Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ V ið hjálpum fólki að komast yfir áföll af völdum pyntinga og stríðsátaka. Sumir hafa orðið fyrir hræðilegu ofbeldi, t.d. hefur fjöldinn all- ur af bosnískum konum af múslímsk- um uppruna leitað til okkar vegna nauðgana í Bosníustríðinu. Hljóðar hefur verið farið með kynferðislega misbeitingu gagnvart körlum á op- inberum vettvangi. Hingað koma karlar nánast búnir að þegja sig í hel yfir hræðilegri lífsreynslu sinni í búðum fyrir stríðsfanga í Bosníustr- íðinu. Kynferðislegt ofbeldi gagn- vart körlum er algjört tabú í samtím- anum,“ segir Barbro O’Connor, félagsráðgjafi á meðferðarstofnun Rauða krossins í Málmey fyrir fórn- arlömb pyntinga og stríðsátaka, og tekur fram að fjölmörg dæmi séu um að körlum hafi verið nauðgað í fanga- búðum í Bosníustríðinu. Karlar hafi verið neyddir til að hafa í frammi ýmsa kynferðislega niðurlægjandi tilburði hverjir gagnvart öðrum – jafnvel feður gagnvart sonum sínum. Flestir frá Írak Samstarfsmennirnir Barbro og Mehrdad Arabab segja að Rauði krossinn reki 5 meðferðarstofnanir fyrir fórnarlömb pyntinga og stríðs- átaka í Svíþjóð. „Meðferðarstofnun- in í Málmey hóf starfsemi sína árið 1988,“ rifjar Barbro upp. „Flestum er vísað hingað af sálfræðingum, fé- lagsþjónustunni og skólum. Aðrir eða upp undir 40% leita til okkar að eigin frumkvæði. Orðið berst á milli fólks af sama uppruna, t.d. er ekki óalgengt að flóttafólk frá Bosníu frétti af okkur í gegnum landa sína frá Bosníu. Flestir skjólstæðingar okkar voru einmitt frá Bosníu til að byrja með og allt til ársins 1993. Núna kemur meirihlutinn frá Írak auk fjölmennra hópa frá Íran, Afganistan, Kosovo og Bosníu.“ Hvað vinna margir hérna? „Við erum 11 talsins, 5 sálfræðing- ar, 2 sjúkraþjálfar, 2 félagsráðgjafar og læknir og ritari í hálfu starfi hvor. Við sinntum um 380 manns á síðasta ári. Samtals urðu komurnar um 7.000 á árinu. Núna eru um 230 manns í meðferð hérna. Að jafnaði kemur fólk tvisvar sinnum í viku, þ.e. í annað skiptið í samtalsmeðferð og hitt skiptið í sjúkraþjálfun. Lang- flestir eru á bilinu eitt til eitt og hálft ár í meðferð. Ef tilfellin eru erfið get- ur meðferðin tekið allt upp í tvö og hálft ár. Örfáir þurfa ekki að koma hingað nema í nokkur skipti.“ Svefnvandamál algeng „Langflestir fara í gegnum ein- hvers konar viðtalsmeðferð. Ekki er heldur óalgengt að fólk kvarti um lík- amleg einkenni. Fólk er sent í lækn- isskoðun í einni af fyrstu heimsókn- unum. Læknirinn kannar líkamlegt ástand manneskjunnar og fer í gegn- um hvað hefur verið gert til að hjálpa henni áður. Svefnvandamál eru al- geng meðal skjólstæðinga okkar hér. Sumir hafa ekki sofið eðlilegum næt- ursvefni í áraraðir. Svefntruflanir auka enn á andlega vanlíðan fólks í tengslum við áfallið,“ segir Barbro. „Hátt hlutfall hópsins er þunglynt og sumir þurfa á blandaðri meðferð að halda, þ.e. andlegri og lyfjameðferð.