Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ AUSTAN við sól og vestan við mána … – þessi orð hljóma og æv- intýrin koma strax upp í hugann. Það er því ekki úr vegi að orðin séu yf- irskrift norrænnar barnaleikhúshá- tíðar sem hefst næsta laugardag und- ir formerkjum alþjóðlegu barnaleikhússamtakanna ASSITEJ. Því leikhús sem ætlað er börnum get- ur verið hið mesta ævintýri og sann- arlega verður opnunardagurinn æv- intýralegur. Þá taka tæplega tvö hundruð ís- lensk skólabörn ásamt foreldrum og kennurum og leikurum frá öllum Norðurlöndunum þátt í gjörningi í Hljómskálagarðinum, þar sem af- hjúpað verður risastórt, uppljómað naut úr smiðju tveggja ástralskra listakvenna, Tamöru Kirby frá Queensland og Karen Zabiegala frá Tasmaníu. „Nautið er gert úr bamb- us, sykurreyr og pappír og er upplýst að innan með jólaseríum,“ segir Tam- ara í samtali við Morgunblaðið. „Nautið er ein af landvættum Íslands og verndar suðvesturhornið, en ætlar nú að taka sér nýtt hlutverk og vernda börnin og ímyndunaraflið. Það verður einkennismerki barna- leikhússins.“ Hún hefur verið hér á landi und- anfarnar fjórar vikur og unnið með skólakrökkunum sem taka þátt í opn- unarhátíðinni, en þeir koma úr 5. bekkjum Víkurskóla, Korpuskóla og Ingunnarskóla. Krakkarnir unnu við að gera luktir sem þau munu bera á opnunarhátíðinni og segir Tamara vinnuna með þeim hafa verið mjög skemmtilega. „Þau hegðuðu sér svo vel, þessir krakkar, miklu betur en ástralskir krakkar.“ Fylkt verður liði frá Ráðhúsi Reykjavíkur yfir í Hljómskálagarð- inn og munu átta fullorðnir bera nautið. „Þar verða börnin beðin að skrifa niður óskir, sem verða settar í víkingaskip sem reykvísk ungmenni hafa gert. Eftir athöfnina verður kveikt í bátnum og óskirnar fuðra þar með upp í alheiminn og rætast,“ segir Tamara, sem er ábyrg fyrir hug- myndinni að opnunarhátíðinni. Hún og Helga Arnalds, sem hefur umsjón með viðburðinum, kynntust í Tasmaníu fyrir tveimur árum. „Síðan þá hefur alltaf staðið til að ég kæmi hingað að sjá um svipað verkefni og þau sem ég fæst við heima,“ segir hún, en sérsvið hennar er samfélags- list. „Ég fæst við að tengja samfélagið og listamenn, að fá listamenn út úr einangruninni í stúdíóunum til að vinna með fólkinu. Mér er annt um að endurvekja hefðina þar sem fólk kemur saman og gerir hluti og heldur hátíð að því loknu.“ Á leiklistarhátíðinni sjálfri, sem stendur yfir dagana 15.–19. maí, verð- ur einnig mikið um dýrðir – enda eru þangað komnir leikhópar frá öllum Norðurlöndunum. „Þetta er norræn hátíð innan ASSITEJ, alþjóðlegra barnaleikhússamtaka, en norrænn hluti þeirra er mjög öflugur,“ segir Helga Arnalds, sem er umsjónarmað- ur viðburðarins á laugardag og situr jafnframt í stjórn ASSITEJ á Íslandi. „Annað hvert ár er haldin norræn barnaleikhúshátíð og þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin á Íslandi. Nú eru reyndar þrjú ár síðan hátíðin var síðast haldin, en við vildum gjarn- an hafa hana á sama tíma og Listahá- tíð í Reykjavík er haldin og því frest- uðum við henni um ár.