Morgunblaðið - 09.05.2004, Side 34

Morgunblaðið - 09.05.2004, Side 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grill kebab me› kús kús og salati F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 5 7 Uppáhald íslensku þjóðarinnar Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is Villa Lambakjöt fyrir og ekkert bull Naglbít 600 g fituhreinsað lambakjöt, t.d. lambabógur eða fáeinar lærissneiðar, skorið í u.þ.b. 2 1/2 – 3 cm bita 1/2 dl ólífuolía safi úr einni sítrónu 1 msk. salvía, smátt söxuð 1/2 msk. óreganó (ferskt), saxað Hoi Sin sósa (kínversk barbecue-sósa, fæst í flestum búðum) 3 msk. sesamfræ Þegar Villi Naglbítur er búinn að græja kryddlöginn og skera lambakjötið í hæfilega bita setur hann allt í skál og fer svo að gera eitthvað annað næstu 3 tímana. Síðan þræðir hann kjötið og tilheyrandi grænmeti upp á pinna og grillar á svipstundu. Setjið kjötið í skál ásamt ólífuolíu, sítrónusafa, salvíu og óreganó og látið standa í u.þ.b. 3 klst. Raðið kjötinu upp á pinna og penslið með Hoi Sin sósu og stráið sesamfræjum yfir pinnana. Grillið í u.þ.b. 8–12 mín. og snúið nokkrum sinnum á meðan. Borið fram með t.d. kús kús og salati. ÍSLENZK náttúrusköp eru líkt og margur veit í senn fjölþætt og mikið undur, hvernig sem á er litið. Hins vegar gera stórum færri sér grein fyrir þeim sannindum að hið smáa er jafnlítið smátt og hið stóra er stórt, eins og þýski skáldjöfurinn Rainer Maria Rilke orðaði það. Stærðir eru ekki síður afstæðar en tíminn, rýmið og fjarlægðirnar, fólk almennt gerir sér til að mynda jafnt grein fyrir mikilfengleika hrikalegra náttúrufyrirbæra, ógnum eldgosa og jarðhræringa sem og skýjastróka í útlandinu. Gefur örverunum sem augun fá ekki greint minni gaum, þær lifa þó sínu lífi allt um kring, eru undirstaða alls lífs á jörðinni, sjálfur grunnurinn. Starfsemi þeirra alstað- ar sýnileg ekki síst í náttúrunni, gróðurinn á berangrinum hér gott dæmi, hann sækir líf sitt til þeirra, helst þar sem hiti og kuldi rekast saman og sértækar aðstæður mynd- ast. Furðulegt og í sjálfu sér stór- brotið líf kviknar á ólíklegustu stöð- um, samanber dúnurtir og fleiri undur óbyggðanna, einnegin fjöl- þætt og brigðarík fyrirbæri hvar jarðhiti er í nágrenninu. Við eigum stórbrotna fossa, fræga og tignar- lega hveri, ásamt miklum jarðhita- svæðum, en fleira er áhugavert við fossana en sjónspilið eitt, hverina en ógnarkraftur gosstrókanna og jarð- varmann en nýting hans. Þá er fjalla- sýn iðulega fjölþætt og stórbrotin og margbreytni í landslagi heillar mannsaugað, fólk frá öllum heims- hornum heldur langan veg til að upp- lifa fágæt undur jafnt í náttúrunni sem dýraríkinu. En þótt hrikaleg náttúrusköp hræri við tilfinningum fjöldans, mikilfenglegir stórsjóir risi á hafi úti,ber einnig að líta til litlu eininganna til að mynda að hver minnsti vatnsdropi býr yfir lífi sem gerjast ótrúlega fljótt við rétt skil- yrði, sem frá upphafi má fylgjast með í smásjá og seinna berum aug- unum. Dropi á stöðugri hreyfingu holar jafnvel stein en deyr í kyrr- stöðu,sem og allt vatn, en þá hefst nýr þáttur lífs, rotnunin. Mikið æv- intýri að fylgjast með þeim hvörfum dauða og lífs. Markús Árelíus keisari í Róm vakti einna fyrstur manna at- hygli á ytri fegurð þessara efna- hvarfa í frægri ræðu, stöðugri gerj- un og framrás lífsins. Að öllu samanlögðu ekki undar- legt þótt skáldinu yrðu þessar and- stæður og þróunarferli lífsins að við- fangi, þá hann fyrir margt löngu sá fólkið á októberhátíðinni í München hlæja, pískra og glettast reynandi að ná til hvert annars og kitla með lit- ríkum páfuglsfjöðrum. En gekk sjálfur um með sína fjöður og dáðist að fegurð og fjölbreytileika hennar, hvernig hún vó á hinum sveigjanlega stöngli, og hinu fagra höfði með pá- fuglsaugað, sem myrkt og dulúðugt rýndi á hann. Fylltist gleði yfir hinu mikla samræmi og fjölbreytileik er bjó í einni fjöður ásamt mergð lita- tóna á jafnlitlum fleti. Þarna upp- götvaði skáldið enn einu sinni, að flest fólk heldur á hlutum í höndum sér til að fremja einhverja vitleysu, í stað þess að athuga hvern hlut, og í stað þess að spyrja um þá fegurð sem honum heyrir