Morgunblaðið - 09.05.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 09.05.2004, Síða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 25 Stjórnandi: Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Upplýsingar í síma 899 8199 - Netfang: kraft@isl.is. • Bjóðum upp á rólega byrjendatíma í sumar og stuttar gönguferðir. KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ Holl hreyfing stuðlar að vellíðan og betri heilsu KRAFTGANGA Í 13 ÁR ÞAÐ er eins víst og lóan og spóinn koma á vorin að Karlakór Selfoss kemur fyrsta laugardag í maí og heldur söngskemmtun og dansleik á Flúðum. Svo var einnig nú en kórinn söng fyrir fullu húsi. Þessi hefð þeirra karlakórsmanna hefur staðið í nær fjóra áratugi en kór- inn verður búinn að starfa í fjöru- tíu ár á næsta ári. Nýr geisla- diskur mun þá væntanlegur með þessum ágæta kór sem hefur um 45 söngbræður af Árborgarsvæð- inu og nágrenni. Söngstjóri er Hreppamaðurinn Loftur Erlingsson sem hefur stjórnað kórnum í fjögur ár en Englendingurinn Julian Edward Isaacs hefur verið undirleikari síð- astliðna tvo vetur. Lagaval var fjölbreytt en svokölluð Björgvins- syrpa með níu vinsælum lögum eftir tónskáldið og kórstjórnand- ann Björgvin Þ. Valdimarsson vakti ekki hvað síst mikla hrifn- ingu. Gestakór var Karlakór Keflavík- ur. Hann var með gott lagaval en mun færri söngfélaga. Suðurnesja- menn komust vel frá sínu hlut- verki þótt meðalaldurinn sé í hærra lagi. Stjórnandi kórsins er Vilberg Viggósson en undirleikari Ester Ólafsdóttir. Okkur sem búum í dreifbýlinu er kærkomið að fá slíka kóra í heimsókn til að auka enn á menn- ingarlífið og fjölbreytileika þess enda voru það þakklátir áheyrend- ur sem nutu þessarar ágætu skemmtunar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Karlakórar Selfoss og Keflavíkur syngja saman, Loftur Erlingsson syngur einsöng, Vilberg Viggóson stjórnar. Enn söng- veisla á Flúðum Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Úrslitin úr spænska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.