Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 32
LISTIR 32 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ A ð mínu mati er ein- angrun afstætt hugtak,“ segir Daniel Birnbaum í upphafi samtals um möguleika staða á borð við Ísland sem yfirleitt skilgreina sig á jaðrinum í alþjóðlegu menningarlífi. „Ef maður veltir því fyrir sér hversu Íslend- ingar eru fáir – álíka margir og íbúar í Uppsölum í Svíþjóð eða Wiesbaden í Þýskalandi – þá hlýtur maður að undrast hversu góð tengsl þjóð- arinnar eru út á við. Ekki má gleyma því að Ísland er þjóðríki og býr því yfir öll- um þeim stofnunum sem hafa fram- kvæmdavald á þessu sviði. Tæpast er nokkuð listsvið þar sem Íslend- ingar eiga ekki fulltrúa sem er vel þekktur erlendis; ég veit t.d. ekki um neinn myndlistarmann frá Wiesba- den sem er heimsfrægur eins og Ólafur Elíasson, né heldur þekki ég rithöfund þaðan sem hefur náð sama árangri og Ólafur Jóhann Ólafsson. Þeir eiga heldur enga Björk eða Sig- ur Rós. Og ég vona að mér verði fyr- irgefið að tala svona um Wiesbaden,“ segir Birnbaum hlæjandi, „ég nefni staðinn bara sem dæmi af því ég bý þar rétt hjá og íbúarnir eru álíka margir og hér.“ Hann segir undravert hversu sýnilegt Ísland og íslensk menning eru miðað við stærð þjóðarinnar. „Ég er ekki að halda því fram til að draga úr mikilvægi tilrauna ykkar til að koma ykkur á framfæri, þvert á móti. Ég vil bara ekki að það gleym- ist í umræðunni um markaðs- setningu listanna, að svo vill til að þið eigið ótrúlega marga góða lista- menn og það er fyrsta forsenda þess að hægt sé að markaðssetja listina. Staðreyndin er sú að ef ekkert áhugavert gerist á Íslandi þá mun engin listastofnun utan landstein- anna hafa nokkurn minnsta áhuga á menningu ykkar. En þið búið greini- lega yfir krafti og skapandi eig- inleikum sem hægt er að virkja.“ Daniel Birnbaum, sem nú er rekt- or Städel-listaháskólans í Frankfurt, stjórnaði um langt skeið sænsku samtímalistastofnuninni IASPIS og hafði mjög mótandi áhrif á starfsemi hennar og stefnumörkun. Áður en hann hóf þar störf var hann ritstjóri virts bandarísks listtímarits, Art- forum, og hefur því vissulega haft góða yfirsýn yfir listheiminn um langt skeið. „Þegar ég segi að ein- angrun sé afstæð, þá er ég t.d. að vísa til þess hversu mikil einangrun ríkir í Svíþjóð, sem er þó stærst Norðurlandanna, ekki síst hvað við- kemur myndlist. Norðurlöndin voru ekki áberandi í myndlistarheiminum á sjöunda, áttunda og níunda ára- tugnum. Undantekningar eru t.d. Öyvind Fahlström og Per Kirkeby. Hvorugur þeirra ratar þó inn í al- þjóðlega listheiminn í gegnum Norð- urlönd, Fahlström varð þekktur í París og New York, og Kirkeby í Þýskalandi. Ég veit ekki af hverju þessi ein- angrun stafaði, þetta samskiptaleysi var vissulega ekki ríkjandi í kvik- myndagerð, bókmenntum eða popp- tónlist. Ef ég tek heimaland mitt, Svíþjóð, sem dæmi þá er ljóst að á mörgum sviðum skapandi lífs var landið mjög virkur þátttakandi á al- þjóðlegum vettvangi, en þó ekki á sviði myndlistar. Þetta átti við um fleiri lönd, svo sem Belgíu, og mig grunar að það hafi einnig stafað af því hvernig alþjóðlegi listheimurinn var byggður upp. Á níunda áratugn- um hverfðist alþjóðlegt myndlistarlíf nefnilega nánast einvörðungu um tvær borgir, Köln og New York. All- ir þurftu að vera þar eða í það minnsta að sýna þar – sem auðvitað var fáránlegt. Þetta hefur nú breyst, þótt ég viti ekki af hverju. Kannski gat hinn alþjóðavæddi heimur ekki lengur sætt sig við aðdráttarafl slíkra miðpunkta.