Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 18
lesið allt um hann sem ég komst yfir. J.D. vildi spjalla heilmikið og það endaði með því að ég pantaði fyrir hann hreindýraveiðileyfi daginn eftir.“ J.D. Jones kom svo um haustið 2001 með konu sinni og fóru þau ásamt Páli og Fríðu í tólf daga hringferð um landið. Var bæði farið á hreindýraveiðar og selveiðar. Þau voru norður á Skaga og Jones nýbúin að veiða tvo seli. Fríða fór að athuga með hádegisverð þegar tilkynning barst í útvarpinu um árásina á Bandaríkin þann 11. september. „Það var átakanlegt að þurfa að segja þeim þessa frétt,“ segir Fríða. J.D. Jones skrifaði síðar greinar um Ís- landsferðina í þekkt tímarit byssumanna. Hann fékk mikil viðbrögð, ekki síst frá fólki sem átti bágt með að kyngja selveiðunum. Vinur og veiðifélagi Páll segir það fremur sjaldgæft að konur fylgi mönnum sínum í skotveiði og á skotæf- ingar. Hann telur sig mjög heppinn að Fríða, konan hans og besti vinur, skuli hafa áhuga á veiðunum. En hvað kom til að Fríða fór að skjóta? „Ég þurfti að læra að fara með byssu, áður en við fórum til Afríku árið 2000. Þar geta skapast þær aðstæður að það sé nauðsynlegt að grípa til byssu. Fram að því hafði ég alltaf setið heima, bara farið með Palla á rjúpu til að fá útivistina. Svo kviknaði neistinn hjá mér í Afríku. Þegar við komum heim sagði ég: Mig langar að taka minn eigin kúdú (skrúf- hyrna, antilóputegund). Það skeði eitthvað hérna,“ segir Fríða og leggur höndina á hjartastað. „Þetta fór ekkert frá mér. Ég fór á skotvopnanámskeið um leið og við komum heim, en var að því komin að hætta við í byrj- un. Palli hjálpaði mér í gegnum þetta. Hann hefur kennt á skotvopnanámskeiðum lögregl- unnar á Selfossi. Ég fór líka á veiðikorta- námskeiðið og ákvað að halda áfram. Ég fór á gæsaveiðar og tók meðal annars fallegan helsingja og lét stoppa hann upp. Svo fékk ég hreindýraleyfi frá Palla í afmælisgjöf. Ég felldi tarfinn í einu skoti, á 195 metra færi, beint í bóginn. Ég bara gerði eins og Palli hafði kennt mér, en þetta var ekki auðvelt til- finningalega. Eftir að ég hafði fellt tarfinn gaf Palli gaf mér riffilinn við hátíðlega athöfn uppi á fjallinu. Leiðsögumaðurinn minn, Björn Ingvarsson, klökknaði. Hann hafði aldrei verið viðstaddur svona athöfn.“ Páll skýtur því inn í að sá sem ekki finni fyrir því að fella dýr, eigi ekki að stunda veið- ar. Fríða er hárgreiðslumeistari og er með stofu í Ármúla 34 í Reykjavík. Þar hefur hún uppstoppuð dýr sem hún hefur veitt. En hvaða dýr fellt í Afríku skyldi vera eftirminni- legast? „Það er erfitt að toppa gíraffann,“ segir Páll. „Ég felldi hann í ágúst árið 2000 með Ruger sexhleypu, kaliber .44 Magnum. Hand- hlaðið skot með 300 grains (19,4 gramma) kúlu. Færið var 35 metrar. Eitt skot í hjart- að. Ég veit bara um einn annan sem hefur leikið þetta eftir. Sá er norskur og hafði uppi á mér eftir að það birtist grein um mig í am- erísku blaði. Kúlan er til og verður hér til sýnis.“ Gíraffinn var veiddur á veiðisvæði sem nú hefur verið sameinað Krüger Park náttúru- verndarsvæðinu. Fríða segir að þau hafi verið lengi að leita að réttum gíraffa og notið að- stoðar tveggja leiðsögumanna. „Við vorum á annan sólarhring að leita þar til elsti tarfurinn í hjörðinni fannst. Hann hefði líklega dáið náttúrulegum dauðdaga árið eftir.