til. Því væri það að flest fólk veit alls ekki hve fagur heimurinn er, og hvílík dýrð opinber- ast í í hinum minnstu hlutum, í sér- hverju blómi, steinvölu, trjáberki eða birkilaufi. Kannski hefur málar- inn Matisse tekið Rilke á orðinu, í öllu falli er sagt að hann hafi byrjað hvern dag á því að teikna ýmis fyr- irbæri í garði sínum, ekki síst lauf- blöð, en engin tvö munu fullkomlega eins frekar en fingraför mannsins. Ekki úr vegi að líta hér einnig til þess, að mannsaugun eru frá náttúr- unnar hendi frekar ófullkomin smíð í samanburði við ýmsar fuglategund- ir. Hvort heldur um er að ræða örn- inn sem klífur háar víddir himinlofts- ins og fókuserar bráðina, sem jarðbundnari fuglum eins og ugl- unni, en hún er sögð sjá sextíu sinn- um betur en maðurinn. En maður- inn, bætir það upp með vitsmununum, þó öllu frekar skyn- færunum og því meir sem hann þroskar þau, þeim meir lýkst fegurð allífsins upp fyrir honum. Tekur aug- un níu fyrstu lífár mannsins að full- komna form- og rýmisskynið, en með hjálp vitsmunanna getur hann haldið áfram að þróa sjónina og önn- ur skynfæri sín, alla vega skerpt og dýpkað eðlislægar tilfinningar sínar gagnvart heimi hins sýnilega… Íslendingar eiga marga snjalla ljósmyndara og út hafa komið mik- ilsháttar bækur um fegurð landsins og afmarkaðra fyrirbæra í lofti, láði og legi. En ég held að fáir ef þá nokk- ur hafi á jafnafmarkaðan hátt beint linsuopinu að hinu smáa og uppruna- lega í sjálfri náttúrunni og Rafn Hafnfjörð. Aðrir bíða kannski þolin- móðir eftir réttu aðstæðum til myndatöku, en Rafn leitar smáheim- ana uppi, jafnt í óbyggðum sem jarð- hitasvæðum, beinir þannig linsu- opinu ekki að hámarki stórbrotinnar fjallasýnar né orkuflæði, heldur sér- tækra fyrirbæra í næsta umhverfi. Að leita, er hér þó ekki kórrétta skil- greiningin eins og Picasso hefur bent á, heldur finna. Eitt er að leita annað að finna, til að mynda eitt að leita að bláberjum, annað að finna þau og hafa í hendi sér, á því nokkur en þó mjög áþreifanlegur skilismun- ur. Að vísu ekki um atvinnuljós- myndara að ræða, en menn verða ekki listamenn í skólum, öðlast að vísu mikilvæg réttindi, en þá fyrst reynir á manninn er skólagöngu sleppir og varðar miklu að vera vel nestaður í þau átök. Auðvitað er Rafn vel liðtækur og fullgildur á öðr- um sviðum, það sannaðist á frægri myndaröð frá vinnstofu Kjarvals, þar sem hann skjalfesti næsta um- hverfi listamannsins gagngerðar en nokkur annar. Rafn hefur þannig víða komið við en ætli hann hafi ekki skilað dýrustu perlunum til eftir- komendanna í myndaröðum sínum af smáheimum íslenzkra náttúru- skapa. Það er í öllu falli álit mitt og staðfestingu þess getur að líta á sýn- ingu hans, Lesið í landið, í aðalsal Hafnarborgar. Þar rekur hvert undrið annað, og í þá veru að mat á einstökum myndum er utan allra marka fyrir fjölbreytni þeirra ásamt jöfnum stígandi hrifa. Í öllu falli fall- ast mér hendur er mér hugnast að vísa til einhverrar sérstakrar, því um leið koma margar aðrar upp í hug- ann, afvopnar mig gjörsamlega. Meginveigurinn var þá ósjálfrátt að leitast við að halda utan um grunntón sýningarinnar og miðla til lesandans. Í þessu tilviki trúlega vit- urlegast að vísa til heildarinnar, jafnframt gefandi lifunar, sjálfrar sýningarinnar sem fæstir ættu að láta fram hjá sér fara. Tek ofan fyrir listamanninum og þakka með virkt- um fjölþætta sjónræna gullmola. Brigði og skynjanir Annars konar og þó að hluta skyld viðhorf blasa við á jarðhæð Hafnar- borgar, nánar tiltekið í Sverrissal og Apóteki. Um að ræða allmörg akrýl- málverk sem Björg Atla er höfundur að og nefnir hún gjörning sinn; Með nesti og nýja skó. Nestið er þrjár elstu myndirnar unnar á árunum 1993–94 en nýju skórnir eru þrjátíu og sex myndir frá síðustu tveim ár- um, sem allar eru áritaðar 2004. Þótt til sanns vegar megi færa að Núverund/óverund MYNDLIST Hafnarborg Opið alla daga frá 11–17, lokað þriðju- daga. Til 10. maí. Aðgangur 300, sýningarskrá 600 krónur. LJÓSMYNDIR RAFN HAFNFJÖRÐ MÁLVERK BJÖRG ATLA Morgunblaðið/ÁsdísBjörg Atla: Svo kviknar ljós. 160x190 sm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.