“ Daniel Birnbaum bjó í New York á þessum tíma og þekkti þessa hringiðu í gegnum starf sitt hjá Art- forum. Þegar hann flutti aftur til Stokkhólms um miðjan tíunda ára- tuginn var hann beðinn að skrifa eina og eina grein þaðan. „Síðan kom á daginn að ég gat einnig sinnt ýms- um viðburðum hér og þar í Evrópu þar sem góðir listamenn voru á ferð- inni,“ útskýrir hann. „Á þann hátt fékk ég tilfinningu fyrir þeim heimi sem er utan miðstýringar staða á borð við Köln eða New York. Ég skipti um sjónarhorn og sneri mér að því að horfa með það í huga að miðjur listheimsins séu fjölmargar. Ef við tökum dæmi af listamanni eins og Eiju-Liisu Ahtila, sem lík- lega er sá norræni listamaður sem lengst hefur komist á eftir Ólafi Elí- assyni, þá er það í frásögur færandi að hún býr og vinnur í Helsinki. Slíkt hefði verið nánast óhugsandi fyrir tveimur áratugum eða svo. Um miðjan tíunda áratuginn spruttu fram stofnanir á borð við DCA í Danmörku, IASPIS í Svíþjóð og FRAME í Finnlandi. Í raun og veru má segja að meðal hinna ríku Norðurlandaþjóða hafi slík upp- bygging til stuðnings listum alltaf verið til staðar í einhverju formi, en þó var þarna um frumkvæði af nýj- um toga að ræða.“ Birnbaum segist ekki vilja eigna sér heiðurinn af því að hafa fundið upp það form sem IASPIS starfar samkvæmt. „En ég var heppinn að vera fyrsti listræni stjórnandinn þar sem gat brett upp ermarnar og farið að vinna með listamönnunum sjálf- um. Á undan mér starfaði Sune Nor- dgren í eitt ár sem stjórnandi og ruddi brautina með því að takast á við öll vandamál skrifræðisins og skipulagningarinnar sem fylgja því að koma svona starfsemi af stað. Ég naut þeirra forréttinda að fá að út- færa listræna sýn stofnunarinnar.“ Þegar Birnbaum er inntur eftir því hvort hann hafi orðið vitni að breytingum á því umhverfi sem IA- SPIS starfar í þau ár sem hann var við stjórn svarar hann því til að vissulega hafi það verið raunin. „Svíþjóð er nægilega stórt land til þess að þar sé svigrúm fyrir nokkra listamenn til að vera „heimsfrægir heima hjá sér“ – ef svo má að orði komast. Þeir njóta virðingar, seljast og eru vinsælir innan þess ramma, en ná ekki hljómgrunni utan land- steinanna. Hafa raunar fæstir áhuga á því. Myndlistarmenn geta staðið sig vel án þess að ná toppnum á heimsmælikvarða. En IASPIS breytti miklu fyrir þá listamenn sem þegar höfðu sýnt að þeir gátu unnið í alþjóðlega listheiminum. Stofnunin gerði þeim kleift að nýta sér það tengslanet sem kannski var jafnvel þegar til staðar, án þess að nokkur hefði tekið eftir því. IASPIS leiddi alla þræði saman fyrir þetta fólk. Skyndilega voru fjölmargar áber- andi sýningar helgaðar listamönnum frá Svíþjóð og nágrannalöndunum, svo sem í París ’98, í Englandi og Þýskalandi þar sem reynt var að koma einhverju á framfæri um nor- rænan listheim. Þróunin var reyndar áþekk í Belgíu og ef við miðum hana við það sem gerðist t.d. í Bretlandi þá varð ástandið í Svíþjóð miklu heil- brigðara fyrir listamennina og list- heim þeirra. Í Bretlandi voru um- búðirnar um samtímalistina eins og utan um hverja aðra neysluvöru og mjög einsleitar. Á Norðurlöndunum var meiri breidd í því sem var að ger- ast og sviðið heilbrigðara fyrir vikið; listin framandlegri og ekki jafn markaðsmiðuð.