“ Safnið í stofunni En hvers vegna að opna safn heima hjá sér? „Í Reykjavík fer fólk sjaldnast í heimsóknir nema því sé boðið. En við að flytja hingað á Stokkseyri stoppaði ekki gestagangurinn,“ segir Fríða. „Þetta var orðið svo mikið að ég bað Palla um að skrifa þetta niður. Hann sagði: Hvað, þetta er bara einn eða tveir á mánuði! Ég sagði við Palla: Þetta er ekki lengur heimili, þetta er safn. Fólk hringdi og spurði hvort það mætti skoða safnið, eða bankaði hér uppá fyrirvaralaust. Jafnvel fólk sem við höfðum aldrei áður séð. Það kom allt frá einni fjölskyldu upp í heilar rútur, 40–60 manns í einu! Fyrirtækjahópar í óvissuferð- um hafa beðið um að fá að koma. Það var mjög gaman að fá hingað í haust rútu með 45 leiðsögumönnum sem litu inn. Við notuðum tækifærið og spurðum hvort þau héldu að það myndi ganga að opna hér safn? Þá vorum við bara með okkar dýr og ekki komin með dýrin frá Náttúrufræðistofnun. Leiðsögumennirnir töldu víst að þetta myndi ganga sem safn, en lögðu áherslu á að við mættum ekki breyta frá heimilisstílnum. Útlendingum myndi þykja það mjög sérstakt að við búum hér. Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur. Við urðum að loka húsinu um áramótin, vegna breytinganna. Fyrstu hóparnir vildu bóka sig strax í janúar.“ Páll bætir því við að síðan gíraffinn bættist í safnið hafi komið meira en þúsund gestir. Páll hefur áætlað að búast megi við um 4.000 safngestum fyrsta árið. Aðrir segja hann van- meta það um helming. Páll og Fríða segja að umferð um Stokkseyri hafi aukist mjög á stuttum tíma. Svo virðist sem fólk hafi skyndilega uppgötvað töfra suðurstrandarinn- ar. Veiðisafnið hefur opnað eigin heimasíðu, www.hunting.is og er efni hennar á íslensku og ensku. Þar eru annars vegar upplýsingar um veiðisafnið og hins vegar upplýsingar um veiðar í útlöndum. Páll segir að ekki sé um að ræða ferðaþjónustu, heldur séu þau tengiliðir við erlenda kunningja þeirra sem annast veiðiferðir. „Eina sem við höfum beinlínis milligöngu um er að hjálpa erlendum veiðimönnum að komast á hreindýraveiðar hér á landi og Ís- lendingum og öðrum að komast á sauðnauta- veiðar í Grænlandi. Við erum í sambandi við vini okkar sem skipuleggja veiðiferðir í Ný- fundalandi, Suður-Afríku og Svíþjóð. Berist fyrirspurnir til okkar um veiðar á þessum slóðum þá sendum við þær beint áfram.“ Að veiða verðlaunagripi Sú veiðimennska sem Páll og Fríða stunda hefur annan tilgang en að færa björg í bú, þótt vissulega fari nánast ekkert til spillis af dýrunum sem þau fella. Um langan aldur hafa erlendir veiðimenn, ekki síst frá vest- rænum menningarþjóðum, lagt stund á veiðar þar sem sóst er eftir verðlaunagripum (trophy-hunting). Á þessu sviði starfa gam- algróin og fjölmenn félög veiðimanna, til dæmis Safari Club International (SCI) og Boone & Crockett Club (B&C), sem stofn- aður var 1887 af Theodore Roosevelt. Veiðimenn, sem sækjast eftir verðlauna- gripum, eru vandfýsnir á bráð og leita að dýr- um sem bera af á einhvern hátt. Stór, form- fögur og vel greind krúna hjartardýra, stór horn antílópa og villifjár, veglegar tennur fíla og vörtusvína þykir til dæmis