Morgunblaðið - 09.05.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.05.2004, Qupperneq 35
sitthvað sé skylt með ljósmynd og málverki, þá er eitt að fanga andrána og núverundina með linsuopinu, ann- að að hantéra málaragræjurnar. Þannig blasa náttúruleg litbrigði við- fanganna við ljósmyndaranum en vinnuferli málarans er að nálgast þau með skynjunum sínum og/eða vitsmunum. Föngin sem Björg Atla hefur helst valið í farteskið, er að nálgast hverju sinni viðföng sín með skynfærunum, nefnir sjálf grunnstefið réttilega; bergmál tilfinninga og skynjunar. Vinnuferlið svo að mála á strigann flatan og gljúpan á gólfinu, strekkir hann svo á blindrammann, heldur loks áfram átökunum, nú á lokaðan og rétt afmarkaðan grunnflötinn. Þannig bæði um þróaðar og meðvit- aðar tilviljanir að ræða, óformleg og þarnæst formleg átök við línu form og liti. Á stundum gefur Björg sköp- unargleðinni lausan tauminn í þá veru að úr verða eins konar spreng- ingar á litfletinum, en í annan tíma virðist hún nálgast viðfangið hægt og hljótt, fara varfærnislega að lag- skiptum gagnsæjum litunum og skýrt mörkuðum formunum. Eins og gefur að skilja er útkoman lausari á reipunum í fyrra fallinu, litirnir ná ekki jafnaðarlega að samasamast öðrum þáttum útfærslunnar, heitir að fanga dýpri lífæðar myndflatar- ins. Hins vegar verður útkoman snöggtum heillegri þegar hinn hægi stígandi, náttúrulegi og gagnsæi bylgjutitringur breiðir óhindrað úr sér yfir allan flötinn með áherslu á efniskennd og ljósmagn litanna. Vísa hér einkum til mynda nr. 2, 6, 13, 32 og 33, en sleppi löngum og skáldleg- um nöfnum, þótt þau kunni að fara vel við hverju sinni. Hér allt í senn málað blautt í blautt á grunnflötinn, yfirborð sem sogar litinn til sín, flæðir um það þvert og endilangt og skilur eftir sig fjölþætt brigði meira og minna tilviljunarkenndra forma sem gerandinn þó beislar á einn og annan hátt. Björg Atla hefur þegar mótað sér persónuleg stílbrögð en virðist stundum fara nokkuð hratt yfir þegar hún málar, slík vinnu- brögð eru þó ekki með öllu forkast- anleg svo vísað til helstu nýbylgj- umálara níunda áratugsins, en sumir þeirra rubbuðu upp heilu sýningun- um á nokkrum dögum þá eftirspurn- in var mest. Held þó að styrkur Bjargar liggi í samfelldum og yfir- veguðum vinnubrögðum og að bein- ast liggi við að beisla birtuna og létt- leikann enn frekar og samsama markaðri útfærslu. Að öllu saman- lögðu er þó óhætt að slá föstu að þetta sé langsterkasta framlag lista- konunnar á sýningavettvangi til þessa. Bragi Ásgeirsson Rafn Hafnfjörð: Af smáheimi íslenzkra náttúruskapa. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 35 Frá Læknadeild Háskóla Íslands Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík dagana 21. og 22. júní 2004. Staður og stund verða tilkynnt próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig til inntökuprófsins fyrir 5. júní 2004. Skráning er undir umsjón Nemendaskrá Háskóla Íslands og er skráningareyðublað að finna á netinu www.hi.is/stjorn/ nemskra/umsoknareydublod.html og á skrifstofu Nemendaskrár. Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2004 fá 48 nemendur í læknisfræði og 20 í sjúkraþjálfun rétt til náms í læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 20. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í læknadeild, eiga þess kost að skrásetja sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um inntökuprófið og dæmi um prófspurningar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla Íslands www.hi.is/nam/laek. INNTÖKUPRÓF Í LÆKNADEILD HÍ SJÚKRAÞJÁLFUNARSKOR OG LÆKNISFRÆÐISKOR w w w .d es ig n. is @ 2 00 4 Fákafeni 11 • 562 9120 Munum mæ›radaginn Blóm og konfekt Dalía
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.