Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtíu ár eru liðin frá því að Krabba-meinsskrá Krabbameinsfélags Ís-lands var formlega sett á laggirnar.Íslendingar voru þar engir eftirbátarannarra Norðurlandaþjóða, danska skráin frá 1942 er elst en sú sænska yngst, frá 1958. Í Krabbameinsskránni eru upplýsingar um greind krabbamein af öllu landinu frá og með árinu 1955. Skráin er lýðgrunduð, þ.e. tek- ur til heillar þjóðar, og er ein fárra slíkra skráa í heiminum, en hið sama má segja um hinar norrænu skrárnar. Skráin er því á engan hátt bjöguð, en sú hætta er alltaf fyrir hendi þegar aðeins eru skráðir ákveðnir hópar samfélags. Tilgangur og markmið Krabbameinsskrár- innar er að skrá í einn grunn öll krabbamein sem greinast hér á landi og eftir atvikum skylda sjúkdóma eða viðurkenndar forstigs- breytingar æxlisvaxtar. Í skránni er að finna upplýsingar um staðsetningu æxlis, greining- arár og vefjagreiningu, auk upplýsinga frá Hagstofu um dánarmein. Tilgangurinn með þessari ítarlegu skráningu er að hafa aðgengi- legar tölfræðilegar heilsufarsupplýsingar, þar sem hægt er að fylgjast með dreifingu og breytingum á áhættu, spá fyrir um krabba- meinstíðni og auðvelda áætlanagerð stjórn- valda um heilbrigðisþjónustu. Þá gerir Krabbameinsskráin vísindamönn- um kleift að stunda faraldsfræðilegar rann- sóknir á orsökum krabbameina, hún styður aðrar rannsóknir á krabbameinum og gerir mögulegt gæðaeftirlit með greiningum, for- vörnum og meðferð. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir Krabbameinsskrárinnar, og Laufey Tryggva- dóttir, framkvæmdastjóri skrárinnar, segja að grundvöllur Krabbameinsskrárinnar sé mikil fyrirhyggja vísindamanna síðustu aldar. „Pró- fessor Níels Dungal, þáverandi formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur, hvatti mjög til reglulegrar skráningar krabbameina á Ís- landi. Ólafur Bjarnason, yfirlæknir skrárinnar frá stofnun hennar og fram til 1975, stóð vel að verki við gerð hennar og Hrafn Tulinius fylgdi því verki eftir í rúman aldarfjórðung. Níels var meinafræðingur og rannsakaði sérstaklega magakrabbamein. Hann taldi strax árið 1950 að magakrabbamein héldist í hendur við mikla neyslu á reyktum mat og C-vítamínskort, en gerði sér ljósa grein fyrir að skrásetning krabbameinstilvika væri forsenda þess að hægt væri að „þekkja óvininn“ eins og hann orðaði það. Hann sá að ekki nægði að skoða eingöngu dánarskýrslur, heldur leit svo á að nauðsynlegt væri að skrá nýgengi krabbameins.“ Norrænt og alþjóðlegt samstarf Frá upphafi hefur skrásetning hér á landi verið sambærileg við skrásetningu annars staðar á Norðurlöndum og samstarf krabba- meinsskránna í þessum löndum ávallt verið mikið. „Samanlagt ná þessar skrár til 24 millj- Krabbameinsskrá er mikil- vægt tæki til rannsókna Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands, og Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir skrárinnar, eru sam- mála um mikilvægi lýðgrundaðrar krabbameinsskrár. En tilgangurinn með þessari ítarlegu skráningu er að hafa aðgengilegar tölfræðilegar upplýsingar. 