“ Nýlega var DCA í Danmörku inn- limað inn í listráð danska ríkisins og lagt niður í því formi sem það hafði áður verið. Birnbaum telur þetta vera öfugþróun og skref aftur á bak. „Í gamla daga heyrði það undir menntamála- og fjármálaráðuneyti að styrkja viðburði á borð við Fen- eyjatvíæringinn og nú er það aftur raunin í Danmörku. Hitt er þó mikið æskilegra að sérstök stofnun, sem ber ábyrgð á listrænni sýn og er fag- lega rekin, sjái um slíka fram- kvæmd, líkt og DCA gerði. Sjálfur kem ég úr akademískuumhverfi og tók doktorsprófí heimspeki. Mér datt aldrei íhug að ég yrði þátttakandi í einskonar menningarlegu skrifræði, en starf mitt hjá IASPIS var hálf- gerð utanríkisþjónusta. Það sem var áhugavert laut þó ekki að því að selja sænska „framleiðslu“ erlendis, held- ur sú vitsmunalega áreynsla sem fólst í því að halda uppi samræðum á milli Svíþjóðar og umheimsins. Ég hafði mikið frelsi til að velja lista- menn og fyrirlesara sem og til þess að ákveða hvort ég vildi nota fjár- magnið í vinnustofurnar eða í styrki til ákveðinna verkefna eða lista- manna sem ég trúði á. Ég mátti fjár- festa í því sem ég vildi, láta útlend- inga ekki síður en sænska listamenn njóta góðs af því og það skipti miklu máli. Að öðrum kosti hefði starfið aldrei haft jafnmikla þýðingu sem brú á milli Svíþjóðar og alþjóðlega listheimsins. Þetta var ekki um- svifamikil starfsemi en hún skipti miklu máli. Það að ég hafði frjálsar hendur var grundvallaratriði, en ekki skipti síður máli að ég bjó yfir samböndum. AF LISTUM eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Margar miðjur listheimsins Daniel Birnbaum kom hingað til lands í boði Listasafns Reykjavíkur fyrir nokkru. Hann hefur gegnt mikilvægum störfum í listheimi samtímans og var sá sem lagði listrænar línur IASPIS, samtímalistastofnunarinnar í Svíþjóð, en KÍM, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, sem brátt tekur til starfa er ætlað áþekkt hlutverk við miðlun upplýsinga og myndun tengsla hér á landi. Morgunblaðið/Jim Smart Ofanleiti 2, 103 Reykjavík www.ru.is F A B R I K A N 2 00 4 Háskólanám með vinnu (HMV) er ætlað eim sem hafa reynslu af atvinnu lífinu og sækjast eftir háskóla menntun á sviði viðskipta. • B.S.-nám í viðskiptafræði (90 einingar – 10 annir) • Diploma-nám (45 einingar – 5 annir) • Fjármál og rekstur • Stjórnun og starfsmannamál • Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Kennt er rjá daga vikunnar kl. 16-20. Opinn kynningarfundur um Háskólanám með vinnu (HMV) í Háskólanum í Reykjavík, (riðjudaginn 11. maí, kl. 17:00 „Háskólinn í Reykjavík veitir fólki á atvinnumarkaði frábært tækifæri til þess að stunda nám samhliða starfi. Námið er bæði skemmti legt og krefjandi og umræður verða oft líflegar í tímum þar sem bakgrunnur nemenda er ólíkur. Andrúmsloft skólans er þægilegt og öll aðstaða til fyrirmyndar.“ Hulda Jakobsdóttir, 2. ári í HMV, VST – Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.