Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 29 Dr. Conteh lagði sig íhættu til að bjargasjúkri konu í barns-nauð. Að sögn dr.Koka, yfirlæknis frið- argæsluliðs SÞ í Sierra Leone hafði þessi sérfræðingur í Lassa- sjúkdóminum nýlega svarað að- spurður eftir fyrirlestur í Koidu að hann væri sjálfur vísast ónæmur fyrir Lassa-veirunni. Menn hefðu orðið þá trú að sá sem einu sinni lifði af smit mundi aldrei aftur verða þessum skæða veirusjúk- dómi að bráð. Það reyndist því miður tálvon. Læknirinn mun hafa rispað sig á nál við að taka á móti barni konu með þennan sjúkdóm. Og þrátt fyrir alla fáanlega hjálp, m.a. friðargæsluliðsins og neyðar- kall gegn um WHO lést hann á skömmum tíma. Það sýnir best hversu hættulegur þessi sjúkdóm- ur yrði ef hann kæmist á kreik. Í bók um tíu slíka skæða sjúk- dóma, sem blunda á einhverjum svæðum í heiminum og engin vörn hefur enn fundist gegn, er Lassa hitasótt einmitt í þeim hópi. Þess- arar hitasóttar varð fyrst vart í borginni Lassa í Nígeríu 1969 og hefur hún síðan orðið að farsótt og þess á milli landlæg á mjög af- mörkuðum svæðum í Vestur-Afr- íkuríkjunum Gíneu, Líberíu og Sierra Leone, þar sem grimmileg innanlandsstríð hafa eyðilagt alla innviði og þarmeð læknisþjónustu. Þegar UNAMSIL hafði sent á þetta tiltekna svæði í austurhluta landsins friðargæsluliða frá Sam- bíu, sem tóku að hrynja niður, var brugðist við. Gerður var út leið- angur frá aðalstöðvunum, m.a. með yfirlækni friðargæsluliðsins og ýmsum sérfræðingum. Undirrituð var þá með í för, sem varð tilefni greinar um þennan skæða sjúk- dóm. Var fyrst flogið í þyrlu til að sækja dr. Conteh í bæinn Kenema og síðan áfram á þetta sýkta svæði og í herbúðir Sambíumannanna. Niðurstaðan varð sú að snarlega yrði að byggja til bráðabirgða ný og hreinlegri eldhús og í framhaldi að flytja allar herbúðirnar á nýjan stað. Jafna yfir þessar, enda vilja Sameinuðu þjóðirnar vitanlega tryggja að friðargæsluliðar þeirra snúi ekki heim í líkkistu. Í þessu tilfelli var ekki einu sinni hægt að senda líkin heim. Sambíumenn tóku slíkum ráð- stöfunum fálega, allt of dýrt yrði að flytja herbúðirnar. Þannig stóðu málin þegar við flugum áfram með afríska vísindamanninn til friðar- gæsluliðs Pakistana sem rekur góðan spítala og þurfti ráðgjöf frá dr. Conteh. En þegar mannaskipti urðu í Sambíuliðinu í júnímánuði þvinguðu aðalstöðvar UNAMSIL í Freetown þá til að leggja niður búðirnar og reiddu fram fé til þess. Svo að búið er að flytja friðar- gæsluliðana á öruggari stað og eyða og jafna yfir fyrri búðir þeirra. Jafnframt var Sameinuðu þjóða- liðið reiðubúið til að veita dr. Cont- eh allt það lið í rannsóknum og baráttunni gegn Lassa-sóttinni sem hann hafði skort svo sárlega sl. 10 ár meðan þar geisaði stríð. Var framkvæmdastjóranum Stein- ari Berg Björnssyni og hans fólki sérstaklega þökkuð hjálpin eftir andlát hans. Óbætanlegt tjón Nú er dr. Conteh fallinn frá og tjónið óbætanlegt fyrir mannkynið og alþjóðasamfélagið. Með vaxandi samgöngum og ör- um samskiptum í heiminum í dag blunda nokkrir smitandi og bráð- drepandi