“ Alls verða átta sýningar á hátíð- inni. Öskubuska kemur frá Finnlandi, danssýning frá Noregi og brúðuleik- hús frá bæði Danmörku og Svíþjóð. Fjórar sýningar koma frá Íslandi, en það eru Tveir menn og kassi úr smiðju Möguleikhússins, brúðuleik- húsið Rauðu skórnir, Í gegn um eld- inn kemur frá Stoppleikhópnum og brúðuleikarinn Bernd Ogrodnik. „Við reyndum að fara fram á að sýning- arnar væru þannig gerðar að tungu- málið skipti engu. En ég held að þetta verði mjög skemmtileg blanda, allt frá smábarna- til unglingasýninga.“ Helga segist fagna því að hátíðin veki athygli á barnaleikhúsi, sem sé mjög öflugt hér á Íslandi. „Það er mikið að gerast í þeim heimi hérlend- is og háar aðsóknartölur sjálfstæðu leikhópanna má að miklu leyti rekja til barnasýninga. En hér á Íslandi fáum við bara brot af þeim upphæð- um sem tíðkast að verja á öðrum Norðurlöndunum, þrátt fyrir að framleiða ótrúlegt magn af vönduð- um sýningum,“ segir Helga Arnalds. Opnunarhátíðin næstkomandi laugardag er í samstarfi við Listahá- tíð í Reykjavík, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og ASSITEJ á Íslandi. Morgunblaðið/RAX Áströlsku listakonurnar Tamara Kirby og Karen Zabiegala ásamt Helgu Arnalds, sem hefur umsjón með opnunarhátíð barnaleikhúshátíðarinnar. Nautið verndar börnin og ímyndunaraflið Tamara Kirby við undirbúning opnunarhátíðar barnaleikhúshátíðarinnar Austan við sól og vestan við mána ásamt 5. bekkingunum sem taka þátt. Kl. 9–17 Félagsheimili Kópavogs Skóla- kórarnir úr Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, ásamt gestum, syngja frá kl. 9–17. Kaffiveitingar Kl. 13–17 Gullsmári, Gullsmára 13 Vor- sýning á handavinnu vetrarins. Kl. 14–18 Snælandsskóli Vorsýning Kvöldskóla Kópavogs. Kl. 15 Kórinn, Hamraborg 6 Finnur Ingi- marsson, líffræðingur á Náttúrufræði- stofu Kópavogs, fjallar um helstu far- fuglategundir sem nýta Kópavogsleiru. Í kjölfarið, kl. 16 verður farið í fuglaskoðun á Kópavogsleiru undir leiðsögn sérfræð- inga frá Náttúrufræðistofu Kópavogs og félaga í Fuglaverndarfélagi Íslands. Kl. 16 Salurinn Leikið á Jón. Hallar- kvartettinn flytur verk á strengjahljóð- færi sem fiðlusmiðurinn og Kópavogsbú- inn Jón Marinó Jónsson hefur smíðað. Kl. 20 Salurinn Snorri Wium, tenór og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja Ástir skáldsins eða Dichterliebe Schu- manns op. 48. Einnig flytja þeir íslensk sönglög eftir Sigfús Einarsson og Tryggva M. Baldvinsson við texta eftir Þórarin Eldjárn. Kópavogsdagar 2. - 11. maí Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri kl. 15 Sýning um skáldið Sjón sem er um þessar mundir skáld mánaðarins í Þjóðmenning- arhúsinu og á Skólavefnum. Hann les úr eigin verkum og deilir hugrenningum sínum með gest- um. Sýningin er til 23. maí. Tónlistarskólinn Hömrum, Ísafirði kl. 16 Blokkflautukvartett Suður- eyrar leikur úrval verka frá end- urreisnartímanum og barokktím- anum en einnig verk frá síðari tímum og í ýmsum ólíkum stílteg- undum. Í kvartettinum eru þrjár stúlkur á aldrinum 16-18 ára, Adda Bjarna- dóttir, Anna Sigurðardóttir og Kristjana Margrét Gísladóttir. Þær eru allar nemendur í Mennta- skólanum á