Morgunblaðið - 09.05.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 09.05.2004, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ fiÚ GETUR... Tryggjum hverju barni heilsuvernd, menntun, jafnrétti, umhyggju EFLUM MANNÚ‹ ...OR‹I‹ HEIMSFORELDRI Sími 575 1520 I www.unicef.is © U N IC E F/ H Q 98 -0 84 2/ B lid A ls b ir k ÞESSA dagana takast landeigend- ur Gufuár í Borgarfirði á um veiði- fyrirkomulag í ánni. Gufuá er afar vatnslítil að jafnaði á sumrin, nema í rigningartíð, menn taka varla eft- ir henni, en eigi að síður veiddust í ánni yfir 400 laxar í fyrra ... í net. Sigurður Már Einarsson fiski- fræðingur og deildarstjóri Vestur- landsdeildar Veiðimálastofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið að netaveiðin neðst í Gufuá væri að jafnaði 150 til 200 laxar, en í þurrkasumrum eins og í fyrra, væri laxinn tregari upp í berg- vatnsárnar og þá væri veiðin meiri. „Gufuáin á sinn litla laxastofn, en það er enginn vafi á því að eitthvað af þessari netaveiði úr Gufuá er af fiski úr öllu vatnakerfinu, ég man til dæmis eftir merki úr Norðurá svo dæmi sé tekið,“ sagði Sigurður. Ekki í pakkanum Sigurður segir að netaveiðin í Gufuá, sem er frá Ölvaldsstöðum, hafi lengi verið umdeild, en ekki væri um heimildarleysi að ræða, því veiðifélag Gufuár var ekki með í gerð heildarsamkomulags um uppkaup neta úr Hvítá, einhverra hluta vegna. Gufuá rennur þó í Hvítá mjög neðarlega og gætir flóðs og fjöru langt upp eftir neðsta hluta árinnar, þar sem hún liðast í djúpum stokkum síðustu nokkur hundruð metrana. Þarna hlýtur því mikill fjöldi laxa að ganga um, a.m.k. fiskur úr Norð- urá, Gljúfurá og Þverá/Kjarrá, ef ekki Grímsá, Reykjadalsá og Flóku, auk Brennu, Strauma og Svarthöfða. Uppi eru vangaveltur landeigenda ofar við ána að leigja ána út eða opna hana fyrir stanga- veiði, en lax gengur talsvert upp fyrir þjóðveg eitt. 70 laxar… Sigurður Már sagði enn fremur að hann og fleiri hefðu gert marg- þættar athuganir á Gufuá og þó að lítil sé, þá sé hún að ýmsu leyti sambærileg og Urriðaá á Mýrum sem einnig verður afar vatnslítil í þurrkatíð. Þessar sprænur geta bólgnað talsvert í vætutíð og í haustrigningum léki laxinn sér að því að ganga langt upp eftir þeim, 15,8 kílómetra í tilviki Gufuár, en þá er komið að fossi sem telst ófiskgengur þar eð engin laxaseiði hafa fundist fyrir ofan fossinn. „Gufuá hefur að ýmsu leyti góð uppeldisskilyrði fyrir laxaseiði, þegar á heildina er litið, og ætti að geta staðið undir hugsanlegri sum- arveiði upp á 70 laxa,“ sagði Sig- urður Már. Bleikja gefur eftir Fyrir skemmstu var haldið er- indi sem byggði á rannsóknum Hilmars Malmkvist, Finns Ingi- marssonar og Haraldar Rafns Ingvasonar, en þeir rannsökuðu ástand silungastofna Elliðavatns. Ekki að ástæðulausu, því borið hef- ur á því hin seinni ár, að bleikj- ustofn vatnsins hefur látið verulega undan, en urriði a.m.k. staðið í stað ef ekki hreinlega aukist. Kom fram í erindinu, að á árunum 1974-1984 hefði bleikja verið á bilinu 55 til 85% af heildarafla úr vatninu, en á árunum 1998-2002 hefði hún aðeins verið 14 til 20% af aflanum og að líkindum væri bleikjan í dag aðeins fjórðungur alls silungs í vatninu. Laxaseiðum í Suðurá og Hólmsá sem renna í Elliðavatn, hefur einn- ig fækkað mjög, svo og bleikjuseið- um í sömu ám. Það sem er ef til vill eftirtektarverðast við þessar tölur er, að engar augljósar náttúrulegar breytingar hafa orðið á vatnasvæð- inu sem skýrt gætu þessa kúvend- ingu. Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimaður í nepjunni við Elliðavatn á dögunum. Stöng eða net í Gufuá? ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.