“ Er ekki lykilatriði í viðtalsmeð- ferðinni að fólk rifji atburðarás áfallsins upp? „Jú, en ekki endilega alla – alveg í upphafinu. Við byrjum venjulega á því að hjálpa fólki að endurheimta eins konar grundvallartraust, t.d. gagnvart eigin lífi og öðru fólki – þ.m.t. Svíum,“ svarar Mehrdad glettinn í bragði. „Eftir að því er lok- ið reynum við að fá fólk til að tala um áfallið. „Viðbrögð fólks við því eru af- ar mismunandi. Sumir treysta sér ekki til að tala um hvað gerðist nema með mjög almennum orðum alveg í upphafi. Aðrir eru orðnir svo vanir að segja frá atburðarásinni að frá- sögnin er löngu hætt að snerta sálar- líf þeirra nokkuð. Atburðarásin er orðin hluti af persónulýsingum við- komandi. Rétt eins og stríðsfangi gefur frá sér grundvallarupplýsing- ar við yfirheyrslu greinir fólkið frá nafni, númeri og svo kemur lýsingin á áfallinu með vélrænum hætti í kjöl- farið. Frásagnir af þessum toga veita viðkomandi enga hjálp. Með svona frásögn er fólk miklu fremur að segja: Ég er hérna – getur þú séð mig?“ Upplifunin bútuð niður „Við reynum yfirleitt að fá fólk til að fara í gegnum atburðarásina og meðfylgjandi tilfinningar í smá- skömmtum. Þá er auðveldara að búta niður upplifunina og takast á við tilfinningarnar. Margir hafa áður reynt að vinna sjálfir úr erfiðleikun- um með því að trúa öðrum fyrir allri atburðarásinni í smáatriðum og orð- ið fyrir öðru áfalli í kjölfarið. Skammturinn hefur einfaldlega ver- ið of stór.“ „Ég er sammála Mehrdad,“ grípur Barbro inn í. „Við lok meðferðarinn- ar er gott að skjólstæðingarnir geti rifjað atburðina upp. Ef farið er of geyst í upphafi getur skapast hætta á að viðkomandi verði fyrir öðru áfalli. Með sama hætti er mikilvægt að byrja á því að skapa traust milli aðila í meðferðinni. Annars geta komið upp hugsanir hjá skjólstæð- ingnum eins og: Ef ég segi þér hvað gerðist – trúir þú mér þá? Ef ég segi þér hvað gerðist – færi ég þá ekki bara vanlíðan mína yfir á þig? Eins og þú heyrir förum við í gegnum mörg þrep í samtalsmeð- ferðinni. Meðfram henni fer oftast fram sjúkraþjálfun – svokölluð „ba- sic body awareness“-meðferð. Með- ferðin var þróuð í Noregi og hefur skilað góðum árangri víða um heim. Markmiðið er að fá viðkomandi til að upplifa líkamann á jákvæðan hátt í þeim tilgangi að vinna gegn nei- kvæðri eldri upplifun. Meðferðin hefst venjulega á meðferð í heitum böðum og nuddi. Smám saman fer svo fólk að gera æfingar sjálft.“ Ungt fólk í forgangi „Núna eru skjólstæðingar okkar 40% konur og 60% karlar,“ segir Barbro og rifjar upp að karlar hafi verið í miklum meirihluta allra fyrstu árin. „Algengt var að ungir karlar frá löndum eins og Írak leit- uðu til okkar í tengslum við pólitísk- ar ofsóknir og stríðsátök fyrstu árin. Eftir að Bosníustríðið skall á fór al- mennum borgurum fjölgandi. Meiri- hluti flóttamannanna frá Bosníu er af íslömskum uppruna. Serbar og Króatar hafa verið í miklum minni- hluta. Við höfum stundum unnið með fólki í hópum, t.d. konum, körlum, fórnarlömbum nauðgana, þátttak- endum í bardögum, hælisleitendum og ungu fólki á aldrinum 16 til 26 ára. Sá hópur hefur sérstakan forgang því að hann verður svo oft út undan innan hefðbundna heilbrigðiskerfis- ins,“ heldur Barbro áfram og bætir við að oft sé „listþerapía“ fléttuð inn í hópmeðferðir. „Hópmeðferð hefur gefist sérstaklega vel meðal flótta- manna frá Bosníu. Bosníufólkið er miklu óhræddara að tjá sig heldur en fólk frá ýmsum öðrum löndum, t.d. eru Írakarnir oftast hræddir að tjá sig af gamalgrónum ótta við að eiga yfir höfði sér hefnd sérsveita írösku lögreglunnar.