Ísafirði, en búsettar á Suðureyri. Fjórði meðlimurinn og stjórnandi er kennari þeirra Lech Szyszko. Tónleikarnir eru öðrum þræði fjáröflunartónleikar en kvart- ettinn leggur í tónleikaferð til Pól- lands í byrjun júní. Þar mun kvart- ettinn m.a. koma fram á tónlistarhátíð, sem helguð er tónlist fyrri alda í borginni Elblg í Norður- Póllandi, en Lech Szyszko hefur sér- hæft sig í flutningi slíkrar tónlistar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Sjón Norrænir tónlistarmenn þinga FULLTRÚAR allra Norðurlanda eru hér staddir yfir helgina til að halda aðalfund Nordisk Musik Union. Þetta eru samtök tónlistar- fólks á Norðurlöndum sem sjá um hljómsveitir áhugamanna, bæði blás- ara- og strengjahljómsveitir og skólahljómsveitir. Fulltrúar Norður- landanna hafa misstór samtök að baki sér frá hverju landi. Á Íslandi eru í þessum samtökum Samband ís- lenskra lúðrasveita og Samtök ís- lenskra skólahljómsveita. Frá Nor- egi t.d. eru fulltrúar sem hafa að baki sér 70 þús. manns en það eru tónlist- arsamtök í Noregi sem sjá um tón- listarfræðslu og hljómsveitir, Nor- ges Musikkorps Forbund. Meginmarkmið að efla samstarf Þessi samtök voru endurreist 1998 og höfðu þá legið niðri í 10 ár. Þau hafa að meginmarkmiði að efla sam- starf Norðurlandanna í málefnum tónlistar og síðan að halda námskeið, Nordens Blåsersymfoniker sem verður að þessu sinni haldið í Stokk- hólmi dagana 27. júní - 4. júlí. HALLARKVARTETTINN heldur tónleika í Salnum kl. 16 í dag, sunnudag. Hallarkvartettinn, skipaður fiðluleikurunum Hjör- leifi Valssyni og Sigríði Baldvins- dóttur, Jónínu Hilmarsdóttur á víólu og Nicole Völu Cariglia á selló, leikur á hljóðfæri sem strokhljóðfærasmiðurinn og Kópavogsbúinn Jón Marinó Jóns- son hefur smíðað. Á tónleikunum verður einnig leikið á minni hljóð- færi, ætluð börnum. Auk kvart- ettsins koma fram Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Hrönn Helgadóttir söngkona. „Þetta eru allt venjulegar fiðl- ur, sem ég hef smíðað allt frá því ég var í námi og frá því ég lauk námi,“ segir Jón Marinó um fiðl- urnar sem leikið verður á. „Það verður þarna líka ein hálfstærðar fiðla og önnur í kvartstærð sem ég smíðaði líka, en Hjörleifur Valsson ætlar að spila á þær; hann er algjör snillingur og getur allt, þótt kvartfiðlan sé ætluð krökkum kannski sjö, átta ára eða svo.“ Smíðar eftir eigin módeli Jón Marinó lauk námi frá New- arc School of Violin Making á Englandi árið 2000, og hefur starfað hér heima við fiðlu- viðgerðir og -smíðar síðan. Spurð- ur að því hvort hann fái hug- myndir að nýjum hljóðfærum af þeim fiðlum sem hann gerir við, segir Jón Marinó í það minnsta auðvelt að draga sínar ályktanir af þeim fiðlum sem um hendur hans fara. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég útskrifaðist úr skól- anum, að ég myndi smíða fiðlur eftir mínu eigin módeli og það hefur gefið mjög góða raun. Í þessum heimi er mikið verið að reyna að búa til eftirmyndir af eldri hljóðfærum, en ég vil vera í nýjum hljóðfærum og halda mig við mitt módel.