eftirsóknarvert. Eðli málsins samkvæmt er mest sótt í gömul karldýr, því hinir eftirsóknarverðu þættir prýða gjarnan karlpeninginn og vaxa með aldrinum. Gömlu tarfarnir, sem gegnt hafa hlutverki sínu til viðhalds stofninum, eru felldir og fá framhaldslíf yfir arni veiðimanns- ins – eða á veiðisafni líku því sem nú er opnað á Stokkseyri. Veiðarnar virka þannig sem lið- ur í grisjun stofnanna. Verðlaunagripaveiðar eru stór atvinnugrein víða um heim. Þær lúta ströngum reglum og eru gerðar miklar kröfur til veiðimannanna. Bráðina verður að fella í samræmi við gild- andi lög og reglur. Veiðimaðurinn verður því að hafa tilskilin leyfi fyrir veiðunum og út- flutningi dýrahluta frá veiðilandinu. Hinir eft- irsóknarverðu eiginleikar dýrsins eru síðan mældir eftir ákveðnum reglum, gjarnan af viðurkenndum matsmönnum. Nefna má mæli- kerfi SCI og B&C. Niðurstaða mælingar sem t.d. er skráð hjá SCI ratar í árbækur og get- ur unnið til sérstakra verðlauna. Safari Club International hefur viðurkennt íslensk hreindýr sem verðlaunabráð og útbúið matsreglur fyrir þau. Páll segir að erlendir veiðimenn sem komi hingað á hreindýraveið- ar séu nær undantekningalaust meðlimir í SCI og sækist eftir að fella verðlaunatarfa. „Mér vitanlega eru ekki nema þrír Íslend- ingar félagar í SCI. Sumum finnst skrítið að við veiðum dýr til að stoppa þau upp. En þeim finnst ekkert að því að þeir sem veiða stóran lax setji hann upp!“ Einn á topp tíu lista Í Veiðisafninu á Stokkseyri er einn gripur sem komst á lista yfir tíu bestu verðlaunadýr í sínum flokki hjá SCI. Það fallow-dýr (dá- dýrategund) sem fellt var með skammbyssu. Eina dýrið af sinni tegund til þessa sem er skráð tekið með skammbyssu í Afríku, að sögn Páls. „Hér er annað sem fór hátt í mæl- ingu, en þeir vildu fá staðfestingu frá löggilt- um mælingamanni, sem ekki er til hér á landi.“ Það eru tennur úr vörtusvíni sem Páll veiddi í Afríku. Hann segir unnið að því að hér verði viðurkenndir mælingamenn. Veiðimennirnir sækjast eftir hornum, tönn- um, húðum eða öðru af dýrum sem felld eru í Afríku. Heimamenn hirða svo hitt og gjör- nýta. „Nýtingin á öllu því sem við höfum veitt í Afríku er 110 prósent,“ segir Páll. „Þeir nýta allt, meira að segja vömbina, þarmana, beinin og annað sem við erum vön að henda.“ Páll segir að stærstu framlög til dýravernd- ar og náttúruverndar í mörgum löndum komi frá sportveiðimönnum. Gott dæmi um það sé Veiðikortasjóðurinn, sem fengið hefur 100 milljónir úr vösum íslenskra veiðmanna frá 1995 og hafi veiðimenn þannig kostað rann- sóknir á rjúpum, hreindýrum og fleiri teg- undum að verulegu leyti. „Félög veiðimanna hafa gert samninga við ríkisstjórnir í Afríku og kosta vernd og viðhald stórra landsvæða til að forða ákveðnum dýrategundum frá út- rýmingarhættu. Ég veit að þegar ég tek í gikkinn og felli sebrahest í Afríku, þá fer ákveðinn hluti af þeim 850 dollurum sem sú hreyfing kostar til þess að viðhalda stofn- inum. Verðlaunaveiðar eru næststærsti „bísn- iss“ í Suður-Afríku, á eftir gulli og demöntum. Kjötveiðar landans Páll segir að Íslendingar þekki fæstir veiði- hefðir á borð við þær sem tíðkast víðast hvar um hinn vestræna heim. Þó sé það að breyt- ast með nýrri kynslóð veiðimanna sem fari í