“ – Eruð þið með börn í meðferð? „Við fórum að bjóða upp á fjöl- skyldumeðferðir árið 1994. Tveimur árum síðar urðum við að hætta því að bjóða upp á þjónustuna því að við höfðum ekki efni á því að kosta fjöl- skylduteymið lengur. Starfsemin leið þó ekki undir lok því að hópurinn var ráðinn til barna- og unglingageð- deildar við sjúkrahús annars staðar í borginni. Ef foreldrar með börn leita til okkar getum við því haldið áfram að vísa á hópinn.“ Lögreglustjórinn nauðgari Barbro segir ekki óalgengt að bosnískar konur segi eiginmönnum sínum ekki frá því að þeim hafi verið nauðgað í stríðinu. „Konurnar eru hræddar og ráðvilltar og vita ekki hverjum þær eiga að treysta. Þær þora ekki að segja frá hvað gerðist af ótta við að verða hafnað af samfélag- inu – manninum sínum. Sumum hef- ur verið nauðgað á heimaslóðunum af mönnum með grímu yfir andlitinu. Nauðgararnir gætu verið nágrannar eða bekkjarfélagar. Einni konunni var nauðgað af lögreglustjóranum í bænum. Af eðlilegum ástæðum gátu þessar konur ekki hugsað sér að snúa aftur á heimaslóðirnar þegar flóttamönnum frá Bosníu var vísað aftur heim eftir stríðið á árunum 1999 og 2000.“ – Ef bosnísk kona í hópi hælisleit- anda segir í fyrsta skipti frá því að henni hafi verið nauðgað í Bosníu- stríðinu á meðferðarstofnuninni hafa þá þessar nýju upplýsingar einhver áhrif á hælisumsóknina? „Ný vitneskja um að konu hefði verið nauðgað í heimalandinu hafði jákvæð áhrif á hælisumsókn fyrir nokkrum árum. Hins vegar hefur slíkt ekki haft nokkur áhrif síðustu tvö árin. Þú getur rétt ímyndað þér hvað þessum konum hefur liðið illa að vera neyddar til að flytja aftur til baka á slóðir kvalara sinna. Sumar óttast líka hefnd eiginmanna sinna gagnvart nauðgurunum ef þeir eru þekktir og búa enn á heimaslóðun- um. Tilfinningar fólks gagnvart glæpum eins og nauðgun eru jafnvel enn heitari þar en hér.“ Manneskjur mætast Mehrdad og Barbara segja að þótt ófáar konur frá Bosníu hafi leitað til meðferðarstofnunarinnar vegna nauðgana megi ekki gleyma því að karlar hafi orðið fórnarlömb kyn- ferðisofbeldis í Bosníustríðinu. „Við höfum í hópastarfinu stefnt saman fórnarlömbum kynferðisofbeldis af báðum kynjum,“ segir Mehrdad. „Að mæta manneskju og komast að því að hún hefur upplifað kynferðislegt ofbeldi með svipuðum hætti og mað- ur sjálfur þó hún sé af öðru kyni er stórt skref. Að ná svona að mæta manneskjum sem manneskju algjör- lega óháð kyni er í raun mögnuð upp- lifun. Við höfum jafnvel gengið lengra því að við höfum vikið út frá þeirri meginreglu okkar að setja saman hóp fólks með svipaða reynslu að baki en sitt móðurmálið hvorn, þ.e. persnesku og spænsku. Þessi hópur náði með aðstoð tveggja túlka að samsama reynslu sína upplifun fólks frá fjarlægu heimshorni. Þótt atburðarásin væri ekki nákvæmlega eins voru engu að síður ótrúleg lík- indi með því hvernig fólk upplifði at- burðinn, leið í kjölfarið og taldi að áfallið hefði breytt lífi sínu. Þessi hópvinna var afar áhrifarík, bæði fyrir fólkið og okkur starfs- mennina.