“ Að undanförnu hefur Jón Mar- inó verið að smíða fiðlusálir og bassabjálka úr viði sem rak til landsins í skipi árið 1881. Við- urinn var um borð í skipi sem var að sigla milli Ameríku og Evrópu, þegar það lenti í hrakningum sem urðu til þess að áhöfnin varð að yfirgefa það, en skipið rak um Atlantshafið mánuðum saman áð- ur en það rak á land í Kirkjuvogi í Höfnum, eins og því væri stýrt þangað. „Lestarnar voru fullar af silfurgrjóti, múrsteinum og timbri. Það voru um hundrað þús- und plankar. Þetta var svo stórt strand að landfógeti yfirtók það vegna verðmætanna, en venjan er að landeigandi eigi fenginn.“ Timbrið var notað til bygginga víða á svæðinu, og einnig í Reykjavík, en þegar Jón Marinó, sem einnig er húsasmíðameistari, var að vinna við endurbyggingu húsa í Keflavík, áskotnuðust hon- um nokkrir plankar af þessum gæðaviði. „Þessir plankar hafa gefið gríðarlega góða raun. Þeg- ar öldrunaroxunin hefur átt sér stað, hefur þessi viður það um- fram annað efni að hann leiðir svo vel titringinn sem er upphaf hljóðsins. Þannig er hann gulls ígildi.“ Verk úr ýmsum áttum Á efnisskrá eru verk eftir Pál Ísólfsson, Sigfús Halldórsson, Þórarin Guðmundsson, Steingrím M. Sigfússon, Strengjakvartett í G-dúr KV 156 eftir Brahms, útsett fyrir strengjakvartett af Martin Frewer, Elegie fyrir selló og pí- anó eftir Fauré, La Folia fyrir fiðlu og píanó eftir Corelli, Ljóð fyrir söngrödd víólu og píanó eft- ir Brahms, auk Banjo and fiddle eftir W. Kroll og Schön Rosmarin eftir F. Kreisler. Hjörleifur Valsson leikur einnig nokkur verk á fyrstu fiðluna sem Jón smíðaði frá árinu 1998, auk þess að sýna nokkur tóndæmi á kvartfiðlu og hálffiðlu frá sama ári. Einnig fer Jón Marinó með hug- leiðingu fiðlusmiðsins. Morgunblaðið/ÞÖK Hallarkvartettinn er skipaður Hjörleifi Valssyni og Sigríði Baldvinsdóttur, fiðlur, Jónínu Hilmarsdóttur, víóla, og Nicole Völu Cariglia, selló. Hallarkvartettinn leikur á Jón TENÓRSÖNGVARINN Snorri Wium og píanóleikarinn Jónas Ingi- mundarson flytja lagaflokkinn Ástir skáldsins, Dichterliebe eftir Schu- mann op. 48, í Salnum kl. 20 í kvöld, sunnudagskvöld. Einnig flytja þeir íslensk sönglög eftir Sigfús Einars- son, og Tryggva M. Baldvinsson við texta eftir Þórarin Eldjárn. Lagaflokkurinn Ástir skáldsins er er einn af hápunktum í sönglagagerð rómantíska tímabilsins í tónlistar- sögunni. Hann samanstendur af sex- tán sönglögum við texta eftir Hein- rich Heine. Í fréttatilkynningu frá Salnum segir m.a.: „Sum þeirra eru örstutt og þar með út úr öllu hlutfalli við það mikilvægi, sem ljóðaflokkurinn hef- ur aflað sér í sögu tónlistarinnar.Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós, að þessi lagaflokkur er einn sá fyrsti í sögu tónlistarinnar, þar sem fullt samræmi ríkir frá upphafi til enda, hvort sem litið er á innihald textans eða tónlistina sem slíka. Schumann var sjálfur píanisti og pí- anóhlutanum felur hann það hlut- verk að tengja öll lögin í eina heild.“ Tónleikarinir eru liður í Kópa- vogsdögum sem nú standa yfir. Morgunblaðið/Jim Smart Snorri Wium og Jónas Ingimund- arson við flygil Salarins. Ástir skáldsins í Salnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.