. Bættu við 3 flugulínum og pakkinn er á 16.995. (Uppsetning með baklínu 3.000). Okuma Large Arbour hjól með diskabremsu aðeins frá 3.750. Ron Thompson með diskabremsu og legu. Neoprenhulstur fylgir. Aðeins frá 5.250. Okuma spinnhjól í úrvali frá kr. 2.250. Hvergi meira úrval, hvergi betra verð. Byssuskápar á besta verði Öruggir, vandaðir og viðurkenndir byssuskápar á betra verði en þú sérð annars staðar. Við höfum selt talsvert á annað hundrað skápa á fáum vikum. Stór sending er væntanleg um mánaðamótin maí/júní. Enn á ný bjóðum við skápa í forsölu. Þeir sem kaupa skáp fyrirfram og staðgreiða fá 15% afslátt. Stór sending í mars seldist upp áður en hún kom til landsins. Stór sending í apríl seldist einnig upp áður en hún kom til landsins. Við fáum 3 stærðir af skápum í þessari sendingu. INAL5 fyrir 5 byssur (140x33x25 sm). Topphilla. Verð aðeins 21.900 í forsölu, annars 25.900. INALPT7 fyrir 7 byssur (150x45x33 sm). Læst innra hólf. Verð aðeins 29.980 í forsölu, annars 35.500. INALPT14 fyrir 14 byssur (150x45x40 sm). Læst innra hólf. Verð aðeins 36.900 í forsölu, annars 42.500. Skáparnir eru viðurkenndir af lögreglu. 3 mm stál, 5 kólfar, 25 mm ganga úr hurð í karm. Sjá einnig www.veidihornid.is MÁLEFNI Orkuveitu Reykjavíkur komu til umræðu á fundi borgar- stjórnar á fimmtudag og var rökrætt um rekstrarformið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, sagðist ekki skilja hvað borgarfulltrúar Vinstri-grænna inn- an R-listans hefðu á móti hluta- félagaforminu. Þeir hefðu barist gegn því þegar breyta átti OR í hlutafélag á sínum tíma þó að Fram- sókn og Samfylking hefðu verið því sammála. Margir félagar í VG væru örugglega búnir að breyta sínum rekstri í hlutafélag. Tilefni ummæla Vilhjálms voru umræður um kosti þess að breyta Orkuveitu Reykavíkur í hlutafélag, eins og lagt er til í skýrslu nefndar um orkustefnu. „Það er ekki þannig að heil stjórnmálahreyfing hafi eitt- hvert tiltekið rekstrarform svo mikið á heilanum að það megi hvergi koma fyrir. Það er ekki þannig að flokk- urinn sé mikið á móti hlutafélaga- forminu sem rekstrarformi yfir höf- uð,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna innan R-listans. Fyrirtæki eins og OR ætti að vera eign borgarinnar og ekki ætti að selja það. Hlutafélagavæðing byði þeirri hættu heim og benti hann á fordæmi hjá ríkisstjórninni. Stefán Jón Hafstein spurði sjálf- stæðismenn í borgarstjórn af hverju þeir vildu ekki ganga alla leið og einkavæða Orkuveituna og vera sjálfum sér samkvæmir. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins notaði hvert tækifæri til að stæra sig af einka- væðingu á Íslandi og hann hefði hlustað á Davíð Oddsson ræða það á fundi í New York fyrir skemmstu. „Undir minni forystu sem oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins verður ekki lögð fram til- laga um að einkavæða Orkuveituna. Við erum ekki með það á okkar stefnuskrá. Ég hefði hins vegar vel getað stutt Samfylkinguna og Fram- sóknarflokkinn að gera Orkuveituna að hlutafélagi,“ sagði Vilhjálmur. Tekist á um rekstrarform OR Vinstri-grænir einir á móti hlutafélagaforminu ÞRÍR nemendur úr rekstrardeild Tækniháskóla Íslands tóku fyrir skömmu þátt í alþjóðlegri nem- endakeppni í Austurríki. Keppnin, sem nú var haldin í tíunda sinn, er á vegum samstarfsnets sextán há- skóla og rannsóknarstofnana í Evr- ópu, sem Tækniháskólinn er aðili að. Verkefnin áttu að þessu sinni að fjalla með einum eða öðrum hætti um áskoranir sem fylgja nýafstað- inni stækkun Evrópusambandsins og unnu nemendur THÍ sitt verk- efni í samstarfi við nemendur tveggja annarra háskóla, í Tékk- landi og Austurríki. Verkefni THÍ-nemendanna og samstarfsaðila vann fyrstu verð- laun í sínum riðli. Nemendur THÍ og samstarfsskól- anna greindu starfsumhverfi frum- kvöðla í löndunum þremur og var leitast við að svara þeirri spurningu hvort, og þá hvaða áhrif stækkun Evrópusambandsins kynni að hafa á stöðu frumkvöðla í löndunum þremur. Eggert Tryggvason, deild- arforseti rekstrardeildar, fylgdist með keppninni. Hann segir þessa keppni mjög lærdómsríka fyrir þá nemendur sem taka þátt. „Nemendurnir lögðu á sig mikla vinnu fyrir keppnina og það skilaði þessum árangri sem þær geta verið stoltar af. Að mínu mati er þetta samstarf mjög jákvætt fyrir okkur, það er til marks um að skólinn starfar og vill starfa í alþjóðlegu umhverfi og enn einn vitnisburð- urinn um það að Tækniháskólinn hefur á að skipa framúrskarandi nemendum og býður samkeppn- ishæft nám á alþjóðlegan mæli- kvarða, “ segir Eggert. Nemendur við Tækniháskóla Íslands Sigurlið THÍ í Euroweek-keppninni (talið frá vinstri) Pálína Mjöll Páls- dóttir, Árdís Ármannsdóttir og Helga Kristjánsdóttir. Sigruðu í alþjóðlegri nem- endakeppni í Austurríki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.