“ Gleymist aldrei – Eltir ekki svona sársaukafull lífsreynsla fólk alla ævi? „Skjólstæðingar mínir biðja mig stundum um að láta sig gleyma. Ég svara því alltaf að ég geti aldrei látið þá gleyma – aðeins hjálpað þeim að muna atburðina á nýjan hátt. Sjáðu til,“ segir Mehrdad. „Við manneskjurnar búum yfir tvenns konar minni. Annað minnið er skammtímaminni, beintengt tilfinn- ingum okkar og sálarlífi. Á meðan okkur dreymir færir heilinn minn- ingarnar yfir í langtímaminnið. Vandamálið er að við stóru áföllin verður draumurinn svo átakanlegur að viðkomandi vaknar og hindrar þar með yfirfærsluna yfir í langtíma- minnið. Manneskjan þarf að ná því að aftengja tilfinningar sínar atburð- inum með því að segja frá atburða- rásinni í traustu andrúmslofti. Smám saman ætti hún svo í framhaldi af því að geta endurupplifað/sagt frá at- burðunum án þess að allar tilfinning- arnar komi um leið upp á yfirborðið. Ég skal skýra hvað ég á við með dæmi. Ef ég segi þér að ég hafi orðið vitni að því að 8 ára gamall sonur minn hafi dáið í umferðarslysi fyrir 10 árum tryðir þú mér þá?“ spyr Me- hrdad. „Já,“ svarar blaðamaður. „Allt í lagi,“ heldur hann áfram. „Ef ég segi að sami atburður hafi átt sér stað í morgun – trúir þú mér þá?“ „Nei, þú lítur ekki út fyrir að vera nýbúinn að missa son þinn.“ „Ég er segja þér frá sama atburð- inum. Eini munurinn er að af því að engar tilfinningar fylgja frásögninni gæti ég verið að rekja atburði úr langtímaminninu í fyrra skiptið. Ef sonur minn hefur dáið í umferð- arslysi, þó dauðsfallið hafi átt sér stað fyrir 25 árum, get ég alltaf fram- kallað allar tilfinningar mínar á þeirri stundu. Hins vegar fylgja til- finningarnar ekki ósjálfrátt með eins og rétt eftir atburðinn. Með með- ferðinni stuðlum við í raun að því að aðskilja upplýsingarnar frá tilfinn- ingalífinu. Þar með hefur takmarki okkar verið náð.“ – Þetta gerist venjulega með tím- anum – ekki satt? „Jú, í tengslum við þekkt áföll sem samfélagið vinnur úr með ákveðnum hætti. Ef áföllin eru svo sársaukafull að manneskjan getur ekki tekist á við þau sjálf og umhverfið oft ekki heldur er þörf fyrir meiri hjálp, t.d. eins og við veitum hérna.“ Ég varð fyrir sprengjuárás … pyntingum … misnotkun … nauðgun … sá vin/ættingja/ maka sprengdan í loft upp. Skjólstæðingar meðferðarstofnunar Rauða krossins í Málmey fyrir fórnarlömb pyntinga og stríðsátaka sækja þangað af ólíkum ástæðum. Anna G. Ólafs- dóttir heimsótti meðferðarstofnunina til að fræðast um starfsemina hjá félagsráðgjöfunum Barbro O’Connor og Mehrdad Arbab. Reuters Margir eiga um sárt að binda eftir borgarastríðið á Balkanskaga, ekki síst konurnar sem sumar sættu misþyrmingum. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Mehrdad Arbab og Barbro O’Connor hjálpa fórnarlömbum pyntinga og stríðs- átaka í meðferðarstofnun Rauða krossins í Málmey. ago@mbl.is Kynferðis- ofbeldi gegn körl- um tabú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.