Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ V eiðisafnið, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, verð- ur opnað almenningi um þessa helgi. Þar eru til sýnis uppstoppuð dýr úr þremur heimsálfum, sútuð skinn, veiðivopn af ýmsu tagi og fleira sem lýtur að veiðum á dýrum og fuglum. Megnið af sýn- ingargripunum eru dýr sem eigendur safns- ins og veiðimennirnir Páll Reynisson ljós- myndari og kvikmyndatökumaður og Fríða Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari hafa aflað innanlands og utan. Einnig eru sýnd dýr sem fengin eru að láni frá Náttúrufræðistofnun Ís- lands og hefur Veiðisafnið gert fimm ára varðveislusamning við stofnunina um láns- dýrin. Veiðisafnið á nú þegar 45 uppsett dýr og dýrin frá Náttúrufræðistofnun eru 33 tals- ins. Við opnun verða því til sýnis 78 dýr og fuglar, auk sútaðra skinna og annarra dýra- hluta. Páll og Fríða segjast vera rétt að byrja að safna dýrum. Í október næstkomandi ætla þau á elgsveiðar í Svíþjóð. Sú ferð er afmæl- isgjöf til Fríðu og mun sænskur elgur eflaust prýða safnið í framtíðinni. Páll segir að þótt Fríða hafi byrjað löngu á eftir sér að veiða sé hún nú með fleiri dýr í uppstoppun en hann. „Hún er nú að upplifa það sem ég var að tala um við hana fyrir nokkrum árum. Þegar ég talaði um dýrin mín horfði hún bara út um gluggann og hristi hausinn. Um leið og hún kemst inn í þetta sjálf opnast nýjar víddir. Ég öðlast sérstaka tilfinningu, sérstök tengsl, við þessi dýr. Ef þú finnur ekki til þeirra á ekki að koma nálægt þessu. Allir þessir hausar eiga sína sögu og hafa djúpa merkingu fyrir mig sem veiðimann. Hluti af því að taka þessi dýr verður stór hluti af mér. Ég kemst aldrei frá því. Ég er á sinn hátt að gefa þeim líf og þau verða partur af mínu lífi.“ Veiðisafnið er til húsa að Eyrarbraut 49 á Stokkseyri, einu fyrsta húsinu sem mætir þegar komið er inn í þorpið frá vestri. Húsið er auðþekkt af yfirbyggðri verönd, líkri þeim sem gjarnan eru á húsum í Afríku. Safnið er í raun hluti af heimili þeirra Páls og Fríðu og gefur það starfseminni heimilislegan brag. Allt sem tengist skotveiðum Auk uppsettu dýranna verður til sýnis margt sem tengist skotveiðum. Jafnt veiði- vopn þeirra Páls og Fríðu og margs konar veiðitól sem safnið hefur fengið að láni eða gjöf. Safnið hefur fengið leyfi frá Ríkislög- reglustjóranum til að hafa skot- vopn til sýnis og verða þau í sér- útbúnum sýn- ingarskápum og vegglæsingum, þegar opið er, og rammgerum pen- ingaskápum þess á milli. „Við höfum hugsað okkur í byrjun að sýna fyrst og fremst okkar byssur,“ seg- ir Páll. „Í sjálfu sér eru þær flestar bara hefðbundnar veiðibyssur og ekkert sér- staklega spennandi fyrir byssukarla. Ekki fyrr en kemur að skammbyssunum og pístólunum. Þar eru að mínu viti einhverjar sér- stökustu veiðibyssur á landinu.“ Auk eigin byssna hafa Páll og Fríða fengið lán- aðar byssur frá mönnum á Hornafirði og að sunn- an. Þar er fyrst og fremst um að ræða gömul skotvopn. Meðal annars verður til sýnis Drífu-haglabyssa, smíð- uð á Dalvík af Jóni heitnum Björnssyni. Páll er að safna upplýsingum um byssusmíðar Jóns, en Drífa mun vera eina íslenska byssan sem var raðsmíðuð í einhverju magni. Löng- un stendur til að byggja upp heildstætt safn veiðibyssna sem sýnir þær gerðir sem Íslend- ingar hafa notað til veiða í áranna rás og ann- arra gripa sem tengjast veiðum. „Ef einhverjir vilja lána eða gefa byssur á safnið þá er það velkomið. Safnið er sjálfs- eignastofnun og hafa gjafabréf og varðveislu- samningar verið útbúin. „Einn einstaklingur er þegar búinn að ánafna safninu allar sínar byssur og veiðitól að sér gengnum. Við tökum þakksamlega við gömlum skotfærum, skot- færapakkningum, hnífum, gildrum, spjótum og öðru sem tengist veiðiskap. Þetta er veiði- safn með áherslu á skotveiðar. Þannig höfum við kynnt það. Stangaveiðin er ekkert inni í þessu.