Morgunblaðið - 09.05.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.05.2004, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er einhver magnaður og dulúðugur andi sem svífur yfir þessu svæði, sem geymir mikla sögu um dugnað og sigra í erfiðri lífsbaráttu. Á Ströndum og Norð- ur-Ströndum, fyrir norðan Geirólfsgnúp, sýslumörk Stranda- og N-Ísafjarðarsýslu, hefur verið stunduð um aldir sérstök blanda af hefðbundnum búskap, sjósókn og hlunnindanytjum. Strandamenn voru auðvitað um alla tíð með þá sérstöðu að hafa nægan smíðavið úr rekanum, aldrei keypt nokkur spýta. Hagleiksmenn og smiðir góðir, bátasmiðir voru víða. Ster- kviðaðir teinæringar voru smíðaðir til hákarlaveiða og lágu menn úti jafnvel dögum saman. Það hefur ekki verið fyr- ir kulvísa. Hákarlaveiðar voru stór- atvinnuvegur á sinni tíð á meðan mark- aður var fyrir lýsið til útflutnings. Hákarlaskipið Ófeigur frá Ófeigsfirði, smíðað 1875, er nú á Byggðasafni Hún- vetninga og Strandamanna og ber þess- ari sögu glöggt vitni. Engin kreppa á Ströndum Strandamenn hokruðu ekki í fáfræði og sulti. Á meðan kreppan læsti klóm sínum á millistríðsárunum var engin kreppa á Ströndum. Hlunnindanytjar voru bæði af bjargfugli, sel og æðarfugli að ógleymdum rekanum til smíða og upphitunar. Síldarverksmiðjur voru reistar í Djúpuvík og Ingólfsfirði og möluðu gull dag og nótt yfir síldar- vertíðina. Heimili voru mannmörg og má sjá á reisulegum íbúðarhúsum sem standa á Dröngum (byggt 1911) og eins í Ófeigsfirði (byggt 1913). Hrikaleg náttúran hefur eflaust mótað menn og ekki nema hraustmennum ætlandi að standa fyrir búi á Ströndum norður. Tannlaus tími Í dag verður sá sem fer um þetta svæði fyrir sömu áhrifum. Ferð okkar sumarið 2003 var frá Trékyllisvík í suðri og norður fyrir Hornbjarg og í Hornvík. Höfðum við viðkomu í Norðurfirði og Litlu-Ávík, þar sem er ársbúseta, og í Ingólfsfirði, Ófeigsfirði, Dröngum og Reykjarfirði nyrðri. Þar er dvalið á sumrum og sinnt um hlunnindi og hús- um haldið við. Við vorum svo heppnir að eiga samtöl við fólk sem fætt er og uppalið á þessu svæði en kemur nú til sumardvalar. Þeir Drangabræður eru höfðingjar heim að sækja. Drangabærinn stendur skammt fyrir norðan hin mögnuðu Drangaskörð, „þegar sinn ólma org- anleik, ofviðrið heir á Dröngum,“ kvað Jón Helgason. Þar er trúlega ekki alltaf ládauður sjór. Nýveiddur útselur á bryggjunni, hellt er uppá kaffi á elda- vélinni sem kynt er með reka, spjall og sögur við eldhúsborðið. Þeir bræður hafa náð því að slá framtennurnar úr tímanum, hér er enginn tími. Í Reykjarfirði takast á andstæðurnar jarðhiti og jökultunga úr Drangajökli. Þeir Reykjafjarðarbændur hafa alltaf verið bærilega sjálfbjarga með smíðar. Með öðrum orðum annálaðir smiðir og völundar á tré og járn, bátasmiðir góðir og bræddu málm og steyptu eins og hann væri kertavax. Náttúran, Dranga- skörð, Geirólfsgnúpur og Hornbjarg ramma síðan þessa mynd með sínum tignarleik. Tímalaus tilvera Eyðibyggðirnar á Ströndum fyllast lífi á vorin. Náttúran kviknar, björgin iða af fugli og brottfluttir Strandamenn snúa aftur á heimaslóð. Sigurgeir Jónasson og Börkur Grímsson voru í hópi Vestmannaeyinga sem heimsóttu Strandirnar. Hornið, sem Hornbjarg dregur nafn af, er einn útvarða hinnar tímalausu veraldar á Ströndum. Ragnar Jakobsson í Reykjafirði sýnir hér aðkomumönnum Listerinn, sem hann notar fyrir bryggjuspilið. Hann á 16 aðrar Lister-vélar og allar nema tvær í notkun. Gamlir bátar bera vitni um horfna útgerðarsögu við harðbýla strönd. Sá fremsti var smíðaður 1905, og eflaust úr rekaviði. Fjalirnar við Hornbjarg. Sjávarhúsin á Dröngum, skemma, hákarlshjallur og beitningaskúr. Sigurgeir er umboðsmaður og ljósmyndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum. Börk- ur er útibússtjóri Íslandsbanka í Vest- mannaeyjum, en er nú í námsleyfi. Rispur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.