50 ár eru liðin frá því að Krabbameinsfélag Íslands setti á laggirnar Krabbameinsskrá. Skráin er ein fárra slíkra í heiminum sem ná til heillar þjóðar og hefur nýst við fjölda rannsókna. Ragnhildur Sverr- isdóttir ræddi við Jón Gunn- laug Jónasson, yfirlækni skrár- innar, og Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmda- stjóra hennar, um mikilvægi Krabbameinsskrár. Morgunblaðið/Sverrir Hrafn Tulinius var yfirlæknir Krabba-meinsskrárinnar í 26 ár, frá 1. júlí1975 til 1. maí 2001, en hafði áðurverið ráðgjafi við skráninguna um þriggja ára skeið, samhliða starfi sínu sem meinafræðingur í faraldsfræðideild Alþjóða- krabbameinsrannsóknarstofnunarinnar í Lyon í Frakklandi. „Þegar ég starfaði í Lyon vann ég meðal annars að útgáfu bókar um krabbamein í fimm heimsálfum, en sú bók kemur reglulega út enn í dag. Vegna þessa starfs þurfti ég að setja mig í samband við allar krabbameinsskrár sem vit- að var um í heiminum, þar á meðal þá íslensku. Hún stóðst fyllilega samanburð við skrár ann- arra þjóða, þótt hún væri vissulega smá í snið- um. Ólafur Bjarnason, sem stýrði skránni frá upphafi 1954 og fram til 1975, stóð skynsam- lega að uppbyggingu hennar. Skráningin hófst í janúar 1955, en Ólafur hafði einnig tiltækar allar upplýsingar frá 1954, svo óyggjandi væri að skráningin næði aðeins til krabbameina sem greindust eftir 1. janúar 1955.“ Nákvæm skrá nauðsynleg Hrafn segir að hér á landi hafi menn snemma gert sér grein fyrir mikilvægi reglu- bundinnar skráningar krabbameina. „Fimm árum fyrir stofnun Krabbameinsskrárinnar ritaði prófessor Níels Dungal grein í Frétta- bréf um heilbrigðismál og sagði þar m.a. að til að geta náð árangri í viðureigninni við þennan skæða óvin væri fyrsta skilyrðið að þekkja hann, fá ljósa hugmynd um ástandið. „Ná- kvæm skrá yfir alla krabbameinssjúklinga er nauðsynlegur grundvöllur undir þeirri starf- semi sem félagið beitir sér fyrir,“ sagði Dungal í grein sinni. Þá hafði Krabbameinsfélag Reykjavíkur þegar sent öllum læknum lands- ins beiðni um upplýsingar um alla krabba- meinssjúklinga sem þeir sinntu. Forráðamenn krabbameinsfélaganna gerðu sér ljósa grein fyrir að þekking á orsök og tilurð krabbameina var mjög takmörkuð. Á hálfri öld hefur miðað ágætlega, þótt enn skorti mikið upp á að við skiljum þessi mein til fullnustu.“ Hrafn hefur tekið þátt í og fylgst með mörg- um rannsóknum sem styðjast við Krabba- meinsskrána. „Stofnunin í Lyon veitti styrk til að hefja söfnun upplýsinga um ættir íslenskra kvenna með brjóstakrabbamein, svo hægt væri að fá óbjagaða mynd af sjúkdómnum og greina hlut ættlægni í orsökum hans. Þetta ættarsafn, sem er ekki hluti af eiginlegri krabbameinsskráningu heldur flokkast sem sérstakt rannsóknarverkefni, hefur verið grundvöllur mikilvægra rannsókna á ættlægni og arfgengi brjóstakrabbameina á Íslandi. Að- stæður til rannsókna á brjóstakrabbameini hér á landi, þar sem hægt var að tengja upp- lýsingar úr Krabbameinsskrá við gagnasöfn Hjartaverndar og Erfðafræðinefndar Háskól- ans, gerðu það að verkum að stofnunin í Lyon samþykkti að styrkja rannsóknina. Þessi Rannsóknir eru undir- staða allrar þekkingar Morgunblaðið/Sverrir Hrafn Tulinius, fyrrverandi yfirlæknir Krabbameinsskrár, segir að mikilvægi Krabbameinsskrárinnar aukist með hverju ári sem líður, því mikilvægt sé að geta gengið að heildstæðri skáningu. Hrafn Tulinius, yfirlæknir Krabbameinsskrár 1975–2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.