“ Fyrsta árið verður safnið opið daglega klukkan 11 til 18 nema á háhelgum dögum. Það er til að kanna heimsóknatíðnina og þörf- ina fyrir að hafa opið í framtíðinni. Einnig verður hópum, félögum og öðr- um gefinn kostur á að panta tíma utan venjulegs opn- unartíma. Áhuginn vaknaði snemma Veiðisafnið er beinn ávöxtur af óþrjótandi áhuga Páls á veiðum og skotfimi. Hann segir að áhuginn hafi kviknað snemma. „Ég fékk und- anþágu hjá Lögreglunni í Reykja- vík fyrir mínu fyrsta skotvopni, 22 cal. riffli, 18 ára gamall,“ seg- ir Páll. Hann lagði stund á skot- fimi og skotveiðar hér innan- lands, en hugurinn leitaði á fjar- lægar slóðir, ekki síst hinar róm- uðu veiðilendur Afríku þar sem hjarðir villtra dýra reika um slétt- ur og skóga. Páll á nú að baki ell- efu ferðir til Afríku bæði til kvik- myndatöku og veiða. „Afríkudellan í veiðinni byrjaði 1994. Þá ákvað ég að fara og skjóta sebrahest daginn sem ég yrði fertugur – klukkan þrjú,“ segir Páll. Fyrirheitni dagurinn rann upp 19. maí 1996 og Páll stóð við heitið. Raunar ekki upp á stund, því klukkan var orðin fimm þegar sá röndótti hvarf á veiðilendurnar eilífu. „Ég var búinn að vera með Lew Harris leiðsögumanni á veiðum í tvo daga,“ segir Páll og það kviknar blik í augunum við upprifj- unina. „Þann 18. maí komumst við í tæri við hjörð af sebrahestum, 32 dýr og þar af voru þrjú karldýr. Ég var með leyfi fyrir einu slíku. Við komumst í draumafæri – alveg óvart. Lew Harris spurði hvort ég ætlaði ekki að taka’ann? Nei, það er ekki réttur dagur, svaraði ég. Ætlar þú ekki að taka hann, spurði hann aftur. Nei, við komum aftur á morgun, svaraði ég. Það kom löng þögn og karlinn sagði ekki orð. Sporrekjandinn og fláningsmaðurinn komu á eftir. Það var graf- arþögn í bílnum og skrítið andrúmsloft. Auð- finnanlega var ekki allt í lagi. Ég reyndi að vera á léttu nótunum, talaði um dýrin sem ég hafði veitt fyrr um daginn og hressa upp á andrúmsloftið. En allt kom fyrir ekki. Það var ekki sagt orð!“ Daginn eftir var haldið á sömu lendur og fengið leyfi, en nú sást ekki sebradýr. „Klukkan tifaði og túrinn gekk út á að skjóta sebrahest klukkan þrjú. Harris sendi strák- ana með talstöð yfir dalinn þar sem vel sást yfir. Þeir fundu hjörðina og gátu leiðbeint okkur að henni. Landið var vaxið hávöxnu grasi sem gerði erfitt að sjá frá sér og ferðast um. Grasið var svo hátt að það var vonlaust að skjóta inni í því. Gegnum grasið lá þröngur stígur eða slóði – rétt eins og í bíómynd. Slóð- inn bjargaði málunum. Harris sagði við mig: Dýrin koma hér yfir stíginn, frá hægri til vinstri. Stærsti sebrahesturinn er aftarlega. Hann mun stoppa þegar hann sér okkur. Þar færðu þínar tvær sekúndur. Svo bætti hann við: „Now is your day!“ (Nú er dagurinn þinn). Það var búið að krauma í honum frá því daginn áður!“ Atburðarásin varð nákvæmlega eins og Harris hafði lýst. „Hjörðin kom frá hægri til vinstri. Ég var með Remington riffil módel 7, kaliber .308 Winchester. Sebrinn stoppaði á stígnum til að meta aðstæður og ég skaut hann fríhendis frá öxl. Dýrið féll í sömu spor- um. Harris stikaði færið og það reyndist vera 168 metrar.“ Skammbyssur og pístólur Páll er í þröngum hópi veiðimanna sem stunda veiðar með handbyssum og skamm- byssum. Handbyssurnar eru í raun litlir veiði- rifflar með skammbyssugripi. „Fyrir mér byrjaði skotveiðin fyrir alvöru þegar ég fór að veiða með skammbyssu. Það er fluguveiðin í þessu,“ segir Páll. „Í handbyssunum gildir bara eitt skot. Allar skepnur hér inni sem ég hef veitt, fyrir utan tvær, eru felldar í einu skoti. Þótt handbyssurnar séu langdrægar vil ég komast nær bráðinni en þegar veitt er með riffli.“ Þessi tegund veiðimennsku hefur heillað Pál frá unga aldri. Hann las allt sem hann komst yfir um veiðar með hand- og skamm- byssum og fimm byssukarla í Bandaríkjunum sem komu þessari grein á fót. Tveir þeirra eru enn á lífi, J. D. Jones og Larry Kelly og nöfn beggja komin í Handgun Hall of Fame of America. J.D. Jones hefur hannað meira en 30 skothylki sem auðkennd eru með upphafs- stöfum hans. Páll hefur átt viðskipti við fyr- irtæki í eigu Jones. „Dag einn hringdi ég og hann svaraði – sjálfur gúrúinn. Við fórum að spjalla og hann sagði mér að hann hefði komið hingað til lands 1983. Já, ég veit, svaraði ég. Hvernig veistu það, spurði hann undrandi. Þá sagði ég honum að ég hefði lengi fylgst með honum og Morgunblaðið/RAX Fríða Magnúsdóttir og Páll Reynisson í Veiðisafninu á Stokkseyri. Í baksýn er Afríkuveggurinn með fjölda afrískra dýra, auk hefðbundinna vopna og veiðitækja Afríkumanna svo sem spjót og skildir. Gíraffi, antilópur, hreindýr, krókódíll, sauðnaut og selur eru meðal uppsettra dýra sem mæta gestum Veiðisafnsins á Stokkseyri. Þar eru einnig sýnd ný og gömul veiðivopn og annað sem tengist veiðimennsku. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson heimsóttu Fríðu Magnúsdóttur og Pál Reynisson, veiðimenn og safnara, og fræddust um safari-ferðir til Afríku, Grænlands og fleira. Í safari á Stokkseyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.