veirusjúkdómar á af- mörkuðum stöðum, sem gætu feng- ið vængi hvenær sem er ef á verður ekki að ósi stemmd. Þess vegna er misskilningur að alþjóðasamfélagið sé bara að aðstoða vanmáttug, fá- tæk lönd í Afríku. Það er að forða mannkyninu frá vá. Heimurinn stendur sameiginlega andspænis hættunni af útbreiðslu slíkra sjúk- dóma frá löndum sem hrjáð eru af langvarandi stríðsátökum, svo sem dæmin sýna. Vísindamaður fell- ur fyrir blundandi bráðasjúkdómi Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Dr. Koka , yfirlæknir friðargæsluliðsins og dr. Conteh, sérfræðingur um Lassa-hitasótt, sem varð honum að bana. Vísindamaðurinn dr. Conteh, sérfræðingur í Sierra Leone í hinni skæðu Lassa-hitasótt, sem gæti orðið að heimsfarsótt, er fallinn í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm. Einmitt nú þegar friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna var komið honum til stuðn- ings eftir nær áratugar aðgerðaleysi vegna skelfi- legrar styrjaldar, eins og fram kom í grein sem Elín Pálmadóttir skrifaði í júní síðastliðnum. epa@mbl.is HØJSKOLEN MIDT I NORDEN Kurser på 5-9 måneder: • Sang og scenetræning • Teater • Nordisk rejse- og kulturlinje • Journalistik Halve fripladser tilbydes to fra Island Ansøg inden 25. maj NORDISKA FOLKHÖGSKOLAN BOX 683, S-44218 KUNGÄLV. SVERIGE TEL +4630320 62 00 WWW.NORDISKA.FHSK.SE Gildir: Pantanir má einnig setja á: holar@simnet.is eða hringja þær inn í síma 587 2619. Bókaútgáfan Hólar. Nafn/nöfn (sem eiga að koma saman á heillaóskaskránni) Heimilisfang/póstnúmer/staður: Kennitala greiðanda: Vinsamlegast merkið X þar sem við á: Ég óska eftir að greiða bókina, kr. 7.500 út í hönd með reiðufé/ávísun er fylgir hér með. með greiðsluseðli sem sendur verður af Íslandsbanka. með greiðslukorti. Kortnúmer (16 stafir): Iðnskólinn í Reykjavík 100 ára Iðnskólinn í Reykjavík var stofnaður haustið 1904 og er því aldagamall um þessar mundir. Af því tilefni hafa skólayfirvöld ráðist í það stórvirki að skrá sögu skólans á bók og kemur hún út í október næstkomandi. Ritstjóri hennar er Jón Ólafur Ísberg, sagnfræðingur, en Bókaútgáfan Hólar gefur út. Í bókinni verður m.a. fjallað um tildrögin að stofnun skólans, árin hans við Tjörnina í því glæsilega stórhýsi sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík reisti yfir hann, flutning skólans á Skólavörðuholtið og það lagaumhverfi sem hann byggir starfsemi sína á og þróun þess í gegnum tíðina. Bókin verður í stóru broti og ríkulega skreytt myndum úr starfi skólans og sögu iðnaðar í landinu. Heilla- óskaskrá verður í bókinni þar sem öllum velunnurum Iðnskólans, nemendum, starfsfólki og áhugamönnum um iðnað á Íslandi verður boðið að skrá nafn sitt og eignast um leið þetta glæsilega rit. Verð þess verður kr. 8.900, en þeir sem vilja óska skólanum til hamingju með áfangann og skrá nafn sitt á heillaóskaskrána fá bókina á kr. 7.500, sem er áskriftarverð og greiðist fyrir- fram og er sendingargjald innifalið í því. Áskrift að afmælisriti Iðnskólans í Reykjavík 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.