auknum mæli utan til veiða. Páll segir helst að einhver hefð hafi skapast kringum rjúpna- veiðar hér á landi. Hreindýraveiðarnar segir hann enn „á kjötkaupmennskustigi“. Flestir veiði hreindýr vegna kjötsins, en sárafáir vegna krúnunnar fyrst og fremst. Þó sé þetta að breytast. Páll segir að sér vitanlega sé Ísland eina landið í heiminum þar sem veiðimenn eru látnir borga bráðina á fæti, fyrirfram. Þar á hann við hreindýraleyfin. „Ef veiðin bregst vegna þoku eða óveðurs þá fer það eftir svæð- um hvort þú færð endurgreitt og hvað mikið. Þetta finnst erlendum veiðimönnum, sem hingað hafa komið og við höfum umgengist, mjög skrítið fyrirkomulag. Sérstaklega þar sem það er ríkisrekið apparat sem heldur ut- an um dæmið og rukkar fyrirfram.“ Gíraffi: Unnin leðurvara Páll og Fríða fóru til sauðnautaveiða á Grænlandi í fyrra. Þau öfluðu tilskilinna leyfa frá grænlenskum yfirvöldum sem þurftu að hugsa sig um hvort óhætt væri að leyfa Páli að skjóta sauðnaut með handbyssu. „Þegar sauðnaut er veitt er leitað að stærsta ein- staklingnum en ekki endilega þeim með stærstu hornin. Þú tekur ekki fyrsta dýrið sem sést. Það verður að hafa mikið fyrir þessu. Ég gekk þar til ég fann dýr sem ég var sáttur við.“ Þegar búið var að fella sauðnautin var slegið upp veislu sem stóð í þrjá daga. „Fín steik sauðnaut,“ segir Fríða. „Besta gúllas sem ég hef smakkað var sauðnauta- gúllas, því Grænlendingarnir notuðu lund- irnar í gúllasið. Við smökkuðum líka ísbjarna- kjöt og selkjöt hjá Grænlendingunum, en mér þótti það ekki gott.“ Húðir og horn sauðnautanna voru flutt til Íslands. Hér var gengið frá hvoru tveggja og verða gripirnir til sýnis í safninu. Páll hefur látið stoppa Afríkudýrin upp í Afríku. Hann segir það fyrst og fremst vegna þess að þar séu uppstopparar vanir að fást við dýr af þessum tegundum. Þegar uppstoppuðu dýrin voru flutt til landsins frá Afríku kom ýmislegt Páli á óvart. „Það er fáránlegt að þurfa að borga virð- isaukaskatt af uppstoppuðum gíraffa eða sebrahesti. Það er ekki eins og þetta verði bútað niður í töskur sem seldar verða í Kola- portinu. Það er enginn virðisauki í þessu. Svo var ég látinn borga 10 prósent toll því þetta var flokkað sem unnin vara úr leðri!“ Páll segir að væri hann 15–20 árum yngri myndi hann læra uppstoppun. „Hún er enda- hnúturinn á veiðinni. Veiðin sjálf er bara brot af ferlinu. Það er undirbúningurinn, samsetn- ingin á byssunum, frágangurinn, svo það sem á eftir fylgir. Við segjum í þessu húsi: Fiskur á land, fugl í poka, hreindýr í kerru er bara bónus. Það er túrinn sem gildir.“ Á fuglabjargsveggnum sitja margar tegundir íslenskra bjargfugla, líkt og þessar rytur. TENGLAR ................................................................... www.hunting.is gudni@mbl.is, rax@mbl.is Lónakrókódíll heilsar gestum Veiðisafnsins á Stokkseyri. Heimkynni grímuapans eru í Afríku. Nátt- úrufræðistofnun Íslands lánaði þetta eintak ásamt fleiri sjaldséðum dýrum sem eru til sýnis í Veiðisafninu. Snæhérinn er ættaður frá Grænlandi. Í baksýn er hreintarfur sem Fríða veiddi 26. júlí í fyrra. Athyglisvert er að hornin eru loðin, en flauels- húðin flagnar af þegar líður á sumarið. 18 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.